Dagrenning - 01.12.1946, Side 32
Sir Hugh sagði ennfremur að Bretar viður-
kenndu kinnroðalaust almenna bænadaginn
og ættu ekki að fyrirverða sig fyrir að viður-
kenna árangur bænanna. — Hann segir:
„Ég er algerlega sannfærður urn meðalgöngu
Guðs í þessu stríði og að við hefðum fyrir
löngu tapað því að öðrum kosti.“ Hann gaf
persónulega yfirlýsingu um orustuna um
Bretland í orðsendingu, sem vitnað er í í
Birmingham Daily Post (8. júní 1942):
„Ég votta virðingu mína hinum hugdjörfu
piltum, sem lögðu allt í sölurnar til þess
að þjóð vorri mætti verða lengra lífs auðið.
Ég votta virðingu mína þjóðarleiðtogum og
yfirmönnum hersins, en ég er fullkomlega
sannfærður um, að Guð hefir skorizt í leik-
inn, ekki eingöngu í orustunni sjálfri, heldur
einnig í ýmsum fyrri atburðum. Og ef guð-
leg forsjón hefði ekki verið að verki bæði
þá og áður, hefði sigur í orustunni verið
alvcg óhugsanlegur.“
Þetta er vitnisburður manns, sem þekkir
allar aðstæður og er í þeirri stöðu, að orð
hans um þessi mál eru trúverðugri en orð
nokkurs annars manns.
ELDSPREN G ] UÁRÁSIN MIKLA
Á LONDON.
Annar eftirtektarverður atburður er hin
mikla eldsprengjuárás á London kvöldið 29.
desember 1940. Árásin var um garð gengin
fyrir miðnætti, en þó varð geysimikið tjón
í henni. En hversu mikið ætli hefði staðið
af miðborginni, ef veðrið hefði ekki breytzt?
Fréttaritari einn segir svo í grein í Daily
Mail (31. des. 1940):
„Hitler ætlaði að kveikja óslökkvandi elda
í London og hefja innrásina undir eins á
eftir.
Þetta var álit margra í London, sem góð
skilyrði höfðu til að íylgjast með þeim mál-
um.
Nazistarnir ætluðu að kveikja bál víðs
vegar í London fyrir miðnætti.
Síðan átti ekki að verða lát á flugvéla-
árásum nokkur dægur. Innrásin átti svo að
hefjast með nýja árinu.
Brezki flugherinn hefir haft meiri gætur
á innrásarhöfnunum síðast liðnar vikur en
tvo undanfarna rnánuði eða meira. Það er
augljóst mál, að það eru gildar ástæður til
að halda að Ilitler hafi ekki hætt við inn-
rásaráform sín.
Hér eru nokkur atriði um eldsprengju-
árásina á sunnudagsnóttina, eins og þau voru
sögð mér í gær:
„Hún var ein af stærstu næturárásunum,
sem gerðar hafa verið síðan í september.
Engar næturorustuflugvclar brezka flug-
liersins voru á lofti yfir London, en nokkrar
voru milli London og strandar.
Litlu eftir kl. 10 um kvöldið sendi þýzka
flugstjórnin út fyrirskipanir til allra sprengju-
flugvéla, sem þá voru í árásarferðum, um
að hverfa til bækistöðva sinna, þar eð veðrið
væri að breytast og þoka væri að leggjast
yfir flugvellina.
Það var því veðrið, en ekki orustuflugvél-
ar okkar, sem þyrmdu London við enn verri
útreið. Það er álit margra, að árásin hafi átt
að vera hin mesta í allri styrjöldinni.
Upp undir 1000 flugvélar áttu að koma
til árásar um nóttina."
Þannig hefir Bretlandi verið þyrmt við
hörmungum innrásarinnar, og samkvæmt
vitnisburðum fjölda fólks er það guðlegri
forsjón að þakka.
ELTINGARLEIKURINN
VIÐ BISMARCK.
Saga brezku þjóðarinnar hefir hvað eftir
annað sýnt, að Guð hefir gripið í taumana
til heilla fyrir Bretland. Oft hefir því verið
bjargað fyrir tilverknað höfuðskepnanna.
(Sbr. margt, sem að framan er sagt.) Enn
30 DAGRENNING