Dagrenning - 01.10.1950, Síða 16

Dagrenning - 01.10.1950, Síða 16
valdi Hvítahússins Væri beint að því að fá al- menningsálitið í Ameríku til að líta með vel- vild á Sovétstjórnina". Hann hugðist fá Stalin til að taka upp lýðræðislega háttu og fara eftir kristnum hugmyndum á hinum frægu fundum þeirra, þar sem þeir ræddust við persónulega. Roosevelt hefur þá, ef hann hefur aldrei verið sér þess meðvitandi í hvaða tilgangi hann var notaður, verið á valdi sönm bamalegu blekkingarinnar og Chamberlain. Loka samstarfi milli hans og Bullitts lauk eftir þriggja klukkustunda viðræður með fyrimiælum, sem sendiherr- ann var beðinn að hlíta og með þessum orð- um: „Bill, ég ætla ekki að deila um stað- reyndir þær, er þú heldur fram. Ég ætla heldur ekki að deila um þau rök, ér þú færir fyrir málstað þínum. Ég hefi aðeins hugboð lim, að Stalin sé eklci þess konar maður. Harr)' segir, að hann sé það ekki, og hann vilji ekkert nema tryggja öryggi lands síns, og ég hygg, að ef ég læt honum allt í té, sem ég mögulega get og bið einskis í stað- inn, „noblesse oblige“i), þá muni hann ekki reyna að seilast til yfirráða í öðrum lönd- um og rnuni vinna með mér fyrir lýðræði og friði í heiminum.“ Bullitt sagði, að það væri óviturlegt að treysta reglunni um „no- blesse oblige,“ þar sem forsetinn ætti við- skipti við stigamann frá Kákasus, en ekki göfugan aðalsmann, en Roosevelt bætti þá við: „Ég ætla nú að fara eftir hugboði mínu.“ Þannig var alveg snúið við því, sem áður hafði verið lýst yfir um tilgang stríðsins. Þannig var „Harry segir“ og hugboð eitt látið ráða örlögum milljóna, og vegurinn ruddur, er lá til Yalta og þriðja þáttar harm- leiks þessarar aldar. Forsetinn fór sjálfur að sogast með þeirri áróðursöldu, sem hann og Hopkins höfðu komið af stað. Hæfir og þjóð- 1) „Noblessc obligc.“ Skuldbinging göfng- mennskunnar. hollir starfsmenn í stjórnarráðinu og í utan- ríkisþjónustunni, sem þekktu sannleikann urn Sovétríkin og neituðu að ljúga einræði kommúnista í vil, voru færðir í minniháttar stöður, Slyngir ungir menn, sem þekktu sannleikann, en hugsuðu meira um stöður sínar en land sitt, og voru reiðubúnir til að votta það, að „Stalin hefði breytzt“, hækk- uðu skjótt í tigninni — í Washington voru sóvétvinir á annarri liverri þúfu og menn, sem hlynntir voru stefnu Sovétríkjanna voru sendir sem amerískir ráðgjafar til kínversku stjórnarinnar og til Suður-Ameríku. — Meðan hermenn vorir unnu stríðið, hélt stjóm vor áfram að tapa friðnum og var hin ánægðasta. Þetta var það, sem gerðist bak við tjöldin 1942 og 1943. Á Teheran ráðstefnunni í nóvember 1943 segir Bullitt, að Roosevelt forseti hafi dregið sig í hlé með afsökun um meltingartruflun, þegar úrslitaumræðurn- ar um framtíð Póllands fóm fram milli Stalins og Churchills, en samþykkti svo skiptingu Póllands, sem í rauninni þýddi sama, og skipting Evrópu og áfram- hald styrjaldar tuttugustu aldarinnar. Hann samþykkti einnig að bregðast Mihail- owitch, og að komið yrði fótunum undir fulltrúa Stalins, Tito. „Þegar þetta gerðist“, tekur Bullitt fram aftur, „átti forsetinn enn þá auðvelt með að rísa gegn kröfum Stalins, því að her Hitlers var enn á rússneskri grund og Stalin mátti ekkert missa af „láns og leigu“ framlögunum til þess eins að ná aftur þeim löndum, sem hann fékk, er hann gerði sáttmálann við Hitler 1939.“ Bullitt segir: „Forsetinn var þá meira en þreyttur. Hann var veikur. Lítið var eftir af því líkam- lega og andlega þreki, sem einkenndi hann, þegar hann kom fyrst í Hvítahúsið 1933. Oft átti hann erfitt með að hugsa skýrt, og enn erfiðara átti hann með að láta hugsanim- ar í ljós í samhengi." Aðrir amerískir sam- starfsmenn forsetans um þetta leyti skrifuðu, 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.