Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 62
Bækur Ný Bók Jo NesBø Ber sama NafN og Bók Ágústs Þórs
Rithöfundur ósáttur
við yfirgang Forlagsins
Ágúst Þór Ámundason, sjómaður og rithöfundur, sendi frá sér spennusöguna Afturgangan
fyrir tveimur árum. Hann er ósáttur við að ný bók hins norska Jo Nesbø skuli gefin út undir
sama nafni. Framkvæmdastjóri Forlagsins vissi ekki af bók Ágústs en segir mörg dæmi þess
að bækur beri sömu heiti.
É g hefði kosið að mér hefði verið sýnd smá tillitssemi,“ segir Ágúst Þór Ámunda-
son rithöfundur.
Ágúst er ósáttur við útgáfu
Forlagsins á nýjustu bók norska
spennusagnahöfundarins Jo
Nesbø, Afturgangan, enda gaf
hann út samnefnda spennusögu
fyrir rúmum tveimur árum. Bók
Ágústs vakti nokkra athygli á sín-
um tíma og var til að mynda til-
nefnd til Blóðdropans, íslensku
glæpasagnaverðlaunanna. Það var
bókaútgáfan Tindur sem gaf út.
Rithöfundurinn furðar sig á því
að Forlagið, sem er stærsti bókaút-
gefandi landsins, skuli á tímum
upplýsingar notast við sama titil
og hann gerði.
„Þetta hefði verið sérstaklega
ljótt ef mín bók hefði komið út í
kilju í vor,“ segir Ágúst, ósáttur.
Þess má geta að bók hans er fá-
anleg í vefverslun Forlagsins.
Ágúst kveðst hafa kannað
réttarstöðu sína hjá Rithöfunda-
sambandinu og þar hafi hann
fengið þau svör að ein-
hver dæmi séu
þess að bæk-
ur sé gefn-
ar út með
sama
nafni. „Ég nenni ekki að vera
eitthvað leiðinlegur og fara út í
að kæra. Fyrir mér er þetta bara
spurning um prinsipp.“
„Mér þykir afar leitt að Ágúst
sé miður sín yfir þessu en hug-
myndin var alls ekki sú að stela
hugmynd hans að titlinum,“ seg-
ir Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, sem
gefur út bók Nesbø.
„Það eru hins vegar mörg dæmi
þess að bækur beri sömu heiti og
ég hef ekki miklar áhyggjur af því
að kaupendur muni rugla saman
nýrri bók Jo Nesbø og lögreglu-
sögu Ágústs Þórs,“ segir Egill
sem kveðst sjálfur ekki hafa lesið
bók Ágústs.
Í viðtali við Fréttatímann árið
2012 sagði Ágúst Þór frá tilurð
glæpasögu sinnar, Afturgöngunn-
ar. Bókina skrifaði hann mikið til
á frívöktum úti á sjó. „Þegar mað-
ur vinnur erfiðisvinnu er hugur-
inn oft á fullu og það er ágætt að
beisla hana með svona pælingum.
Þetta eru fínar aðstæður til þess
að tjasla saman atburðarás og
samtölum. Oftast er maður bara
með blað og penna í brjóstvas-
anum og punktar niður það sem
manni dettur í hug. Ég fæ oft
bestu hugmyndirnar á meðan
ég stend úti á dekki og er að
slægja þorsk,“ sagði Ágúst
árið 2012.
Höskuldur Daði
Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Ágúst Þór Ámundason sendi frá
sér spennusöguna Afturgangan
árið 2012. Hann er ósáttur við
að Forlagið gefi nú út þýdda
bók eftir hinn norska Jo Nesbø
með sama nafni. Ljósmynd/Hari
skemmtaNir Ási Á slippBarNum skipuleggur reykJavík Bar summit
Flottustu barþjónar í heimi keppa í Reykjavík
„Þarna verða barþjónar af flottustu
börum í heiminum í þessari kokteil-
senu,“ segir Ásgeir Már Björnsson,
barþjónn á Slippbarnum.
