Dagrenning - 01.12.1946, Síða 40

Dagrenning - 01.12.1946, Síða 40
"Mylnur Guðs” í hinni fróðlegu og athyglisverðu grein „Afnám konungsríkjanna" í síðasta (3.) hefti Dagrenningar segir að til sé erlendur orðs- kviður, er þýddur hafi verið á íslenzku „Guðs kvörn malar hægt.'‘ Þetta er hárrétt, það sem það nær. En venjulega er ekki látið staðar nurnið við þessi fjögur orð, heldur hins og getið, að kvörnin mali smátt. Þýzka skáldið Friedrich von Lenau, sem uppi var fyrra hluta seytjándu aldar, er höfundur margra spaklegra vísna, þar á meðal þeirrar, er hefst á þessum orðum. Á frummálinu er hún þannig: Gottes Múhlen mahlen langsam, mahlen aber trefflich klein; Ob aus Langmut er sich sáumet, bringt mit Schárf’ er alles ein. Longfellow sneri þessu þannig á ensku: Though the mills of God grind slowly, yet they grind exceeding small; Though with patience He stands waiting, with exactness grinds He all. í þessari þýðingu hefir vísan flogið um alla veröld, svo að segja má að fyrri helm- ingur hennar sé á allra þeirra vörum, er á þá tungu mæla. Og nálega ávallt eru orðin tilfærð í þýðingu Longfellow’s, en ekki á frummálinu. Á íslenzku hefir vísan verið þýdd á þessa leið: Mylnur Guðs þó mali’ í hægðum, mala þær samt undrasmátt; þó hann tefji þolinmóður, þá mun eftir skilið fátt. Um alla æfi mannkynsins hefir mátt sjá það, hve undrasmátt þessar mylnur mala, en aldrei sáust þær mala í svo ægilega stórum stíl sem nú síðustu áratugina þrjá. Þó er vísast eftir ennþá stórfelldari rnölun, og fyrir allra hluta sakir hæfir það okkar litlu þjóð, að gefa gætur að táknurn tímanna. „Því að þá daga mun verða slík þrenging, að engin hefir verið þvílík frá upphafi sköpunarinn- ar.“ Sn. J. „THE DEAD END“. Eftirfarandi Reutersfrétt birtist í Morgunblaðinu 12. desember s.l.: „Sameinuðu þjóðunum boðin stórgjöí. New York i gærkvöldi. Milljónamæringurinn John D. Rockefeller hefir boðið sameinuðu þjóðunum meir en tvær milljónir sterlingspunda, til kaupa á lóð í New York undir aðalbækistöðvar stofnunarinnar. Lóð, eða lóðir þessar eru í því hverfi borgarinnar, sem nefnt hefir verið „Dead End“. Bækistöðvanefnd Sameinuðu þjóðanna var tilkynnt boð Rockefellers í dag. — Það skilyrði fylgir þó gjöfinni, að ákvörðun um það, hvort þiggja beri hana, verði að hafa verið tekin innan 30 daga. Sérstök undirnefnd liefir verið skipuð til að fjalla um þetta mál.“ Þingi U.N. (Sameinuðu þjóðanna) lauk 16. des. og var þá tilkynnt, að samþykkt hefði verið að taka þessu boði Rockefellers. Það er „einkennileg tilviljun", að „leið þjóðanna" eins og hún er sýnd í Pýramidanum mikla, liggur frá 1944—1994 gegnum þröngan „gang", sem á íslenzku hefir verið nefndur „lokagangurinn oplausi", en á ensku er nefndur „The Dead End“. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.