Dagrenning - 01.12.1946, Page 18
hamri. Hún er það ekki fyrir þessi hátíða-
höld æskufólksins í byggðinni, heldur fyrir
það, að þarna er nú risið upp eitthvert merk-
asta byggðasafn á Norðurlöndum.
Þessum degi er ekki betur varið til annars
en að skoða þetta merkilega byggðasafn.
Næsta dag á þar einnig að vera mikil veizla
fyrir gesti á kaupstaðaþinginu og þá verður
þeim leiðbeint eftir beztu föngum. Mér
vcrður þessi heimsókn á Maihaugen óglevm-
anleg og þess vegna þykir mér rétt að fara
nokkrum orðunr um þennan sérkennilega
stað.
Menn hafa stundum, nú á seinni tímum,
við og við lievrt þetta orð — byggðasafn —
notað, en cg efa að menn almennt hafi gcrt
sér grein fyrir því, hvað í því felst eða hvað
við er átt með því. Ég segi það eins og það
er, að sjálfum var mér það alls ekki fylli-
lega ljóst fyrr en ég kom á erlend byggða-
söfn og skoðaði þau, og þá sérstaklega þetta
bvggðasafn á Litlahamri.
Á byggðasöfnum er safnað saman göml-
um húsum og gömlum munum, bæði innán-
stokksmunum, atvinnutækjum ýmsum' og
búsáhöldum. Þessu er revnt að koma þannig
fyrir, að hverju húsi fylgi öll þau áhöld og
tæki, sem tilheyrðu þeim tíma, sem húsið
er frá, svo að menn geti fengið sem gleggst
yfirlit vfir það tímabil, bæði í atvúnnulegu
og menningarlegu tilliti.
Að koma inn í slíkt hús eða húsaþvrpingu
er því í raun og veru sama og hverfa aftur í
timann um svo og svo marga áratugi eða
aldir og sjá nreð eigin augum við hvað for-
feðurnir hafa búið, og livernig þcir af van-
efnum þeirra tíma liafa reynt að leysa hin
ýmsu vandamál.
Maðurinn, sem stofnaði byggðasafnið á
Litlahamri, hefir látið svo um mælt um til-
gang sinn með því fvrirtæki:
„Ég lít svo á, að þegar Maihaug-safnið
verður að fullu tilbúið, eigi það að vera
safn af hcimildum, þar sem hægt sé að
ganga inn til þess fólks, sem þar hefir lifað
og starfað, og læra að skilja við liver lífskjör
það bjó, starf þess og lifnaðarháttu, því að í
formi og útbúnaði heimilisins lifir myndin
af fólkinu, sem þar bjó, og í hinum görnlu
ættaróðulum er það ekki aðeins mynd hins
cinstaka eiganda, sem speglar sig, heldur ætt-
in kvnslóð eftir kvnslóð. Og það er ekki
néifi handahófs söfnun af húsum og mun-
um, sem ég vil reyna að varðveita á Mai-
hæðinni frá eyðileggingu og glötun. Nei, allt
byggðarlagið hér vil ég reyna að varðveita í
þessari miklu myndabók. Ekki aðeins býlin
með hinum mörgu og stóru húsum sínum,
búnum eins og stolt margra ættliða krafðist,
lieldur einnig heimili smábóndans og leigu-
liðans í allri fátækt sinni og kotbýli sveitar-
smiðsins með því, sem honum fylgir, og
selið i skógarhlíðinni."
Einmitt á þennan hátt á að byggja upp
bvggðasafn. Þá fæst sá heildarsvipur og sú
samræming, sem þarf til þess að menn skilji
til hlítar, hvað vinnst við þessi söfn. Byggða-
safnið í Osló er margfalt stærra en .byggða-
safnið á Maíhæðinni hjá Litlahamri. En
Oslóarsafnið er ekki nærri eins aðlaðandi eins
og Litlahamars safnið, og orsökin er áreiðan-
lega sú, að á hinu síðarnefnda er lögð meiri
rækt við að samræma allt, bæði inni og úti.
Mér þykir rétt að skýra hér frá fáeinum
atriðum, er snerta þetta merkilega safn á
Maíhæðinni hjá Litlahamri, ef einhver, sem
aldrei hefir séð byggðasafn, gæti frekar feng-
ið hugmynd um, hvernig góðu byggðasafni
þarf að vera fyrir komið.
*
Höfundur bvggðasafnsins á Litlahamri
hcitir Andres Sandvig og er tannlæknir. Hann
er orðinn gamall rnaður og rnest öll æfi hans
frá tvítugsaldri hefir gengið til þess að skapa
þetta byggðasafn. Safnið er því fyrst og
fremst hans verk. Á síðari árum hefir hann
16 DAGRENN ING