Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2013, Side 34

Skinfaxi - 01.11.2013, Side 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands B ókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrn- unnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því að hún er nú öll litprentuð í fyrsta sinn. Áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit og fyrir vikið er uppsetning hennar og efnisröðun talsvert breytt að þessu sinni. Bókin fjallar um viðburðaríkasta og lík- ast til besta árið í sögu fótboltans á Íslandi. Karlalandsliðið náði lengra en nokkru sinni fyrr, þegar það komst í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Kvennalandsliðið komst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar í Svíþjóð. Öll yngri lands- lið Íslands komust áfram í Evrópukeppn- inni og 21-árs landslið karla er í góðri stöðu. Öll karlaliðin komust áfram í Evrópumót- um félagsliða og tvö þeirra léku í þremur umferðum. Íslenskir leikmenn gerðu það gott erlendis, börðust um markakóngs- titla og unnu meistaratitla í Svíþjóð, Dan- mörku, Hollandi og Englandi, og fleiri Íslendingar spila nú í meistaradeild Evrópu en nokkru sinni fyrr. Í bókinni er viðtal við Aron Einar Gunn- arsson landsliðsfyrirliða, fjallað er sérstak- lega um Gylfa Þór Sigurðsson, Alfreð Finn- bogason og Katrínu Jónsdóttur, þjálfarar ÍSLENSK KNATTSPYRNA 201 3 Víðir Sigurðsson NA 2013 bestu leikmanna Íslandsmótsins, Björns Daníels Sverrissonar og Hörpu Þorsteins- dóttur, segja frá þeim, KR-ingurinn Baldur Sigurðsson skrifar sjálfur um sigur Vestur- bæinga á Íslandsmótinu og margt fleira um fótboltann á árinu er þar að finna. Fjallað er ítarlega um Íslandsmótið 2013 í öllum deildum og flokkum. Mest er skrif- að um efstu deildir karla og kvenna en einnig um neðri deildirnar og yngri flokk- ana. Bikarkeppni karla og kvenna er gerð ítarleg skil og fjallað um önnur mót innan- lands og margt fleira sem tengist íslensk- um fótbolta á árinu 2013. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leik- menn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkom- andi leikmenn eru verðlaunaðir af bóka- útgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deild- um meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda og öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knatt- spyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferl- inum, hvaða Íslendingar hafa spilað í meistaradeild Evrópu og ótalmargt fleira. Bókin er 256 blaðsíður, allar í lit sem fyrr sagði. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokk- um á Íslandsmótinu, ásamt mörgum fleiri liðum og einstaklingum. ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2013

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.