Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Síða 4

Skinfaxi - 01.11.2013, Síða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands F orvarnastarf er samofið starfi íþrótta- og héraðssambanda. Margar leiðir hafa verið farnar í þeim efnum, stuðst við fræðslu, íþróttaiðkun, vitundar- vakningu og margt fleira. Í gegnum tíðina hefur það verið talin ein helsta forvörnin gegn ávana- og fíkniefnum að börn og ungmenni stundi íþróttir eða taki þátt í skipulögðu félagsstarfi. Sum íþróttafélög hafa gengið skrefi lengra og látið þá sem æfa og keppa með t.a.m. meistaraflokkum skrifa undir samning þar sem þeim er gert skylt að vera tóbakslausum. Lýðheilsustöð, sem var og hét, útbjó texta sem íþrótta- félög gátu gert að sínum í tengslum við slíka samninga við iðkendur félagsins. Svo eru íþróttafélög sem hafa látið yngri flokka skrifa undir vímuvarnasamning og hafa oftar en ekki haft gulrót á endanum eins og að fá þátttökurétt á móti erlendis á veg- um félagsins. Í þessu samhengi er vert að nefna Íþróttafélagið Völsung sem hefur gert þetta frá árinu 2004 meðal knatt- spyrnuiðkenda sem eru í 3. og 4. flokki. Þeir iðkendur sem standast vímuvarna- samninginn fá að fara í keppnisferð erlendis ásamt því að uppfylla lágmarks- mætingu á æfingar. Framhaldsskólinn á Húsavík býður svo nemendum sínum upp á afreksmannabraut í samstarfi við Völs- ung. Á þeirri braut skrifa nemendurnir und- ir sams konar vímuvarnasamning og geta unnið sér inn aukaeiningar með íþrótta- ástundun sinni. Þessi braut er því fyrir þá sem kjósa lífsstíl án vímuefna. Athygli vekur að vímuvarnasamningur Völsungs virðist hafa veruleg áhrif á lifn- aðarhætti nemenda í Framhaldsskólan- um á Húsavík. Samkvæmt skýrslum Rann- sóknar og greiningar haldast unglings- stelpur í Framhaldsskólanum á Húsavík mun lengur í íþróttum en víða annars staðar á landinu, ásamt því að tíðni áfengis- og tóbaksneyslu er með því lægsta sem um getur í framhaldsskólum á Íslandi. Útfærsla Völsungs er snilldarleg í ljósi tölulegra upplýsinga Rannsóknar og greiningar á tíðni tóbaks- og áfengis- notkunar. Umbun fyrir að virða kaupaldur áfengis og tóbaks er í anda verkefnis UMFÍ, „Flott fyrirmynd“, sem áður var „Flott án fíknar“ og margir þekkja. „Flott fyrirmynd“ byggist á sænsku for- varnaverkefni sem ber nafnið Local Hero en verið er að forprófa verkefnið á Íslandi. Í febrúar á þessu ári komu sænskir leiðbein- endur til landsins og héldu námskeið fyrir sjö félagsmiðstöðvar sem eru að forprófa verkefnið. Eins og nafnið gefur til kynna er verkefnið byggt á að styrkja og efla ein- staklinginn til að vera flott fyrirmynd. Í gegnum verkefnið styrkir einstaklingur- inn sjálfsmynd sína og sjálfstraust, setur sér markmið og fær hvatningu og efnivið til að ná því. Markmið geta t.a.m. falið í sér að vera áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaus. Að sjá fyrir sér hvar viðkomandi verði eftir fimm ár og hvernig sé hægt að komast þangað. Einnig að átta sig á hvaða fyrir- myndir hafa áhrif á viðkomandi og hvort það séu góðar fyrirmyndir. Verkefnið hvet- ur til þess að viðkomandi hrósi öðrum og sendi jákvæða strauma út í samfélagið. Slík fyrirmynd getur svo smitað út frá sér sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Einn stærsti þátturinn í verkefninu er jafn- ingjafræðsla og það að virða skoðanir og væntingar ungmennanna sjálfra. Spennandi verður að fylgjast með fram- vindu verkefnisins „Flott fyrirmynd“ og geta íþróttafélög horft hýru auga á að innleiða það á komandi árum og jafnvel verið í samstarfi við félagsmiðstöðvar á sínu svæði. Skýrslu um verkefni Völsungs má sjá á heimasíðu Völsungs (volsungur.is). F.h. lýðheilsunefndar UMFÍ Jóhanna S. Kristjánsdóttir Flott fyrirmynd Jóhanna S. Kristjánsdóttir Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin á erindi við alla sem hafa áhuga á því að efla hreyfingu og hreyfifærni barna og nýta til þess náttúruna okkar. Bókin fæst í verslunum Eymundsson og hjá höfundi í síma 898-2279 eða á netfanginu sabinast@simnet.is

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.