Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 68

Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 68
vetrarhátíð 5.-8. febrúar 20154 Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar næstkomandi. Á hátíðinni fær magnað myrkur að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Safnanótt Safnanótt fer fram föstudagskvöldið 6. febrúar en þá munu yfir fjörutíu söfn í öllum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu opna dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 19 til miðnættis. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta sótt Safnanótt sér að kostnaðar- lausu og tekið sér far með sérstökum Safnanæturstrætó sem mun ganga á milli allra safnanna. Á Safnanótt gefst gestum tækifæri til að taka þátt í leik. Með því að svara þremur laufléttum spurningum og safna stimplum frá þremur mismunandi söfnum geta þátt- takendur unnið til veglegra verðlauna. Hægt verður að nálgast þátttökublað leiksins á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. Sundlauganótt Sundlauganótt fer fram laugardags- kvöldið 7. febrúar. Frítt verður í sund frá klukkan 20 til miðnættis í völdum sundlaugum í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og er gestum boðið að koma og njóta sérstakrar stemningar í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar. Á Ylströndinni í Nauthólsvík munu gestir getað slakað á og notið myrkursins baðaðir kyndla- ljósi. Á Sundlaugarnótt fer fram sér- stakur Sundlauganæturleikur. Hægt er að taka þátt í leiknum með því að svara laufléttri spurningu sem svar fæst við í sundlauginni sem sótt er. Þátttökublað leiksins er hægt að nálgast í öllum sundlaugunum og er skilað í þar til gerða kassa. Edmonton Calling Í fyrra var sú nýjung tekin upp á Vetr- arhátíð að bjóða gestaborg að taka þátt í hátíðarhöldunum. Í ár er Edmonton í Kanada gestaborg Vetrarhátíðar og munu listamenn frá borginni sameina krafta sína með íslenskum listamönnum undir nafninu Edmonton Calling. Boðið verður upp á ljóðakvöld í Ráðhúsinu og tónleika í Iðnó á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar, fimmtudaginn 5. febrúar. Bókmenntaborgin Reykjavík býður upp á ljóðakvöld þar sem fram kemur Mary Pinkoski, ljóðahöfundur frá Edmonton, ásamt Antoni Helga Jónssyni og Elíasi Knörr. Ljóðakvöldið hefst klukkan 20.30 og fer fram í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á tónleikunum munu tón- listarmenn frá Reykjavík og Edmonton stilla saman strengi sína og flytja tónlist hvers annars með skemmtilegri útkomu. Tónleikarnir fara fram í Iðnó og hefjast klukkan 21.30. Snjófögnuður Sérstök snjódagskrá er nýjung á dag- skrá Vetrarhátíðar í ár. Snjóbrettapartí verður á Arnarhóli á opnunarkvöldi hátíðarinnar 5. febrúar í boði Mint Snow í samstarfi við Bláfjöll þar sem færustu snjóbrettamenn sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið undir taktföstum skífuþeytingi plötusnúðs. Öllum er velkomið að mæta með skíði eða bretti og taka þátt. Dagskráin hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 21.30. Sunnudaginn 8. febrúar verður fjöl- skyldudagur í Bláfjöllum. Snjó og birtu verður fagnað í Bláfjöllum á lokadegi Vetrarhátíðar. Fjölskyldustemning verður í Bláfjöllum og afsláttur veittur af skíðum og brettum í leigu ókeypis verður fyrir 15 ára og yngri auk þess sem plötusnúður mætir á svæðið þeytir skífum frá klukkan 14.00. Skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 17. HEimSdagur barna Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 7. febrúar. Dagurinn hefur lengi verið órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar. Í ár verður sú breyt- ing á að auk listasmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði á fleiri starfs- stöðum Borgarbókasafns; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Á Heims- deginum býðst börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra að kynnast öðrum