Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 70

Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 70
vetrarhátíð 5.-8. febrúar 20156 Magnús Árnason og Davíð Arnar Oddgeirsson standa fyrir snjóbrettapartýi við Arnarhól á Vetrarhátíð. Ljósmynd/Hari Listasafn Reykjavíkur býður gestum Safnanætur í opnunarpartí sýningar- innar Nýmálað 1 þann 6. febrúar. Listasafn Reykjavíkur býður í partí á Safnanótt Safnanótt verður föstudaginn 6. febrúar en hún er hluti af Vetrarhátíð. Listasafn Reykjavíkur, sem samanstendur af Hafnarhúsinu, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni, stendur fyrir margs konar við- burðum á Safnanótt þar sem myndlist og tónlist er blandað saman á líflegan og skemmtilegan hátt. Á Kjarvalsstöðum verður ör-námskeið í listmálun fyrir 14 ára og eldri. Yfirskrift námskeiðsins er Varúð: Nýmálað og mun myndlistarmaðurinn Þor- valdur Jónsson leiðbeina þátttak- endum, en hann tekur þátt í sam- sýningunni Nýmálað 1 sem sett verður upp í Hafnarhúsi og á Kjar- valsstöðum í vetur. Um er að ræða svokallað örnámskeið, en það fer fram milli klukkan 19 og 21 á Safna- nótt. Varúð: Nýmálað er fyrsta ör- námskeiðið af mörgum sem verða í boði í vetur. Kjarval á pólsku og tónleikar Tríós Reykjavíkur Wiola Ujazdowska, listfræðingur frá Póllandi sem búsett er á Íslandi, stýrir leiðsögn á pólsku um sýning- arnar á Kjarvalsstöðum og segir frá sögu Listasafns Reykjavíkur. Á Kjarvalsstöðum má sjá sýningarnar Einar Hákonarson: Púls Tímans og sýninguna Ljóðrænt litaspjald, með verkum úr safneign Kjarvals. Leið- sögnin fer fram milli klukkan 21.30 og 22.30. Tríó Reykjavíkur mun svo halda kvöldtónleika innan um verk Kjarvals og hefjast þeir klukkan átta. Tríóið er skipað Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara. Gleymdar langanir og tón- leikar á Ásmundarsafni Kathy Clark fjallar um verk sitt á ensku, á sýningunni A posteriori: Hús, höggmynd. Kathy býr til inn- setningar sínar úr tilbúnum hlutum, fundnum hlutum og orðum og hún notar hluti og tákn til að sýna til- finningalegar eða sálrænar upplif- anir sem algengar eru í nútímasam- félögum. Leiðsögnin mun fara fram milli klukkan 19 og 20. Klukkan 21 hefjast svo tónleikar með Duo Harp- verk, en dúettinn var stofnaður árið 2007 af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink. Opnunarpartí sýningarinnar Nýmálað 1 Stærst i v iðburður Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt er án efa opnun sýningarinnar Nýmálað 1. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Til að gefa yfirlit um stöðu mál- verksins á Íslandi efnir safnið til tveggja sýninga í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum þar sem verk 85 starfandi listmálara eru sýnd. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtíma- málverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Opnunin fer fram í Hafn- arhúsinu á Safnanótt milli klukkan 20 og 24. Efnt verður til heljarinn- ar veislu og mun plötusnúðurinn Crystal Karma halda uppi fjörinu frá klukkan 20.30 til miðnættis. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, kynningar-og markaðsstjóri Lista- safns Reykjavíkur, segir að lögð sé áhersla á að bjóða upp á skemmtilega og líflega dagskrá en auk hennar eru alls sex sýningar í gangi í Listasafni Reykjavíkur. Ungir sem aldnir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Safnanótt Vetrarhátíðar. Unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur Snjórinn spilar stórt hlutverk á Vetrarhátíð Sérstök snjódagskrá er nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar í ár. Snjó- brettapartý verður á Arnarhóli á opnunarkvöldi hátíðarinnar, 5. febrúar, og á lokadeginum, 8. febrúar, verður fjölskyldudagur í Bláfjöllum. V etrarhátíð hefur hingað til lagt áherslu á listir og sund og okkur fannst vanta við- burð sem einkennir veturinn á Ís- landi. Þá kom snjór að sjálfsögðu fyrst upp í hugann og til varð sú hug- mynd að gera einfalda