Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 24

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 24
yfir, 14. maí, 1948, að hann „viður- kenndi ríkið ísrael.“ Blöð zionista sögðu frá því mjög kampakát, hve undrandi og sem þrumu lostnir amerísku nefndar- mennirnir á þingi Sameinuðu þjóðanna hefðu orðið. Bandaríski fulltrúinn F. B. Sayre, „skýrði vandræðalega frá því, að nefnd lians hefði ekki fengið staðfestingu á fréttunum.“ í óra fjarlægð var ég að furða mig á því, að Marshall skyldi ekki segja a.f sér og gerði þessa athugasemd: „Hann hlvtur að vera að bíða eftir því, hvort Truman verð- ur endurkosinn." Það reyndist rétt, hann fór, þegar það gerðist. Forsetinn tilkynnti, að liann hefði látið stjómast af „beztu mann- ríðarhvötum.“ Seinna sagði hann í áheym zionista: „Sú stund ævi minnar, senr mér finnst mest til um, er, þegar ég viðurkenndi tsraelsríki, föstudaginn 14. maí, kl. tólf mín- útur yfir sex síðdegis.“ Árinu lauk með því að forsetinn gaf starfsmönnum Hvíta húss- ins bókmerki með árituninni: „Ég kýs held- ur frið, en að vera forseti". Hann hélt áfram að vera forseti og stríðið hélt áfram, í bráðina aðeins í Palestínu og nokkrum liluta Egvptalands. Aburðirnir munu vart eiga sinn líka í sögunni. Frá Beirut ritaði forseti ameríska há- skólans blaðinu New York Times og sagði, að fréttirnar hefðu borizt meðan verið var að semja um „vopnahlé í Palestínu", sem amerísk sendinefnd væri að reyna að koma á sem skjótast. Eina sambærilega að- staðan sem við höfum reynt," sagði hann, „var árásin á Pearl Harbour, þegar Nomura og Kumsu voru álitnir vera með samninga- umleitanir í Washington í fullum trúnaði. í því tilfelli vorurn við þiggjendur, og okkur geðjaðist ekki að því“. Eftir þessa hvatningu Trumans forseta varð stríðið í Palestínu svo ofsafengið, að Sameinuðu þjóðirnar sendu sáttasemjara til að reyna að koma á friði. Zionistar sættu sig enganveginn við þau landamæri, sem fvrirskipuð voru af Sameinuðu þjóðun- um. Bernadotte greifi hugðist fá þá til að samþykkja þessi landmæri, en var þegar í stað drepinn. Nokkur hundruð meðlimir zionistaflokks, sem kallaður var, „Stern-óaldarflokkurinn", voru teknir fastir af hinni nýju ísraelsstjórn og settir í fang- elsi í Acre, þar sem „eitthvað um fjögur hundruð þeirra náðu sér í grannnófón og liéldu dansleik til kl. tvö um nóttina. Þeir brutu niður klefahurðir, rifu grindur úr gluggum og ruddu um öllum hindrunum milli aðseturs kvenna og karla.“ (Daily Ex- press). Stern flokkurinn gekkst við verknaðin- um (eftir því sem „Zionist Record" sagði), en mennimir sem teknir voru fastir vora ekki dæmdir fyrir hann. Tveir af foringjum þeirra komu fyrir rétt, en aðeins ákærðir fyrir það að vera meðlimir hins óleyfilega Stem félagsskapar." Saksóknarinn hélt fram þeim einkennilega og eftirtektarverða framburði, að morð Bernadotte greifa væri „alveg eins vel skipulagt og árásin á Pearl Harbour." Mennimir voru dæmdir nrjög vægum 'dóm- um og strax gefnar upp sakir. Stuttu seinna sendi borgarstjóri New York söngflokk lög- reglumanna til að fagna komu foringja hóps- ins til þeirrar borgar, sem Bernadotte greifi hvarf frá, er hann fór að semja frið og var myrtur. Það virtist ekki sú auðmýking til, sem stjórnmálaforsprakkar þeirra þjóða, er mynd- uðu Sameinuðu þjóðimar, vildu ekki undir- gangast. Þeir höfðu fullkomnað það verk, er þeir augsýnilega höfðu verið kvaddir til að vinna, að gefa eyðileggingu smáþjóðar yfir- skinslögmæti. Það var varla hægt að búast við því, að þeim rnundi bregða- svo við það ódæði, er var miklu smávægilegra, jafnvel þó að þeirra eigin sendiboði ætti í hlut. Morð Bemadotte greifa náði fullkomlega þeim til- gangi, sem því var ætlað. Zionistar vildu 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.