Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 48

Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 48
48 heilsa Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV FÓ TB O LT I BA DM IN TO N SU N D HA N DB O LT I KÖ RF UB O LT I Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV 1113 Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV. – fyrst og fre mst ódýr! Grísakjöts-útsala 999kr.kg Verð áður 1524 kr. kg Grísakótilettur 34%afsláttur ÍS LE NS KT  Heilsa Nýjar opiNberar ráðleggiNgar um mataræði birtar Safi telst ekki með Aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða er meðal þess sem ráðlagt er í nýjum opinberum ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði. Safi úr grænmeti eða ávöxtum telst ekki með þegar hvatt er til þess að neyta 5 skammta af ávöxtum eða grænmeti á dag. e mbætti landlæknis gaf í vikunni út nýjar opin-berar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þar er meiri áhersla en áður lögð á umhverfismál og ef ráðlegging- unum er fylgt er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýra- afurða hjálpar til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Að auki er mælt með að skipuleggja vel innkaup og eldamennsku og þannig má draga úr matarsóun og vernda umhverfið. Íslenskar ráðleggingar um mataræði byggja á norrænu nær- ingarráðleggingunum. Norrænu næringarráðleggingarnar eru endurskoðaðar á um það bil átta ára fresti. Ráðleggingarnar eru fyrst og fremst forvarnarráðleggingar ætlaðar heilbrigðu fólki með það að markmiði að efla heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Í nýjum íslenskum ráðleggingum eru engar stórstígar breytingar heldur frekar breyttar áherslur. Nú er lögð rík áhersla á mataræðið í heild sinni og á mat úr jurtaríkinu sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi, svo sem á grænmeti, ávextir, ber, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. Meiri áhersla er á gæði fitu og kolvetna frekar en magn, það skiptir fyrst og fremst máli úr hvaða mat við fáum fituna og kolvetnin. Einnig er mælt með að borða feitan og magran fisk, olíur, fitu- minni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar. Hins vegar er mælt með að takmarka neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndi- bita og unnar kjötvörur. Með þessu mataræði er talin minni hætta á flestum fæðutengdum langvinnum sjúkdómum. Ítarlega umfjöllun um ráðleggingarnar er að finna á vefnum Landlaeknir.is Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ráðleggingarnar í hnotskurn: 1. Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni. 2. Ávextir og mikið af grænmeti. Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergil- kál, hvítkál og blómkál. 3. Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni. 4. Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur. 5. Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum. 6. Fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn eru 2 skammtar á dag. 7. Mýkri og hollari fita. Feitur fiskur, lýsi, jurta-olíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar upp- sprettur hollrar fitu. 8. Minna salt. Velja lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík og takmarka notkun á salti við matargerð. 9. Minni viðbættur sykur. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís. 10. Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Ráðlögð er fjölbreytni í hverri máltíð, þriðjungur grænmeti eða ávextir, þriðjungur heilkorna- pasta, hýðishrísgrjón, bygg kartöflur eða gróft brauð, og þriðjungur próteinrík matvæli svo sem fiskur, kjöt, egg eða baunir. Ljósmynd/ Landlaeknir.is Ráðlagt er að borða 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag eða minnst 500 grömm samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Ljósmynd/ NordicPhotos/Getty

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.