Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 08.02.2013, Qupperneq 40
SóríaSiS Fæst í heilsubúðum og apótekum Græðikremið hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér en ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í 4 mánuði og er mjög góður í húðinni. Kristleifur Daðason www.annarosa.is 40 heilsa Helgin 8.-10. febrúar 2013  LífsstíLL HeLga Marín er MarkþjáLfi 15% afsláttur Gildir út febrúar 1 Okkur mistekst að for-rita undirmeðvitund- ina upp á nýtt. Þar sem undirmeðvitundin stýrir 90% af daglegri hegðun, tilfinningum og hugsunum er mikilvægt að skilja hvernig vinna megi með þann hluta heilans til að ná árangri til frambúðar. Þegar þér tekst að forrita undirmeðvitundina upp á nýtt er eins auðvelt að viðhalda góðum venjum og það var áður að við- halda þeim slæmu. Hefur unun af því að hjálpa öðrum á þeim rúma áratug sem Helga Marín Berg-steinsdóttir hefur búið í Dúbaí hefur hún unnið sér sess sem þekktur heilsufræðingur með fjöl- breyttu námskeiðahaldi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Auk þess hefur Helga á undanförnum árum skrifað yfir 100 greinar í 30 mismunandi blöð og tímarit ásamt því að hafa margoft komið fram í sjónvarps- og útvarpsvið- tölum í Dúbaí. Helga er menntuð frá Svíðþjóð með BA í sálfræði og BA í íþrótta- og næringarfræði en einnig er hún master í NLP fræðum og „lifecoach“. „Ég kalla mig „Inspirational speaker and Health and Wellness coach“ og það er ástæða fyrir því að ég nota orðið „inspiration“ frekar en motivation“, eða markþjálfun. Munurinn er sá að þegar þú „mótív- erar“ fólk til að breyta lífi sínu á einn eða annan hátt notar þú utanaðkomandi öfl til að hjálpa viðkomandi að ná settu marki,“ segir Helga sem segist ekki líta á þetta sem vinnu heldur hafi hún mikla unun af því að hjálpa öðrum. Sjálf hafi hún átt erfitt uppdráttar í skóla og hún tengdi slæmar minningar úr æsku gjarnan við hreyfingu. Úr öllu slíku þurfi að vinna til þess að árangur náist. „Ég fæddist ekki sem sófaslytti heldur varð sú reynsla sem ég varð fyrir í skólanum þess valdandi að ég hataði íþróttir þegar ég var barn. Ég var til dæmis alltaf valin síðust í lið og einnig gerðu krakk- arnir grín að mér þegar ég flæktist fyrir í bolta- leikjunum. Svo var ég var líka frekar stórbeinótt og klunnaleg sem ekki bætti úr skák og tók ég því snemma upp á því að fara í endalausa megrunarkúra. Megrunarkúrarnir gengu yfirleitt oft út í öfgar eins og hjá flestum. Annaðhvort svelti ég mig eða þá að ég datt í sælgætis-ofát. Móðir mín sagði mér frá því að þegar ég var aðeins 3 ára ofbauð henni fíkn mín í sætindi. Einn daginn setti hún heila Mackintosh- dollu fyrir framan mig í þeim tilgangi að ég myndi borða yfir mig og þar af leiðandi fá ógeð á súkkulaði fyrir lífstíð. Því miður kom hún að mér 2 klukkutím- um síðar þar sem ég var búin að klára allt úr dollunni og bað um meira. Sagan olli því að ég taldi mér trú um að þetta væri meðfædd fíkn sem ég myndi aldrei losna við,“ segir Helga en hún hefur einnig haldið námskeið við sykurfíkn. Helga segir að hugtakið megrun beri með sér nei- kvæða merkingu og því forðast hún algjörlega að nota það. Hún segir að stíf megrun bæli niður efnaskipti í líkamanum á tvo vegu. Líkaminn fari annarsvegar í hungurástand og heldur í allar þær kaloríur sem koma inn og minnkar því brennslu. Síðan noti líkaminn vöðvavefinn frekar en fituvefinn til að búa til orku. Við það að missa vöðvamassa minnkar brennslan enn meira þar sem meiri vöðvar auka brennsluna. „Það mikilvægasta sem ég hef lært er að við getum aðeins það sem við trúum að við getum og það er alltaf hugurinn sem við erum að fást við þegar við rekumst á hindranir eða eigum við vandamál að stríða. Því tel ég mikilvægt að vinna með hugann og forrita hann til léttara lífs.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Helga Marín Bergsteinsdóttir er heilsu- og íþróttafræðingur sem búið hefur í Dúbaí síðastliðin 13 ár. Þar rekur hún eigið fyrirtæki, Health, Mind and Body (HMB). Hún heldur námskeið fyrir Íslendinga í febrúar þar sem hún hjálpar fólki við að breyta um lífsstíl á áhrifaríkan hátt og fyrirbyggja og veita lausnir gegn sjúkdómum. Hún er með sjálfseflingar- og aðhaldsnámskeið og vinnur að streitulausnum. 2 Flestir sem vilja breyta um lífsstíl en mistekst aftur og aftur tengja frekar neikvæðar tilfinningar en jákvæðar við breytingaferlið. Ef þér finnst það að hreyfa þig og borða hollan mat leiðinlegt og tímafrekt tilheyrir þú þessum hópi. Þú getur lært að breyta upplifun þinni á hreyfingu og hollustu. Þú getur lært að njóta þess að borða hollan mat og hreyfa þig. 3 Flestir sem hafa reynt að breyta um lífsstíl með ströngu mataræði og tilheyrandi eru búnir að bæla niður efnaskipti líkamans sem gerir það mjög erfitt að losna við aukakílóin. Helga hannaði námskeiðið „Léttara líf“ með þessi þrjú atriði í huga, en hún leggur mikla áherslu á að lífsstílsbreytingin sé þægileg og skemmtileg svo varanlegur árangur náist. Helga er meðal annars markþjálfi og hún hjálpar fólki að ná langtímamarkmiðum sínum. Hægt er að nálgast allar upp- lýsingar um léttara líf Helgu og næstu námskeið á vefsíðu hennar www.healthmindbody.net Krakkarnir fagna púðursnjónum á Skíðasvæðunum.  skíði Opið í BLáfjöLLuM Og skáLafeLLi uM HeLgina Púðursnjór út um allt Nú eru leikar heldur betur farnir að æsast á Skíðasvæðunum. Útlit er fyrir gott færi í Bláfjöllum og Skála- felli um helgina. Á laugardag og sunnudag verð- ur opið í Bláfjöllum og Skálafelli klukkan 10 -17. Bretta- og/eða Skíðaskóli Bláfjalla verður í fullum gangi. Skráning fer fram á midar@ skidasvaedi.is. Þeir eru starfræktir frá klukkan 11-15 með matarpásu í hádeginu. Verð er kr. 6000 og matur er innifalinn. Í Bláfjöllum og Skálafelli er fullt af nýjum snjó og hægt að finna púð- ur út um allt. Hægt er að fylgjast með opnun- artíma í Bláfjöllum og Skálafelli á heimasíðunni Skidasvaedi.is og á Facebooksíðu Skíðasvæðanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.