Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 60

Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 60
 Í takt við tÍmann HallfrÍður Þóra tryggvadóttir Rekur sælkeraeldhús með kærastanum Staðalbúnaður Ég hef rosalega mikinn áhuga á tísku og fallegum munum. Mér finnst gaman að versla erlendis og þá í litlum hönnunar- búðum ásamt Weekday & Other Stories. Hér heima er ég hrifnust af Aftur, Spútnik og Zöru. Ég er mikið fyrir hatta, áberandi skart og föt með sál. Ég er nær alltaf með skart frá Kríu og hálsmen frá Marokkó. Stíllinn minn er sambland af töffara og fínni konu, ég get þess vegna verið í pels og leðurbuxum við. Hugbúnaður Ég er rosa mikið fyrir kaffi. Mér finnst best að drekka ítalskt kaffi heima en það er líka ótrúlega huggulegt að fara á kaffihúsið Pallett, sem er nýtt og pinkulítið, í Hafnarfirði. Svo finnst mér yndis- legt að sitja og spjalla eða vinna á Kaffi- brennsl- unni. Ég reyni að sjá nær allar leik- sýn- ingar og horfi mikið á kvikmyndir. Um þessar mundir er ég að horfa á kóreskar kvikmyndir og óskarsmyndirnar. Ég geri ekki mikið af því að djamma, ég reyni frekar að nýta helgarnar í að hitta vinina. Vélbúnaður Ég er með Macbook Air og iPhone og finnst mjög þægilegt að vera með tölvu- póstinn í símanum og geta farið inn á samfélagsmiðla. Ég nota Facebook og Instagram mikið, ég er ekki en þeirra sem kommenta á allt en ég set inn gull- mola úr lífi mínu. Ég er meira í mynda- deildinni og set inn landslagsmyndir, vinamyndir eða myndir frá sérstökum tilefnum. Aukabúnaður Ég var mjög dugleg við að fara út að borða en er nú byrjuð að elda meira heima. Ég og kærastinn minn erum smám saman að færa okkur í þá átt að reka sælkeraeldhús heima. Við eldum tælenskt og ítalskt og bökum bæði brauð og kökur. Ég keyri um á Mözdu 3 sem er smábíll með sportívafi. Hann passar við mig, er bæði settlegur og töffaralegur. Ég hef gaman af að ferðast út á land og um síðustu helgi fór ég með frábæru fólki á Snæfellsnes. Þetta var leikhúsferð í storminum og við sáum leiksýninguna Mar sem fjallar um sjóslys. Þetta var æð- isleg ferð. Ég er farin að hlakka til að fá sumarið en nú er ég að skipuleggja sund- bíó sem verður laugardaginn 7. febrúar í Sundhöllinni. Þetta er hluti af Vetrarhá- tíð í Reykjavík, það er ókeypis inn og þetta mun krydda aðeins tilveruna. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er 24 ára og starfar sem verkefnastjóri viðburða og kynningarmála hjá kvikmyndahá- tíðinni RIFF og dagskrárstjóri Stúd- entakjallarans. Hallfríður útskrifast úr bókmenntafræði við HÍ í næsta mánuði með lögfræði sem aukafag. Hún er dugleg að horfa á bíómyndir og fara í leikhús og nýtur þess að drekka ítalskt kaffi. Lj ós m yn d/ H ar i  myndlist sýning arcangel Í HafnarHúsinu Stafræn tækni og list leidd saman Sýningin Margt smálegt eftir banda- ríska listamanninn Cory Arcangel verður opnuð í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, á morgun, laug- ardaginn 31. janúar, klukkan 16 að viðstöddum listamanninum. Sýning- arstjóri er Michael Bank Christoffer- sen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku. Cory Arcangel, fæddur 1978, hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar skapað sér nafn í listaheiminum sem frum- kvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list. Hann gerir teikning- ar, skúlptúra, ljósmyndir og mynd- bandsverk á stafrænu formi en hefur jafnframt vakið mikla athygli fyrir að breyta tölvuleikjum með því að hakka sig inn í tölvukóða, segir m.a. í tilkynningu Listasafnsins. Á sýningunni eru ný verk eftir listamanninn og úrval eldri verka sem hann hefur sérstaklega endur- unnið fyrir sýninguna. „Cory Arcangel hefur notið mik- illar velgengni og virðingar víða um heim og haldið fjölda sýninga í gall- eríum og þekktum söfnum eins og Carnegie Museum of Art, New Mu- seum of Contemporary Art, Whitney Museum of American Art, Barbican og MoCA í Miami. Verk hans má finna í safneignum MoMA, Smithsonian og Tate. Hann er einnig á mála hjá Team galleríinu í New York, Lisson galleríi í London og Thaddaeus Ropac galleríi í París og Salzburg.“ Sýningin stendur til 12. apríl næst- komandi. Cory Arcangel er frumkvöðull sem leiðir saman stafræna tækni og list. Síðasta útsöluhelgin 70% Nýjar vörur frá KLAPPARSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010 60 dægurmál Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.