Dagrenning - 01.12.1946, Page 11
óvinir lians blindir eða daufir eða óttafullir,
en vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir.“
Eitthvað virðist þessu svipa til frásagnarinn-
ar: „alla þá stund, er Móses hélt upp hendi
sinni, þá höfðu ísraelsmenn betur, en þegar
hann lét síga höndina, þá veitti Amalekít-
um betur“. Hér er beinlínis gefið í skyn,
að Amalekítar mundu hafa unnið frægan
sigur, ef „hermerki Drottins“ hefðf ekki
verið á lofti. Mætti af því draga þá ályktun,
að Móses hefði kunnað hina sömu list og
Óðinn, að deyfa eggjar óvinanna, svo að
vopn þeirra bitu eigi heldur en vendir.
Þat kannk þriðja
ef mér verðr þörf mikil
hapts við mína heiptmögu,
eggjar deyfik
minna andskota,
bítat þeim vopn né velir.
(Hávamál 14 9).
í íslenzku er orðið „verndarhönd“ og að
„halda vemdarhendi yfir einhverjum“. Hvort
tveggja er í afleiddri merkingu og þýðir nú
vernd og að vernda. En eins og önnur mál-
tæki á það uppruna sinn í líkamlegum verkn-
aði, og segir sjálft til urn, hvernig hann hefir
verið framinn, „að halda hönd yfir“ ein-
hverjum. Bendir það til þess, að menn hafi
álitið vemdarkraft fvlgja því tákni að halda
upp hönd yfir manni#eða mönnum. Sýnir
það, að trúin á táknið, sem Móses kallaði
„hermerki Drottins", hefir borizt til Norður-
landa. Þetta sést og ennfremur á nokkrum
fornum vísum. Konnákur kvað:
Algildan bið ek aldar
allvald of mér halda
ýs bifvangi Yngva
ungr. Fór Hroptr með Gungni.
(Ungur bið ég algildan allvald Yngva aldar
(Hákon jarl) að halda ýs bifvangi (hönd)
yfir mér.)
Svo kvað Þjóðólfur:
Andaðr es sá
es of alla brá
haukstalla konr
Haralds bróðrsonr.
(Andaður er Haralds bróðursonur, sá konr
(konungur), er yfir alla brá haukstalla (hauk-
stallur = hönd).
Fornt JíJcan, fundið á Dónársvæðinu.
Og í Hafgerðingadrápu segir svo:
Minar bið ek munkareyni
meinalausan fararbeina
lieiðis haldi liárar foldar
hallar drottinn of mér stalli.
(Ég bið meinalausan munkareyni (góðan
Guð) að beina farir mínar. Drottinn hárrar
foldarhallar (himins) haldi heiðisstalli (heið-
ir = haukur; haukstallur = hönd) yfir mér.)
Svo kvað Þórður Kolbeinsson:
DAGRENNING 9