menningarheimum með því að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðjum og njóta margs konar skemmtunar. Í smiðjunum verður meðal annars hægt að hanna sinn eigin vampírubúning, gera efnafræðibrellur með dularfullum vökvum, skapa sitt eigið furðugæludýr og dulbúast með glæsilega grímu. Dag- skrá Heimsdagsins er birt á sjö tungu- málum auk íslensku og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. ljóSliStavErk Ljóslistaverk af ýmsu tagi hafa sett sterkan svip á Vetrarhátíð í gegnum tíðina. Í ár mun Marcos Zotes opna Vetrarhátíð 2015 á fimmtudagskvöldið með ljósainnsetningunni Ljósvörðu sem umbreytir Hallgrímskirkju og þekur yfirborð þessa þekkta kennileitis í kraftmikilli sjónrænni upplifun. Sama kvöld mun hinn margrómaði ljósalista- maður Jakob Kvist sýna verk sitt „Hvaða lit sem þú vilt“ á Austurvelli. Verkið samanstendur af 60 flúrlýstum túbum, raðað hlið við hlið í sexhyrndu formi. Áhrifavaldur verksins er litahjólið úr bokinni „Theory of Colours“ eftir Johann Wolfgang von Goethes. Félagar úr Ljóstæknifélagi Íslands munu setja upp Skuggaspil í Perlunni og mun gestum gefast kostur á að leika sér við skuggann sinn í margbreytilegum litum og lögun. Gosbrunninum í Perlunni verður einnig umbreytt, en hann mun þeytast upp úr dulúðlegum kjallaranum í mettum ljóslitum. Aðalinngangur Perlunnar verður einnig með breyttu sniði. Lifandi ljós í litum og hreyfingu mun leika um bogadregið glerþak inngangsins, auk þess sem trick lampar munu gefa ákveðin form sem gestir fylgja á leið sinni inn í húsið. Dagskráin í Perlunni hefst strax á fyrsta degi Vetrarhátíðar. Glerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með Vetrarhátíðarverki sem Ólafur Elíasson hannaði sérstaklega fyrir Vetrarhátíð í fyrra og heitir „Holding hands with Reykjavík.“ Gestir Vetrarhátíðar geta séð þetta ljóslistaverk Ólafs Elíassonar þá daga sem hátíðin stendur yfir, en síðan verður því skipt aftur út fyrir hefðbundar ljósaraðir frá Ólafi sem eru í eigu Hörpu. MeginViðburðir VetrarhÁtíðar V etrarhátíð er haldin á stór Reykja-víkursvæðinu og munu öll bæjar-félög taka þátt. Stærstu viðburðir hátíðarinnar eru Sundlauganótt og Safnanótt ásamt ljóslistaverkum sem munu lýsa upp skammdegið á ævintýra- legan hátt. Aðrir skemmtilegir viðburðir há- tíðarinnar eru Edmonton Calling tónleikar og ljóðakvöld og Heimsdagur barna. Einnig verður boðið upp á sérstaka snjódagskrá fyrir áhugafólk um vetraríþróttir. Undirbúningur fyrir Vetrarhátíð hefur staðið yfir síðan í október og heldur starfs- fólk Höfuðborgarstofu utan um framkvæmd hátíðarinnar. „Megintilgangur Vetrarhá- tíðar er að skapa skemmtun í skammdeg- inu,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Vetrarhátíðar. Á Vetrarhátíð er unnið með myrkrið þar sem ljóslistaverk fá að njóta sín og fólki er gefinn kostur á að njóta menningar og skemmtunar á þessum dimmu og löngu vetrardögum. Vetrarhátíð samanstendur af sex meginviðburðum og þar undir eru samanlagt yfir 200 viðburðir. „Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er fjölskyld- an, saumaklúbburinn, vinahópurinn eða annað.“ Sigríður Dögg segir sérstöðu Vetrarhá- tíðar felast í að hún fer fram í öllum sveitar- félögum höfuðborgarsvæðisins. „Markmið- ið er að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti sótt viðburði í sínu nágrenni.“ Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardög- um þar sem magnað myrkur fær að njóta sín. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir íbúar höfuðborgarsvæðisins geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru yfir alla hátíðina. Hefðbundnir sem óhefðbundnir listunnendur ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynna sér betur dagskrána á heimasíðu Vetrarhátíðar, www.vetrarhatid.is Magnað myrkur í bland við ljós- listaverk á Vetrarhátíð Verk eftir Marcos Zotes

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.