Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 64
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Bakhliðin
Hjartahlýr og
klár kökuskreytir
Nafn: Elísabet Grétarsdóttir
Aldur: 35 ára.
Maki: Jón Grétar Guðjónsson.
Börn: Nikulás Hrafn 6 ára og Ólafía
Gyða 4 ára.
Menntun: Bsc. í alþjóðamarkaðs-
fræði frá Tækniháskólanum og Msc. í
markaðsfræði frá Stokkhólmsháskóla.
Starf: Markaðsstjóri Arion banka, á leið
að verða markaðsstjóri hjá Battlefield,
EA Games.
Fyrri störf: Markaðsstjóri EVE Online
og sölumaður hjá Hug, hugbúnaðar-
fyrirtæki.
Áhugamál: Fólk, hin stafræna framtíð
mannkyns, sænskar súkkulaði-trufflur
og svo hef ég eytt 20 árum í að finna
hinn fullkomna maskara.
Stjörnumerki: Meyja.
Stjörnuspá: Eitthvað það liggur í
loftinu sem gerir þig óörugga. Líttu til
þess sem vel hefur gengið og er þér og
þínum til skemmtunar.
h ún Elísabet er bæði ótrú-lega klár og útsjónarsöm manneskja, sem hefur
ósvikinn áhuga á fólki og velferð
þess,“ segir Jón Gunnar Guðjóns-
son, eiginmaður Elísabetar. „Hún
er mjög drífandi og sér alltaf
björtu hliðarnar á hlutunum, sem
gerir hana að frábærum maka og
vini. Hún bakar og skreytir kökur
eins og vindurinn og nostrar
mjög við fjölskylduna á þann
hátt,“ segir Jón Gunnar.
Elísabet Grétarsdóttir var nýverið ráðin
markaðsstjóri eins stærsta og umfangs-
mesta tölvuleiks í heimi, Battlefield,
sem Electronic Arts, EA Games, gefur út.
Elísabet, sem hefur verið forstöðumaður
markaðssviðs Arion banka undanfarin
misseri, hefur víðtæka reynslu og þekk-
ingu á tölvuleikjaiðnaðinum en hún var
þar á undan markaðsstjóri EVE Online
tölvuleiksins.
Hrósið ...
... fær María Guðmundsdóttir
skíðakona, sem á miðvikudaginn
vann sigur í alþjóðlegu svigmóti sem
haldið var í Idra í Svíþjóð.
ElísabEt Grétarsdóttir
Silfurrefur
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 14.900,-
Mikið úrval af skinnvöru