Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 60
Í takt við tÍmann UnnUr EggErtsdóttir
Dansar á b5 þar til súrefnið klárast
Unnur Eggertsdóttir er tvítugur stúdent úr Verzló sem sló í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins um síðustu
helgi. Unnur vinnur á auglýsingastofu, kennir dans og treður upp í hlutverki Sollu stirðu í Latabæ. Hún keyrir
um á gulllituðum Volkswagen Golf sem á ekki langt eftir.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn er mjög stelpulegur
og þægilegur. Ég á eftir að læra að
meta dýrar og vandaðar flíkur þannig
öll mín föt eru úr H&M eða „second
hand“ búðum. Ég þroskast kannski
seinna upp í þetta „gæði ofar magni“
mottó sem þykir svo smart. Ég á
reyndar mjög vandað úr sem amma og
afi gáfu mér í fermingargjöf sem ég er
með á hverjum degi og svo fékk ég fal-
legan hring frá Nemendafélagi Verzló
fyrir að hafa setið í stjórn í fyrra. Ei-
lífðarverzlingurinn sem ég er mun
aldrei taka hann af.
Hugbúnaður
Ég bý í Skerjafirðinum og vinn á aug-
lýsingastofunni Jónsson & Le’macks
sem er niðri í bæ þannig ég fer sjaldn-
ast út úr 101 Reykjavík. Nema til að
kenna dans eða fara á æfingu,
þá fer ég upp í World Class í
Laugum. Ég hef sjaldn-
ast tíma eða nennu
til að horfa á heila
bíómynd þannig
ég er mikil þáttamanneskja. Uppá-
halds þættirnir mínir eru Girls, Parks
and Recreation og bandaríska Office.
Við vinkonurnar erum duglegar að
hittast á kaffihúsum og þá verður
Laundromat oftast fyrir valinu eða
Prikið. Sushi samba er líka æði þegar
við viljum gera vel við okkur.
Vélbúnaður
Ég Apple-væddist á síðasta ári og er
með iPhone 4s og Macbook Air. Held
að ég fari aldrei aftur í Windows eða
Nokia eftir að hafa orðið háð þessari
snilld. Uppáhalds appið mitt er að sjálf-
sögðu Facebook og Instagram. Svo er
Endomondo algjör snilld á sumrin þeg-
ar ég reyni að vera dugleg að hlaupa.
Það mælir vegalengd og hraða og svo
get ég fylgst með hvað vinir mínir eru
að hlaupa mikið. Þá fæ ég samt oftast
minnimáttarkennd. Ég prófaði að vera
á Twitter á sínum tíma en fannst svo
erfitt að fylgjast með öllu þannig ég
gafst upp. Svo elska ég að skoða gif-síð-
ur og finnst Berglind Festival klárlega
það fyndnasta sem til er á netinu.
Aukabúnaður
Þegar kemur að snyrtivörum á ég líka
eftir að læra að nota dýrt og vandað. Ég
keypti minn fyrsta Mac augnskugga
um daginn, annars samanstendur
snyrtidótið mitt af ýmsu sem konan í
apótekinu mælti með. „Body lotionið“
mitt er þó heilagt og nota ég aðeins
Coconut Passion frá Victoria’s Secret.
Þá finnst mér ég vera jafn fín og brasil-
ísku „Englarnir“. Aðal áhugamálin mín
eru að syngja, dansa og leika. Bæði að
leika upp á sviði eða bara við vini mína.
Ég á lítinn, þreyttan, gulllitaðan Golf
sem fer alveg að gefast upp á mér en
þraukar enn. Það verður sorgardagur
þegar hann kveður þennan heim. Þeg-
ar ég fer í bæinn finnst mér skemmti-
legast að fara eitthvert þar sem við
stelpurnar getum dansað frá okkur allt
vit. Því verður b5 oftast fyrir valinu, en
bara fyrir klukkan 2 því annars verður
maður undir í troðningi og fer að þjást
af súrefnisskorti. Þá færum við okkur
yfir á Prikið eða Faktorý. Svo hitti ég
líka Dóra frænda svo oft á b5 að ég þarf
að fara að hætta að fara þangað.
Unnur Eggertsdóttir kaupir föt
í H&M og „second hand“ búðum.
Uppáhalds kaffihúsin hennar eru
Laundramat og Prikið. Ljósmynd/Hari
8 ára reynsla í
meðgöngu- og brjóstagjafafatnaði!
Holtasmára 1 S. 517 8500
Nýjasti meðlimur
í Tvö líf væntanlegur
Vor og sumarvörur streyma inn
Útsölulok aðeins 4 verð
1000 - 2000 - 3000 - 4000
www.tvolif.is
Átta liða úrslit Í gEttU bEtUr
MR gegn MA í kvöld
Á tta liða úrslit í Gettu betur hefjast í Sjónvarpinu klukkan 20 í kvöld. Það
eru lið Menntaskólans í Reykjavík
og Menntaskólans á Akureyri sem
mætast að þessu sinni.
Höfundar spurninga og dóm-
arar eru þau Þórhildur Ólafsdóttir
og Atli Freyr Steinþórsson. Spyrill
keppninnar er Edda Hermanns-
dóttir.
Fréttatíminn tók púlsinn á kepp-
endum liðanna í vikunni og fékk
að hlera hvaða lög þeir hlusta á
til að koma sér í rétta gírinn fyrir
keppnina í kvöld.
Frá vinstri Örn Dúi, Jóhann Viðar og Jóhann Ólafur.
Frá vinstri eru þeir Grétar Þór, Þorsteinn Gunnar og Grétar Guðmundur.
Lið MR
Grétar Þór Sigurðsson:
Æri-Tobbi með Þursaflokknum
Grétar Guðmundur Sæmundsson:
Homeward Bound með Simon & Garfunkel.
Þorsteinn Gunnar Jónsson:
Hate Being Sober með Chief Keef.
Lið MA
Örn Dúi Kristjánsson:
Valkyrjureiðin eftir Wagner.
Jóhann Viðar Hjaltason:
Sledge Hammer með DJ Gabriel.
Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson:
Unwritten með Natasha Bedingfield.
60 dægurmál Helgin 8.-10. febrúar 2013