Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 33

Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 33
má nefna eitt dæmi þcss, að veðrið hafi átt drjúgan þátt í hamingju Bretlands, það er eltingaleikurinn við Bismarck í maímánuði árið 1941. Skipstjórinn á orustuskipinu King George V. segir svo í grein í fyrsta tbl. tíma- ritsins H. M. S. King George V. Magazin, er hann nefnir: Eltingaleikurinn við Bis- marck, þegar honum var sökkt: „Óvinaskipið var um það bil 100 mílur á undan okkur á hraðri ferð, og allar líkur virtust benda til þess, að hann mundi sleppa okkur úr greipum. Vonir okkar voru farnar að dvína. Það var aðeins tími til að gera eina tundurskeytaárás á skipið, áður en myrkrið skylli á. Mjög vel heppnuð árás var gerð á skipið frá flugvélaskipinu Ark Royal. Skothríðin var samt mjög áköf frá Bismarck. Flugvélarnar komu þó á hann nokkrum skeytum. Eitt þeirra kom á lyftingu skipsins og eyðilagði stýrisútbúnaðinn. Þetta eitt rnundi þó ekki hafa stöðvað flótta hans. En það, sem reið baggamunin, var vindstaðan, því að Bismarck gat einungis siglt upp í vindinn. Það var allsnarpur vindur af norð- vestri, svo að Bismarck varð að stefna beint í áttina til okkar. Hér er rétt að minnast óveðursins, sem tvístraði Flotanum ósigr- andi, óveðursins, sem rak flotadeild Hawke’s á land í Quiberanflóa og steytti skip Con- flans á klettum, og lognsins, við Dunkirk. Mörg önnur dæmi má nefna úr sögu flota- veldis vors, og þau geta ekki öll verið ein- skær tilviljun." Sir John Tovey aðmíráll, yfirmaður heirna- flotans, lítur einnig á það sem krafta- verk, að Bismarck var sökkt. Tímaritið As- hoie and Aíloat (febrúarheftið 1943) segir frá því, að eftir að umræddu skipi var sökkt hafi hann ávarpað skipshöfn H. M. S. Ge- orge V. á þessa leið: „Menn skortir oft og tíðum einurð til að ræða um þessi mál, en ég hefi lengi verið trúaður á mátt bænarinnar. Aldrei á ævi minni liefi ég beðizt eins mikið fyrir og síðustu vikurnar. Ef einhver hefði sagt, að við hefðum getað mætt Bismarck, hinu stóra skipi, með hinar 9 og 15 þumlunga bvssur sínar óskaddaðar, og komizt frá þeirri viður- eign án þess að nokkur Breti nrissti lífið, mundi enginn hafa trúað honum. Enda er það harla ótrúleg saga. Það getur aðeins ver- ið einu að þakka. Ég trúi því fastlega, að árangur viðureignarinnar var að þakka af- skiptum og handleiðslu Guðs.“ HIN UNDRAVERÐA UPPSKERA ÁRIN 1942 OG 1943. Það er ekki einungis á vígstöðvunum, á landi, sjó og í lofti, að guðlegrar handleiðslu hefir orðið vart. Það varð að birgja brezku þjóðina að matvælum, en skipanna, sem áttu að flytja mat til okkar frá Ameríku, var mikil þörf til að flvtja á þeim hermenn og hergögn. Þess vegna var brýn þörf á ríku- legri uppskeru haustið 1942. Til þess að ná þessu markmiði var gert heljarmikið átak í brezkum landbúnaði og þjóðin sneri bökum saman og vann saman af slíku kappi, að þess eru engin dæmi fyrr né síðar í sögu okkar. Við þessa samvinnu bættust svo bæn- ir óteljandi fjölda manna um það, að árang- urinn yrði blessunarríkur. Og við vorum bænheyrð, og má um það vitna í orð Mr. R. S. Hudson, landbúnaðarráðherra, sem fram komu í brezka útvarpinu. Hann sagði: „En þetta vildi ég segja ykkur í auðmýkt og alvöru: Mikil og erfið vinna og haganleg tækni hafa átt sinn þátt í þessu rnikla afreki, senr er meðal rnestu afreka allra tíma. En sú er trú mín, að okkur beri ekki síður að þakka æðri máttarvöldum — og það af innsta hjartans grunni. Eitthvert æðra vald hefir unnið kraftaverk á ökrunr Englands í sumar, því að á þessu ári, einmitt þegar þörfin var svo brýn, hefir landið gefið okkur brauð í ríkari mæli en DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.