Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Á rið 2013 er senn á enda liðið. Margs er að minnast þegar viðburðir árs- ins eru rifjaðir upp og erfitt að gera upp á milli margra þeirra. Unglinga- landsmótið á Höfn í Hornafirði, Landsmótið á Selfossi, Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal, almenningsíþróttaverkefnin, starfsemin í Ungmenna- og tómstundabúðunum á Laug- um, heimsóknir til sambandsaðila og sam- starfsaðila UMFÍ og ársþing UMFÍ eru meðal þeirra viðburða sem koma fyrst upp í hug- ann, auk vissunnar um öll þau verkefni, stór og smá, sem grasrótin vinnur að á sínum vett- vangi. Öllum þeim sem hafa komið að og tekið þátt í starfsemi ungmennafélagshreyf- ingarinnar færi ég kærar þakkir fyrir árangurs- ríkt starf, gott samstarf og góð samskipti. Árið 2014 gengur senn í garð og vonandi verður það íþrótta- og æskulýðsstarfinu í landinu happadrjúgt. Ýmis teikn eru þó á lofti sem gera það að verkum að áhyggjur kvikna um að starfsemin muni eiga erfitt um vik. Óneitanlega hefur maður af því áhyggjur að tekjur til starfseminnar eru sífellt að drag- ast saman. Þrátt fyrir góð fyrirheit hefur stjórn- völdum ekki tekist að standa með okkur vörð um það mikilvæga starf sem við stöndum fyrir og höldum úti. Þetta segi ég vegna þess að fjárframlög hins opinbera til íþrótta- og æskulýðssamtaka hafa dregist saman jafnt og þétt frá 2008. Þessi staðreynd gerir það að verkum að alltof mikill tími fer í það hjá forystufólki og sjálfboðaliðum félaga og sam- taka að afla fjár til starfseminnar. Þetta er svo sem ekki eitthvað sem við erum að standa frammi fyrir í fyrsta sinn en það er erfiðara að fá fjármagn og það fer lengri tími og mikil orka í það hjá fólki að ná í fjármagnið svo ekki sé nú minnst á það bil sem hið opinbera skil- ur eftir, sem þarf að brúa. Þrátt fyrir þetta hefur okkur tekist að halda úti öflugu starfi og við höfum ekki látið deig- an síga. Fyrir þennan dugnað og einurð vil ég þakka ykkur en um leið hvetja ykkur, ágætu félagar, til þess að gefa hvergi eftir við þessi skilyrði svo við náum að vinna áfram þau góðu verk sem vinna þarf hvern einasta dag. Laun erfiðisins eru öll þau fallegu bros og sú mikla gleði sem sjá má og finna hjá öllu því fólki sem nýtur þess að taka þátt í því sem er í boði. Svo við minnumst nú ekki á for- varnirnar sem felast í þátttökunni og spara þjóðarbúinu mikil útgjöld á öðrum sviðum. Kærar þakkir fyrir árangursríkt starf Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar eru bætt lýðheilsa og forvarnastarf meðal for- gangsverkefna og samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliðastarf innan þeirra viðurkennt. Í sáttmálanum er lýst yfir vilja til þess að greiða götu slíkrar starfsemi og mikilvægi félagasamtaka til að vinna að því markmiði að efla og bæta íslenskt samfélag. Okkur, sem vinnum í þriðja geiranum, var það mikið fagnaðarefni að lesa þessar yfirlýsingar í stjórnarsáttmálan- um. Það er grasrótinni mikilvægt að upplifa hið samfélagslega mikilvæga og skilgreinda hlutverk sitt með þeim hætti sem í honum er lýst. Nú bíðum við spennt eftir því hvort ríkisstjórn og stjórnvöld fylgi eftir þessum góðu fyrirætlunum, ekki bara með orðum heldur einnig í verki. Mörg spennandi verkefni bíða okkar á nýju ári, m.a. Unglingalandsmót á Sauðár- króki og Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík ásamt fjöldanum af öðrum verkefnum. Ver- um virk í starfinu á nýju ári, fáum fleiri til að taka þátt, ræktum líkama og sál og látum gott af okkur leiða. Ungmennafélagar, verum öflug á nýju ári og látum hendur standa fram úr ermum. Fyrir hönd stjórnar og starfsmanna Ung- mennafélags Íslands óska ég ykkur gleðilegs nýs árs með óskum um gott og farsælt sam- starf og samskipti á nýju ári. Íslandi allt! Helga Guðrún Guðjónsdóttir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: Frá fundi starfsmanna og stjórnar UMFÍ í desember sl. Ungmennaráð UMFÍ hefur síðustu ár haldið svokallaðar skemmti- helgar. Þessar helgar eru haldnar tvisvar á ári og eru opnar öllum 16–30 ára. Vímuefni eru með öllu bönnuð. Helgina 15.–17. nóvember var helgin haldin á Sólheimum í Gríms- nesi en leigt var gistihús á staðnum til afnota. Helgarnar eru haldnar í þeim tilgangi að ungt fólk, sem hefur ákveðið að sniðganga áfengi og önnur vímu- efni, geti hist og skemmt sér saman. Þátttakendur mættu á föstudags- kvöldi og byrjað var á nokkrum nafna- og icebreaker-leikjum til að hrista hóp- inn saman. Það kemur alltaf jafn mikið Vel heppnuð skemmtihelgi hjá ungmennaráði á óvart hvað stuttan tíma tekur fyrir krakkana, sem mæta, að verða ófeimin við þá sem þeir þekkja ekki og koma sjálf með hugmyndir að hlutum til að gera saman. Um helgina var farið í göngutúr um Sólheima í snjónum, farið í sund, kynnt starfsemi ungmennaráðsins og farið í alls konar leiki, bæði í íþróttahúsinu og á gistihúsinu. Mikil samvinna er milli fólks en á milli dagskrárliða hjálpuðust allir að við að taka til eða gera matinn kláran. Seinasta daginn var farið í nokkra kveðjuleiki og svo var ekið aftur heim eftir vel heppnaða skemmtihelgi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.