Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 17
að hann „liti 'hræðilega út“ að þeir „þyldu þetta ekki“, að þeir væru „mjög hnuggnir“ ■og „óttaslegnir“. Þannig var þessi valdamikli maður, veiklað- ur á líkama og farinn að sljófgast andlega, um- kringdur dularfullum ráðgjöfum, — jafnvel umsetinn af landráðamönnum. Plvarvetna beið hinn rnikli manngrúi og trevsti því, að stríðið væri háð fyrir réttlæti og frelsi. Þess- um ógæfusama manni entust rétt aðeins kraftar og tími til að fara til Yalta og dn'gja síðustu dáðina. í Kairo, í nóvember 1943, lýsti hann ásamt Churchill yfir opinberlega við kínverska leiðtogann Chang Kai-shek, að „öll lands- svæði Kína, svo sem Mansjúría, Formosa og Pescadorevjarnar skyldi aflient kínverska lýðveldinu aftur“. í Yalta, 1945, gerði hann leynisamning (einnig undirritaðan af Chur- ■chill) þar, sem látið er af hendi við Stalin höfnin Dairen í Mansjúríu, og herskipalægi í Port Arthur, svo og ákveðin ítök í jámbraut- inni, sem liggur frá Sovétríkjunum til Dairen um Mansjúríu. Þetta var leynilegt brot á opinberri skuldbindingu, og var gert, vegna þess, að Stalin krafðist þess. í staðinn lofaði Stalin að fara í stríð gegn Japan „tveim eða þrem mánuðum . eftir uppgjöf Þjóðverja". Tveim árum fyrr hafði Stalin þegar gefið þetta loforð án nokkurra skilyrða. Áður en forsetinn fór til Yalta hafði Mac Arthur yfirmaður alls ameríska heraflans í Austur- löndum látið hann vita, að Japan væri að því komið að gefast upp og hvatti hann til þess „að hleypa Rússum ekki í stríðið gegn Jap- an,“ og lagði ríka áherzlu á, að það gæti haft óheillavænlegar afleiðingar síðar. Hinn dauðvona forseti ýtti símskeytinu til hliðar með þessum orðum: „Snjallasti hershöfð- inginn okkar, en lítilsigldasti stjómmála- maðurinn“. Fyrir það að taka þátt í stríðinu gegn Japan að nafninu til í fáeinar stundir, var Sovéteinvaldanum „gefið“ Kína, en það sem bandamaður svikið. Það er hæpið að kalla þetta snjallt herbragð. Roosevelt gekk einnig að því, að kommún- istaríkið, sem komið hafði verið á fót í kín- verska héraðinu Ytri-Mongolia, skvldi frarn- vegis vera aðskilið frá hinu sameinaða Kína, og að suðurhluti Sakhalin og Kurileyja, sem eru mjög mikilvægar við árásarundirbúning, skvldu innlimaðar í Sovétríkin. Þessu sam- komulagi var haldið leyildu íyrir almenningi, og jafnvel fvrir fclaga forsetans á Yalta, James F. Bymes, sem stuttu seinna varð utanríkis- ráðherra. Forsetinn snéri svo aftur heim til Ame- ríku, er hann hafði brugðizt öllum banda- mönnum sínum og föðurlandinu, til að devja. Hann lét eftirmanni sínunj eftir liina óþjóð- legu stjórnarstefnu og hinar levnilegu skuld- bindingar og eftirmaðurinn tileinkaði sér hvorttveggja. Ensku og amerísku hersveitirn- ar voru um þetta levti komnar vel áleiðis inn í Þýzkaland. Montgomerv marskálkur hafði miklu f\ rr stungið upp á því, að revnt væri að brjótast í gegn í mjóum flevg, og treyst því, að á þann veg gæti liann fljótlega komizt til Berlínar og bundið enda á Evrópustríðið. Æðzti herforingi Ameríku, Eisenhower hers- höfðingi,maldaði í móinn. Hann varð að hlíta skipunum hins skammsýna forseta. Þegar hinn nýi forseti tók við var enn tími til fyrir amerísku og brezku herina að taka Berlín, Vín, Prag og mikinn hluta Þýskalands, Tékkoslovakíu og allt Austurríki. í raun og veru var hægt að draga úr, ef ekki alveg að hindra, skiptingu Evrópu, en sú skipting er megin orsök þess að styrjöld tutt- ugustu aldarinnar heldur enn áfram. „Tru- man forseta (segir Bullitt) var „ráðlagt" að láta rauða herinn taka Berlín. Og þannig hafði verið skipað f\'rir.“ Áætluninni, sem framkvæmdir Roosevelts höfðu stutt var enn fylgt. Bardögum var hætt og ame- ríska hemum og hinum miklu hergögnum DAGRENN ING u

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.