Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Síða 19

Skinfaxi - 01.11.2013, Síða 19
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 19 Þ riðjudaginn 19. nóvember sl. var undirritaður samningur milli Hér- aðsskjalasafns Austfirðinga og UÍA. Með honum tekur Héraðsskjala- safn Austfirðinga að sér vinnu við að flokka, skanna og skrá ljósmyndir og filmur úr safni UÍA. „UÍA var búið að vinna mjög stórt ljós- myndasafn sem var í möppum og ofan í kössum og var því miður farið að skemm- ast. Ákveðið var að semja við Héraðsskjala- safn Austurlands um að taka að sér að koma þessu efni í varanlegt ástand og örugga geymslu. Myndirnar verða allar skannaðar og komið í rafrænt form, þær merktar og skráðar. Síðar í vetur er stefnt að því að hleypa fólki inn á ljósmyndavef þar sem hægt verður að fletta þeim upp og þar með fáum við notendur í lið með okkur til að þekkja myndir af fólki og við- burðum. Með því aukum við þekkinguna og varðveisla mikilvægra gagna verður trygg. Þessi gögn hafa gríðarlega mikið sögulegt gildi en þarna er um ræða mynd- ir úr áratuga starfi UÍA,“ sagði Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA. Bára Stefánsdóttir héraðsskjalavörður sagði af þessu tilefni meginhlutverk Hér- aðsskjalasafns Austfirðinga að taka við Samningur milli Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands: Ljósmyndasafninu komið í varanlegt ástand og örugga geymslu skjölum skilaskyldra aðila (sveitarfélaga og stofnana þeirra), skrá þau og varðveita. „Skjalasafnið tekur einnig við einkaskjöl- um, t.d. bréfasöfnum og ljósmyndum ein- staklinga, félaga og fyrirtækja. Að slíku efni er mikill fengur enda er oft að finna í því upplýsingar um samfélög liðins tíma sem ekki er að finna annars staðar. Ljós- myndir úr safni UÍA eru því góð viðbót við Ljósmyndasafn Austurlands, sem er varð- veitt í Héraðsskjalasafninu, og bæta miklu við þær heimildir sem til eru um íþrótta- og ungmennafélagsstarf á Austurlandi,“ sagði Bára Stefánsdóttir héraðsskjalavörður. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T Bára Stefánsdóttir, héraðsskjalavörður, og Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.