brettaaðstöðu í Reykjavík,“ segir Magnús Árnason sem situr í stjórn Vetrarhátíðar og er framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu. Snjóbrettapallur við Arnarhól Hugmyndin vatt svo upp á sig og var Davíð Arnar Oddgeirsson sem starfar hjá sprotafyrirtækinu Mint Snow fenginn til liðs við hátíðina, en hann sér meðal annars um gerð sérstaks snjóbrettapalls sem verður settur upp við Arnarhól. „Á opnun- arkvöldi Vetrarhátíðar sem fer fram 5. febrúar munu færustu snjóbretta- menn sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið á snjóbrettapallin- um við Arnarhól undir taktföstum skífu þeytingi plötusnúðs,“ segir Magnús. Dagskráin hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 21:30. Gest- ir Vetrarhátíðar eru hvattir til að mæta með sín eigin snjóbretti eða free style skíði og leika listir sínar. Magnús vonast til að veðurguðirn- ir muni hugsa til þeirra en ef þarf verður snjórinn einfaldlega fluttur úr Bláfjöllum. „Það þarf alltaf að vera með eitthvað varaplan á svona viðburðum.“ Fjölskyldudagur í Bláfjöllum Sunnudaginn 8. febrúar verður svo fjölskyldudagur í Bláfjöllum. „Þar munum við fagna snjónum og birtunni í sannkallaðri fjölskyldu- stemningu. Afsláttur verður veitt- ur af skíðum og brettum í leigu og ókeypis verður fyrir 15 ára og yngri,“ segir Magnús. Einnig stend- ur til að bjóða upp á alls konar tón- listaratriði í Bláfjöllum þennan dag. Skíðasvæðið verður opið frá klukk- an 10 til 17. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is T vær sýningar standa nú yfir í Hafnarborg. Sýning-in Neisti fer fram í Sverris- sal, en þar eru sýnd málverk og teikningar eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966), sem bjó í Hafnarfirði og nánast allt sitt líf og lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf tuttugustu aldar. Á Safnanótt mun Ólöf K. Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Hafnarborg- ar, leiða gesti um sýninguna. Leið- sögnin hefst klukkan 20.45. Klukkan 21.15 hefst listamanna- spjall með Heklu Dögg Jónsdótt- ur myndlistarmanni þar sem hún ræðir við gesti um þá svarthvítu veröld sem hún hefur skapað fyrir sýninguna Framköllun. Sýningin er sjálfstæður svarthvítur heimur þar sem sköpun, úrvinnsla, miðlun og viðtaka listaverks eiga sér stað í sama rými. Áslaug Íris Friðjónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Hafnarborgar, segir að líta megi á listakonurnar tvær sem fulltrúa ólíkra tíma bæði hvað varðar þá hugmynda- og aðferðafræði sem einkenna vinnu listamannsins og þá stöðu sem konur taka sér í samfé- laginu og innan listheimsins. „Í ár eru auk þess liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt og það er áhuga- vert að horfa á sýningarnar tvær með það í huga,“ bætir Áslaug við. Á Safnanótt mun listfræðingur- inn Karolina Boguslawska bjóða upp á leiðsögn á pólsku um sýning- arnar tvær. Þetta er því tilvalin leið fyrir pólskumælandi listunnendur til þess að kynnast listasafninu og starfsemi þess betur. Ýmislegt annað verður í boði fyrir gesti Safn- anætur í Hafnarborg. Hægt verður að skyggnast á bak við tjöldin, en gestum er boðið að skoða þau undur sem leynast í geymslum safnsins í fylgd starfsmanna. Í Portrettsmiðju fyrir fjölskyldur fá börn og foreldr- ar þeirra tækifæri til að leyfa sköp- unargleðinni að leika lausum hala og gera andlitsmyndir af hvor öðru. Dagskráinni lýkur á hláturjóga með Sölva Avo Péturssyni, hlátur- jógaleiðbeinanda. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jóga- öndun og hefur þann tilgang að efla og styrkja líkama og sál. „Það er því tilvalið að enda kvöldið með brosi á vör og kátum hlátri,“ segir Áslaug, en hún og aðrir starfsmenn Hafnar- borgar munu taka vel á móti gestum Safnanætur næstkomandi föstudag. Unnið í samstarfi við Hafnarborg Listamannaspjall og hláturjóga í Hafnarborg Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, mun taka þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.