Dagrenning - 01.12.1946, Page 36

Dagrenning - 01.12.1946, Page 36
hreysti, sem raun varð á. Lærdómarnir, sem við getum dregið af þessari hetjusögu, virð- ast mér vera: í fyrsta lagi: Hugprútt hjarta vinnur enn stórvirki. í öðru lagi: Sameiginlegt átak og ein- dreginn vilji til að hjálpa hver öðrurn eru ákaflega mikilvægt atriði, einkum á þreng- ingatímum. í þriðja lagi: Viðurkenning Guðs fyrir Jesúm Krist og trú á hann er nú eins og ætíð endranær það atriðið, sem mestu máli skiptir." ÁVARP FLUGMÁLARÁÐHERRANS. Enn einn vitnisburður um handleiðslu Guðs var fram borinn af Sir Archibald Sin- clair flugmálaráðherra, er hann flutti ávarp til almenns rnóts, sem kirkja Skotlands gekkst fyrir 1943. Hann lagði rnikla áherzlu á það, að við yrðum að snúa okkur til Guðs, ef við ætluðum okkur að leysa vandamálin, sem koma upp úr stríðinu, og komst svo að orði: „Vér höfum verið verndaðir, svo að næst gengur kraftaverki. En með þessari vernd liefir hlotið að vera einhver tilgangur, og vér verðum að leita þess í auðmýkt, hver þessi tilgangur hefir verið, og vera honum svo trúir framvegis. Þegar ég hugsa um hina dásamlegu breyt- ingu, senr orðið hefir á styrjaldarsögunni, þá finn ég vcl til þess, að vér eigum að vera þakklátir. Bogar hinna máttugu eru hvatir, og þeir, sem hrösuðu, eru nú gyrtir sþ'rk- leika. Ég er viss um, að vér verðum að leggja rnjög hart að okkur til þess að vinna sigur. Og sigunnn út af íyiir sig mun ekki Jeysa nein hinna mikJu vandamáJa, sem munu steðja að hugum okkar og hjörtum, en hann mun veita okkur tækifæri til þess. Þá vaknar þessi spurning: Hvernig munu þjóðir bandamanna nota sér þetta tækifæri? Eitt er mér samt ljóst. En það er, að okkur tekst ekki að hagnýta okkur þetta tækifæri til fulls, ef vér brjótum gegn boð- orðum Guðs.“ (Evening Standard, 21. nraí 1943.) — Og blaðið bætir við: „Þannig höfum vér hvern vitnisburðinn á fætur öðrum um það, að Guð hafi gripið inn í rás sögunnar Breturn í vil, bæði á liðn- um öldum, í fyrri heimsstyrjöld og styrjöld þeirri, sem nú er háð. Flotaforingjar, her- foringjar, flugmarskálkar og ráðherrar liafa persónulega viðurkennt liandleiðslu Guðs í atburðum síðustu tima. Enginn getur sagt fyrir um það, hversu oft Guð muni grípa inn í rás viðburðanna í þessari styrjöld. En eitt er víst: Sigurinn getur fallið oss í skaut, ef vér snúurn okkur sem þjóð til Guðs í auðmýkt og iðrun, ját- um syndir vorar og biðjum hann fyrirgefn- ingar fyrir Jesúm Krist, sem er persónulegur frelsari vor og endurlausnari þjóðar sinnar, ísraels." (Þetta er skrifað 1943, þegar enn liorfði ískyggilega um endalok styrjaldarinnar.) HLIÐSTÆÐIR ATBURÐIR ÚR SÖGU ÍSRAELS. Tímarit það, sem framanskráðir kaflar hafa verið þýddir úr að mestu, segir ennfremur: Atburðir, sem taka af öll tvímæli um það, að guðleg forsjón hefir gripið inn í sögu brezku þjóðarinnar í nýlokinni styrjöld, eru ekkert annað en franrhald á vernd Guðs og umhyggju, sem hann af náð sinni auðsýndi ísraelslýð, eins og liermir í Gamla testa- mentinu. Þrátt fyrir syndir ísraelslýðs og ein- þvkkni, varð honum oft borgið fyrir krafta- verk, þegar hann iðraðist misgjörða sinna og sneri sér til Guðs eftir lijálp. Eitt liið mesta kraftaverk í sögu ísraels- lýðs er lausn hans úr ánauðinni í Egypta- landi. Plágurnar í Egy'ptalandi, á landi og þjóð (sjá 2. Mósebók), hafið og drukknun 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.