Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 37

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 37
hersveita Faraós (2. Mósebók, kap. 7—12), för ísraelsmanna yfir Rauðahafið (2. Móse- bók, 14. kap.), voru allt atburðir, sem aldrei gleymdust í sögu ísraelsþjóðarinnar, og sér- stök fræðsla var veitt um, til þess að varð- veita minninguna um þá frá kynslóð til kyn- slóðar (5. Mósebók, 6 : 20—25). Fall Jeríkóborgar var annað dærni um að Guð hélt verndarhcndi vfir þjóð sinni. Upp- gröftur fornfræðinga, sem nýlega hefir verið gerður á borgarstæðinu, undir stjórn Gar- stangs prófessors, liefir staðfest, að múrarnir hafi hrunið til grunna og borgin hefir verið brennd, eins og lýst er í 6. kapítula Jósúa- bókar. Mjög oft er þess getið á dögum dórnar- anna, að „böm ísraels hrópuðu til Drott- ins“, og hann barg þeim úr greipum óvin- anna (Dóm. 2:18, 3:9, 15, 4:3, 10:10, 15, 15, 11:29, 32)- Eftirtektan'erðastur þeirra at- burða er sá, er hinn 300 manna „fvrirlit- legi, litli her“ Gideons stökkti á flótta „öll- um Midianítum, öllum Amalekítum og börnum austursins“. (Dóm. 6—7.) (Þýtt úr enska textanum, ísl. þýð. talar um austur- b.vgg/a.) Á dögum Samúels fylgdi trúarvakning og mikil þjóðarblessun í kjölfar hvatninga spá- mannsins: „Ef Jiér viljið snúa yður til Drott- ins af öllu hjarta .... og snúið hjarta yðar til Drottins og þjónið honum einum .... mun hann frelsa yður af hendi Filista.“ (I. Sam. 7, 3.) ísrael sneri sér til Guðs og „Drottinn þrumaði með miklum gný yfir F'ilista á þeim degi og gjörði þá felmtsfulla, svo að þeir biðu ósigur fyrir ísrael.“ (I. Sam. 7:i°.) í sögu Júdakonunga verða hvað eftir ann- að þjóðarvakningar, oft og einatt fyrir áeggj- an konunganna. Þessar vakningar höfðu alltaf sigur í för með sér eða, ef þjóðin átti ekki í stríði, langæjan frið. Sem dæmi má nefna þetta: „Og Asa gjörði það, sem gott var og rétt í augum Drottins, Guðs síns... Og hann bauð Júdamönnum að leita Drottins, Guðs feðra Jieirra, og breyta eftir lögmáli hans og skip- unum. Hann afnam hæðirnar og sólsúlurnar úr öllum Júdaborgum, og ríkið naut friðar um hans daga. (II. Kron. 14:2, 4, 5.) Þegar Júdaríki var ógnað af Ammon og Móab, var Jóasfat hvatamaður að mikilli vakningu til þess að minna á heit Jiau, er Guð gerði Salomon konungi eftir að Salo- mon gerði bæn sína við vígslu musterisins. (I. konung. 8 : 23—53, II. Kron. 7 : 12—22.) Svarið kom: „Svo segir Drottinn við yður: Mræðist eigi né skelfist fyrir þessum mikla mannfjölda, því að eigi er yður búinn bar- daginn, heldur Guði .... En eigi þurfið þér að berjast við þá, skipið yður aðcins í fylk- ingu, standið kyrrir og sjáið liðsinni Drott- ins við yður. (II. Kron. 20:15,17.) Morg- uninn eftir komust Júdamenn að Jiví, að óvinirnir hefðú biy'tjað hver annan niður í innbyrðis bardaga. „En ótti Guðs kom yfir öll heiðnu ríkin, er menn fréttu, að Drott- inn hefði barizt við óvini Israels. Og friður var í ríki Jósafats, og Guð hans veitti honum frið allt um kring.“ (II. Kron. 20 : 29—30.) Hiskía, konungur Júdaríkis leitaðist við af öllum mætti sínum allt frá upphafi konungs- dóms síns að gera vilja Guðs, og í kjölfar trúarvakningarinnar, sem hann átti manna mestan þátt í, fvlgdi ein stórfenglegasta frels- un í sögu þjóðarinnar. (II. Kron. 29 til 32, II. Konung. 18 og 19.) Sanherib, konungur Assyríu réðst inn í Júdaríki. Áður en hann settist um Jerúsalem, reyndi hann að skjóta íbúum borgarinnar skelk í bringu með áróðri sínum, en það er mjög eftirtektarvert, hversu áþekkur hinn þýzki áróður á okkur dögum er áróðri hinna fornu Assyríumanna. (II. Konung. 18:28—32). 1 boðskap þeim, er Sanherib sendi Hiskía, var hið herfilegasta guðlast og ögranir til Guðs. Þar segir svo: DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.