Dagrenning - 01.12.1946, Side 25
"ViS eigum okkar verndara”
/'^HURCHILL forsætisráðherra hafði djúp-
^ tækan sannleika að boða, þegar hann
ásamt Srnuts hershöfðingja ávarpaði fund
300 námueigenda og leiðtoga námuverka-
manna í Central Hall Westminster 31. októ-
ber 1942. í ræðu sinni komst forsætisráð-
herrann svo að orði: „Mér finnst stundum,
að æðri öfl skerist í leikinn með okkur. Mér
er þetta fullkomin alvara. Ég hefi það stund-
um á tilfinningunni, að leiðandi hönd sé að
verki. Mér finnst stundum, að við eigum
okkur æðri verndara, af því að við eigum
mikilfenglegan málstað, og að við höldum
áfrarn að eiga þennan verndara á meðan við
þjónum málstaðnum af trúmennsku.“
Þessi trú Churchills réttlættist fyllilega af
atburðum, sem komið hafa fyrir í styrjöld
þeirri, er nú hefir geisað. En raunar eru þeir
fjölmargir atburðimir í sögu brezku þjóðar-
innar, sem ekki er unnt að skýra öðru vísi
en að guðleg öfl hafi verið að verki.
FLOTINN ÓSIGRANDI.
Árið 1588 dró Filippus II. Spánarkonung-
ur saman flota, sem Spánverjar hugðu vera
og nefndu nafninu: Flotinn ósigrandi. Það
var stærsti og bezt búni floti, sem nokkum
tírna hafði verið boðið út fram að þeim
tíma. Markmið Spánarkonungs var að
hreinsa höfin af brezkum skipum og hnekkja
veldi Bretlands. Áður en Spánverjum auðn-
aðist að leggja úr höfn, rnisstu þeir flota-
foringja sinn, hertogann af Santa Cruz.
Stríðir vindar hömluðu aðgerðum Spánverja.
En 20. júlí sást flotinn undan Lizard, syðsta
höfða Englands. Hinn sigldi framhjá Ply-
mouth, og veitti enski flotinn honum þá
eftirför. Eftir að Drake hafði gert tvær til-
raunir, sem heppnuðust að nokkru leyti, til
þess að leggja til atlögu, kastaði spánski flot-
inn akkerum úti fyrir Calais. Það var 26.
júli. Næstu nótt létu Englendingar brenn-
andi skip reka inn í flota Spánverja, og varð
við það uppnám mikið í liði þeirra. Þeir
skáru á festar skipanna og héldu á ofboðs-
legurn flótta í norðausturátt, og fylgdu Eng-
lendingar þeim fast eftir. Spánverjum gafst
ekkert færi á að endurskipuleggja flota sinn,
og loks brast á þá fárviðri. Veðrið var svo
ofsalegt, að þeir urðu að sigla hringinn í
kringum Bretlandseyjar, og á þessari leið til
heimahafnar rak mörg þessara skipa, sem
áður höfðu laskazt og lemstrazt á ýmsa lund,
á land á ströndum írlands og Skotlands. Til
minningar um þennan merkisatburð lét
Elísabet drottning gera heiðursmerki úr gulli
og silfri. Á silfurmerkinu stóð á latínu áletr-
unin: „Hann blés, og þeim var tvístrað."
Yfir þessari áletrun er nafnið „Jehovah“ á
hebresku. Hinum megin á heiðursmerkinu
er skorin mynd af kirkju, reistri á kletti, og
áletrunin á latínu: „Tilræði var mér veitt,
en ég er ósærð.“ Þetta heiðursmerki er að
finna meðal sérstakra viðhafnarmerkja í
heiðursmerkjasalnum í British Museum.
Innrás í Bretland vofði yfir árið 1759.
Hawke var þá falið að sjá um að franski
flotinn í Brest kæmist ekki út þaðan. —
DAGRENNING 23