Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 31
stöðugri vélbyssuskothríð úr ýmsum áttum. Sprengjuárásir voru gerðar á þá úr um 60 óvinaflugvélum. En þegar ósköpunum létti, hafði þó ekkert manntjón orðið. Arás var gerð á annan klerk með vélbyssuskothríð og sprengjukasti. Hann lá í sandinum á strönd- inni. Þegar hann — eftir eilífðartíma, að honurn fannst — fann, að liann hafði ekki sakað, stóð hann á fætur og sá, að sandurinn allt í kringum hann var holóttur eftir byssu- kúlur allt að útlínunum af mynd hans í sandinum. Eitt er víst um þakkargjörðina í kirkjum vorum. Engir tjá þar þakkir sínar af meiri innileik og fjálgleik en foringjarnir og her- mennirnir, sem séð hafa hina máttugu hönd Guðs, senr leiddi þá úr höndum hins vold- uga óvinar, sem vægast sagt átti alls kostar við þá.“ — INNRÁSIN í BRETLAND. Um leið og Frakkar gáfust upp, varð inn- rás Þjóðverja í Bretlandseyjar yfirvofandi. í útvarpi (14. júlí 1940) rnælti Churchill á þessa leið: „Nú er svo komið, að vér stöndum einir í sfyrjöldinni andspænis því versta, sem máttur og fjandskapur harðstjóra fær áorkað. Vér felurn auðmjúkir Guði mál vor, full- vissir þess, að vér eigum góðan málstað og vérjurn land vort gegn innrásinni, sem vofir yfir því. Vér heyjum stríð vort einir, en vér berjumst ekki fyrir oss eina. Hér, í vígi fram- fara mannlegs anda og kristilegrar menning- ar, hér, í landinu, sem umlukið er höfun- um, þar sem flotinn drottnar, verndaðir í lofti af frænkleik og hollustu flugmanna vorra, bíðum vér óskelfdir innrásarinnar, sem að höndum kann að bera. Ef til vill verður hún í nótt. Ef til vill verður hún eftir viku. Ef til vill verð.ur hún aldrei." Sú innrás var aldrei gerð. Var það annað kraftaverk? Þeirrar skoðunar er þingmaðurinn L. D. Gamans höfuðsmað- ur. í eftirtektarverðu útvarpserindi, Stríðið fyrir sál brezku þjóðarinnar, lýsti hann trú sinni á þessa leið: „Við tölurn oft um kraftaverkið við Dun- kirk, en það var miklu rneira kraftaverk, sem á eftir kom, þegar þýzki herinn, yfir hundr- að herfylki, stóð sigri hrósandi hinurn megin Ermarsunds og allur her, þjálfaður og vopn- um búinn, sem við höfðum heima fyrir, var undir einu herfylki. Hvað er kraftaverk, ef það er ekki kraftaverk? En hvers vegna var okkur borgið þá? Það var ekki til þess, að við gætum aftur horfið að knattspyrn- unni okkar, hundaveðhlaupunum okkar, vetraríþróttunum okkar í Svisslandi, gróða- hugleiðingum okkar og stjórnmálaþrefi. Ég álít, að okkur hafi verið bjargað, af því að ennþá var eftir með þessari þjóð — þrátt fvrir síðustu tuttugu árin — ýmislegt, sem var þess virði, að bjargað yrði, og að við eig- um enn eftir að inna af hendi mikilvægt hlutverk." (The Listener, 5. marz 1942.) Innrásin var aldrei gerð. En þar með er ekki sagt, að nazistarnir hafi aldrei ætlað séi að hernema eyjamar eða að þeir hafi aldrei gert undirbúning að tilraun til þess. í fyrsta skipti, sem framkvæma átti áætlanir Þjóð- verja, fóm þær í handaskolum. í ræðu, sem Sir Hugh Dowding yfirflugmarskálkur, æðsti maður brezka flughersins í loftárásunum miklu á Bretland, liélt á tveggja ára minn- ingardeginum um merkasta dag orustunnai um Bretland, kornst hann svo að orði, — en hann hafði fjögur undanfarin ár verið manna mest viðriðinn loftvarnir landsins —: „Áformið var að brjóta á bak aftur vamar- mátt okkar og búa jarðveginn þannig undir innrásina. Innrásarliðið var komið á skips- fjöl og beið aðeins eftir orðunum: „Af stað.“ En skipunin var aldrei gefin, af því að vam- armáttur Bretlands varð aldrei bugaður." (Daily Telegraph 15. sept. 1942.) DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.