Ásgeir, eða Ási eins og hann er
jafnan kallaður, og félagar vinna nú
að skipulagningu Reykjavík Bar Sum-
mit sem haldið verður 23.-26. febrúar
næstkomandi í fyrsta sinn. Áætlað er
að hátíðin verði árleg hér eftir.
Ási segir að hingað til lands komi
barþjónar frá fjölmörgum börum í
Evrópu og Ameríku til að sýna snilli
sína. „Við látum þá hittast á hlutlausu
svæði og búum til skemmtilega upp-
lifun fyrir þá. Þeir keppa sín á milli og
það sem er óhefðbundið er að keppn-
in er ekki kostuð af áfengisframleið-
endum eða neinu slíku,“ segir Ási.
Það sem er líka óvenjulegt að um
er að ræða barakeppni, en ekki bar-
þjónakeppni. Það þýðir að barþjón-
arnir eiga að reyna að koma til skila
stemningunni af barnum sínum.
„Þeir eiga að búa til andrúmsloft og
drykki í stíl við það,“ segir Ási.
Keppnin verður opin almenningi
og hægt verður að kynna sér hana
og fleiri viðburði sem í boði verða á
reykjavikbarsummit.com. -hdm
Ási á Slipp-
barnum tekur
á barþjónum
af flottustu
börum heims
í Reykjavík í
næsta mánuði.
Ljósmynd/Hari
Stórval í mæjónesi
Tíu
þúsund
eintök
af
Nesbø
Tvö ár eru
síðan síðasta
bók norska
spennusagna-
höfundarins
Jo Nesbø kom út á íslensku og augljóst
er að aðdáendur hans hér á landi hefur
þyrst í nýja bók. Þeir voru bænheyrðir á
dögunum þegar Afturgangan kom út. Eins
og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku
voru fimm þúsund eintök prentuð í fyrstu
atrennu. Þau hafa selst með slíkum hraða
að Forlagið, sem nýlega tók við útgáfu á
bókum Jo Nesbø, hefur pantað önnur fimm
þúsund eintök úr prentsmiðjunni. Þetta
eru fáheyrðar tölur í bókaútgáfu á Íslandi
í janúar.
Perfume Genius á
Airwaves
Bandarísku sveitirnar Perfume Genius
og Ariel Pink eru meðal þeirra sem koma
fram á Iceland Airwaves tónlistarhá-
tíðinni í nóvember. Tilkynnt var um fyrstu
listamenn sem fram koma í gær en hátíðin
fer fram dagana 4.-8. nóvember. Auk þess
var tilkynnt að bresku lista menn irn ir BC
Camplig ht og East India Youth troði upp.
Þá heimsækir Wea ves frá Kan ada okkur
sömuleiðis. GusGus kemur aftur fram eftir
tveggja ára hlé auk Young Karin, Fufanu
og fleiri.
Eyrún Huld Magnúsdóttir, kennari við MA
og eiginkona söngvarans Magna Ásgeirs-
sonar, brá á það ráð að búa til óvenjulega
brauðtertu í vikunni. Til stóð að koma með
köku í kveðjuhóf fyrir landafræðikennarann
Jónas Helgason sem er að hætta kennslu
við Menntaskólann á Akureyri, og var
þemað tengt landa- og jarðfræði. Hún
fékk þá hugmynd að færa málverk
Stefáns frá Möðrudal, Stórvals, í
brauðtertu. „Eyrún var búin að berja
höfðinu við steininn í nokkra daga og fékk
enga hugmynd,“ segir Magni, eiginmaður
Eyrúnar. „Stórval var frændi hennar og
Herðubreið hangir hér uppi á vegg svo það
var ráðist í þetta verkefni. Ég hjálpaði til við
að skera út fjöllin og ég þurfti að fara þrjár
ferðir eftir meira brauði og mæjónesi,“ segir
Magni sem segir Gunnars mæjónes vera eina
mæjónesið sem virkar í brauðtertugerð.
Kakan varð hin glæsilegasta og aldrei að vita
nema þau hjónin ráðist í fleiri málverk þegar
fram líða stundir.
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
6
55
52
0
9/
13
62 dægurmál Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015