Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 7
ÁRNI Ó LA: H ermerki Drottins T DANSKA arsritinu ,,Fra Nationalnruse- ets Arbejdsmark“ 1941 er grein eftir Hans Norling-Christensen og nefnist „Et Bronze- alders Helligtegn" (Helgiteikn frá bronze- öld). Er hér um alveg sérstakt tákn að ræða, eða sérstök tákn, því að stundum fara t\'ö saman. Það eru nú tæp hundrað ár síðan fyrsta tákn, þessarar tegundar, fannst í Danmörk, og segir svo frá því í greininni: „Friðrik konungur VII lét rannsaka marg- ar fornar grafir, og árið 1858 var byrjað að grafa upp fimm hauga, sem lágu saman í Jægersborg Hegn í Sölleröd-sókn. í syðsta haugnum, sem var 30 álnir að þvermáli, fundust t\'ær stórar steinkistur með manna- beinum; í annarri kistunni var auk þess bronzenál og í hinni bronzesverð. Enn frem- ur voru í þessum haug fleiri óvandaðri grafir. Skamrnt undir yfirborði voru nokkrir bollar og í þeim brunnin mannabein. I einum bollanna var líka lítill armhringur og lmapp- ui úr bronze. Dýpra og um 5 álnum frá norðurbrún liaugsins fannst að lokum lítil steinkista, 2 álna löng og 14 alin á breidd. Yfir hana voru lagðar hellur, eins og hinar kistumar. í henni fannst brot af litlum bronzehring. Ekkert er getið um manna- bein. Kistan er svo lítil, að ætla má helzt, að í henni hafi verið brunnin mannabein. Á einni hellunni, sem lokuðu kistunni, fannst tákn — langt strik og út frá enda þess fimm stutt og bein strik í geisla, en vfir þeim aftur fjögur enn styttri strik þvers- um.“ Rúmurn 50 árum seinna fannst í Dan- mörku annar steinn, með svipuðu tákni, og síðan hafa fleiri fundizt. Virðist svo, sem alls staðar hafi steinar þessir verið á gröfum og muni vera frá bronzeöld, eða þeim tíma, er lík voru brennd á Norðurlöndum. Tákn þetta virðist ótvírætt merkja upp rétta hönd. Slík tákn hafa víðar fundizt, t. d. í mörgum helluristum í Svíþjóð, og er talið að þær séu frá sama tírna. En þar eru táknin í sambandi við sjóferðir. Mörg skip- in eru mönnuð, en aðeins einn maðurinn stendur með uppréttar hendur. Er hann bæði langstærstur allra mannanna og hend- urnar áberandi stórar, til þess að svna það, að aðaláherzlan sé lögð á þetta tákn. Stund- um konra hendurnar upp úr skipunum sjálf- um og eru þá geisilega fyrirferðarmiklar. Ekki er fingratalan alltaf jöfn, stundum fimm fingur, stundum ekki nema þrír, eins og táknuð væri hönd, þar sem þrír mið- fingurnir falla alveg saman, en þumalfingur og litli fingur eru glenntir frá þeim. Slíkar helluristur hafa og fundizt í Noregi. Þá hefur og fundizt steinkista skammt frá Bremen í Þýzkalandi, og á hana höggnar myndir af þremur mönnum og stendur einn þeirra með uppréttar hendur. Fróðlegt þykir það í þessu sambandi, að suður á' Balkan hafa fundizt mannamyndir úr leir með uppréttum höndum. Einnig á DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.