Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 41
að standa að alþjóðlegum þakkargerðar- og bænadegi vegna þeirrar dásamlegu vemdar sem ísland naut í skjóli bandarískra og brezkra herja í síðustu styrjöld? — Og, ef þeir vilja það ekki, hver er þá ástæðan? Þessari spumingu skora ég enn fremur á séra Svein Víking að svara fljótlega í Kirkjublaðinu. Ef séra Sveinn Víkingur svarar hvorugri þessari spumingu, sem ég hef hér fyrir hann lagt, undanbragðalaust og án alls loddaraskapar í málfærslu, lít ég svo á að skilningur minn á svari hr. biskupsins til Rutherfords sé réttur, og að það sé hin einkennilega þjónusta kirkj- unnar manna við hinn austræna heiðindóm — kommúnismann — sem þessari afstöðu veldur. Séra Sveinn Víkingur telur lítillar skipu- lagsgáfu kenna hjá mér þar sem ég ætlast til þess að á almennum bænadegi skuli messað í öllum kirkjum landsins, en þær séu 280 en prestar ekki nema tæplega 100. Ég tel það nú satt að segja engan „almenn- an“ bænadag ef aðeins á að messa í 100 söfn- uðum af 280, eða aðeins í rúmlega 1/3 hluta þeirra, og ef nefndin, sem starfar í málinu sér engin tök á því að koma á bænagerð í þeim 180 prestslausu kirkjum, sem séra Sveinn Vík- ingur talar um, held ég að henni væri sæmst að hugsa ekki til framkvæmdanna. * Ég vil endurtaka það hér að lokum sem ég hef áður sagt, að ég tel ekki, að með þeirri meðferð, sem bænadagsmálið hefur fengið hjá prestastefnunni, sé það leyst. Það verður enginn ahnennur þakkargjörðar- og bænadagur haldinn, sem forseti allrar þjóðar- innar kveðji alla landsmenn til, heldur verð- ur einn af helgidögum þjóðkirkjunnar val- inn til þess að þá fari fram guðsþjónusta undir sérstöku fonni líkt og á jólum eða páskum. Sá dagur verður ekki alþjóðareign heldur þjóðkirkjunnar einnar. Hinsvegar rnætti svo fara síðar rneir, þegar meiri skiln- ingur skapast á málinu, að þessi byrjun gæti leitt til þess að almennir bænadagar yrðu upp teknir og fyrirskipaðír af forseta, þegar við þætti eiga. Séra Sveinn Víkingur endar hina furðu- legu grein, sína með því að komast að þeirri niðurstöðu „að sá maður, sem hvorki hefur numið guðfræði né lieldur lagt það í vana sinn að sækja kirkju — geti engan veginn ver- ið þess umkominn að kveða upp úrskurð eða dóm um það, hverju prestar landsins trúi eða trúi ekki, að allur þorri þeirra séu hræsn- arar, guðfræðin þjóhættuleg villuvísindi, 0. s. frv.“ Hann bætir því við, að „svona full- yrðingar án allra raka heiti á íslenzku máli fleipur og sé ekki svaravert." — Ég ætla að þessu sinni aðeins að rninna hinn lærða guð- fræðing og biskupsskrifara á það, að flest- allir beztu forvígismenn kristninnar f\rr og síðar hafa hvorki verið lærðir guðfræðing- ar né heldur kirkjuræknir á sinnar samtíð- ar vísu, svo guðfræðinám eða kirkjugöngur skipta litlu máli þegar gera skal skil veilum hrynjandi þjóðfélags og menningarkerfis sam- tíðar sinnar. Hinsvegar á þar við eins og jafnan að leggja hér á mælikvarða meistarans rnikla frá Nasaret — af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, — og undir þeirri fyrirsögn mun ég nú, að gefnu tilefni frá séra Sveiní Víking og fleirum, einhvern tíma á næst- unni, ef allt fer nreð felldu, skrifa grein í Dag- renningu urn hina íslenzku þjóðkirkju. DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.