Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 39
maðurinn. Því að þá mun Drottinn „út fara
og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar
liann barðist forðum á orustudeginum".
(Sak. 14. 3.)
Hin algjöra sameining ísraelsþjóðanna,þ.e.
engilsaxneskra þjóða og norrænna og frænd-
þjóða þeirra, mun fara fram með þeim hætti,
að þær sjá allar þjóðir heimsins undir fomtu
Sovctríkjanna rísa gegn sér, en Guð bjargar
þeim enn einu sinni með dásamlegu krafta-
verki, — þá fyrst, en fyrr ekki, skilja þær,
hverjar þær eru og þá fyrst halda þær sam-
eiginlega hinn rnikla „almenna bænadag"
sinn.
Þá mun og allt annað brevtast. Þá mun
„óvinurinn, sem úi noiðii kemur", verða
„rekinn langt burt frá yður og honum stökkt
út á auðnir og öræfi; skal fararbroddur hans
lenda í austurhafinu, en halaflokkurinn í
vesturhafinu, þar skal fýla og illur daunn
upp af honum stíga, þótt* hann hafi unnið
stórvirki“. (Jóel 2. 20).
Slík verða endalok hins stórkostlega ríkja-
sambands, sem nú er að myndast í heim-
inum undir forustu Rússa. Þegar þeir ör-
lagaþrungnu atburðir hafa gerzt, sem þarna
er að vikið, er örlagaélið liðið hjá og þá
fyrst tekur í sannleika að birta með mann-
kyni þessarar jarðar.
NIÐURLAGSORÐ.
Grein þessi er að mestu þýðing á greina-
flokki, sem birtist í enska tímaritinu „Na-
tional Message“ á árinu 1943. Ýmsu er
þó sleppt, sem nú á ekki lengur við, og
einstöku atriðum aukið í eftir öðrum heim-
ildum.
* í ísl. Bibl. er „því að" o. s. frv., en í er-
lendum Biblíum er „þó að“, „enda þótt", „þrátt
fyrir" o. s. frv. og eru það sýnilega réttari
þýðingar. J. G.
Ég tel rétt að birta þessar hugleiðingar,
því að þær sýna svo vel hina óbifanlegu trú
Breta á handleiðslu Guðs á brezku þjóðinni.
Slík trú, sem þarna keinur fram, má kalla
að sé nú óþekkt orðin hér á landi. Hún
hefir horfið fyrir hinu heimskulega þýzka
heimspekigutli, sem hellt hefir verið hugs-
unarlaust í okkur af dönskum og íslenzkum
visindamönnum, sem vart hafa vitað, að
utan Þýzkalands og Danmerkur væri nokkuð
það að fá, sem menningarverðmæti gætu
talizt. Menn sjá nú á framkomu þýzku naz-
istanna ávexti þessarar þýzku „nienningar".
Ofsóknir, hryðjuverk, ofbeldi, svik, lýgi,
morð á saklausu fólki og svívirðilegustu
pyndingaraðferðir, sem sögur fara af, allt eru
þetta ávextir hins þýzka guðleysis, sem
„inenntamenn“ Þýzkalands fluttu þjóð sinni
síðustu öldina. Og menn sjá nú einnig upp-
skeruna af slíkri stefnu. Er hægt að hugsa
sér ömurlegri örlög en hin þýzka þjóð nú
hefir upp skorið? Og við skulum vera þess
fullviss, að hér á landi fer á svipaðan hátt,
ef íslenzka þjóðin ber ekki gæfu til þess
að snúa við á þeirri ömurlegu braut vantrúar
og guðleysis, sem hún nú gengur. En til
þess að geta snúið við þarf íslenzka þjóðin
að vita, að til eru þjóðir, sem enn hafa ekki
glatað trú sinni á Guð og æðri forsjón hans,
en um það og þær þjóðir þegja „guðfræð-
ingar“ vorir vandlega. Þeir hafa það meira
að segja til, að hlægja að Bretum fyrir trú
þeirra og kalla hana hræsni.
íslendingar verða að skilja það sem fyrst,
að það er meira en falleg orð, það er full-
kominn sannleikur, sem eitt af höfuðskáld-
um vorum segir í þessum ljóðlínum:
Sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á Guð sinn og Jand sitt skal tiúa.
DAGRENNING 37