Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 6

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 6
nemi Formósu, því hún sé allra eyja nauðsyn- legust fyrir vamir Kyrrahafsins gegn yfir- gangi og útþenslustefnu kím'crskra og rúss- neskra kommúnista. ❖ Truman forseti fylgir að nokkru leyti enn hinni óheillavænlegu stefnu Roosevelts for- seta gagnvart Kremlstjórninni. Viðbragð hans í Kóreu var þó röggsamlegt, en þar hefur það vafalaust ráðið miklu um, að Japan er í mun meiri hættu, ef Kórea er í höndum fjandsamlegrar stjórnar, Það cr næsta merkilegt að veita því athygli hve skyndilega allt viðhorf breytist á þingi Sameinuðu þjóðanna og manna á meðal í lýðræðisríkjunum, ef Rússar láta snöggvast af fjandskap sínum \’ið allt og alla, þó ekki sé nema í orði. Vegna þess að Rússar hafa fund- ið að þeir stóðu höllum fæti í Kóreu-deilunni hafa þeir ekki hagað sér alvcg eins dólgslega það sem af er þessu allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, eins og á fyrri þingum, enda er nú bjartsýnin slík að engu er líkara en að menn búist við því, að nú rnuni öll él birta upp og friðarsólin taka að skína. En ef að líkum lætur þá tákna þessi flcðulæti það, að Rússar séu að brugga hinum vestrænu þjóð- um enn meiri svikaráð en nokkru sinni fyr, og ekki ber skevti Stalins til forseta Norður- Kóreu vott um, að í vændum séu mikilvægar breytingar á utanríkisstefnu Rússa í Asíu eða gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Það er alveg eins og þessir „miklu menn“ á allsherjar- þinginu séu lítil börn, sem halda, að sumarið sé komið þegar kveikt er á götuljósi í rætrar- myrkrinu. Það er öllum Ijóst, sem fylgst hafa með stjórnmálum heimsins undanfarin ár, að kommúnistarnir í Rússlandi stefna markvisst að algjörlegum heimsyfirráðum, og beita þeirri tækifærisstefnu, sem þeir telja bezt við eiga liverju sinni, til að komast áleiðis að því marki. Árið 1924 var sú áætlun Rússa fullgerð að efna til „nýlendubyltingar“, sem þeir svo kölluðu, í Austurlöndum. Að þessu hafa þeir róið öllum árum síðan, og nú er sú nýlendubylting lrafin. í aprílmánuði 1924 flutti Stalin fyrirlestur um grundvallaratriði Leninismans og fórust þá m. a. þannig orð: „Meðan heimsveldisstefnan (Inperial- isminn) er til, verður aldrei komið í veg fyrir styrjaldir, og því mun bandalag öreigabylt- ingarsamtaka Evrópu og nýlendubyltingar- innar í Austurlöndum (Asíu) óhjákvæmilega sameinast í alheimsbyltingu gegn alþjóða- samtökum heimsveldissinna (Inperialista).“ Frá þessari skoðun hafa konnnúnistar ekki kvikað hársbreidd í allri sinni pólitík, þótt þeir hafi margoft lýst öðru yfir, þegar svo stóð á, að það var þeim hagkvæmt. Menn verða að gera sér það ljóst, að kommúnistam- ir í Rússlandi eru brjóstvöm og leiðtogar stórkostlegs alheimssamsæris, sem vinnur eftir setturn reglurn og stcfnir markvisst að ák\'eðnu takmarki, — útrýmingu kristinn- ar siðmenningar og undirokun vestrænna þjóða. * Sú stjórnmálastefna, sem Rússar fylgja nú, hefur réttilega verið kölluð umboðsstyrjalda- steinan. Kórea er fyrsta ríkið þar sem Rússar revna þessa tegund útþenslu stefnu og það virðist svo a. m. k. í fljótu bragði, sem hún hafi mistekist að vissu levti. Hún hefur mis- tekist að því leyti, að þeim heppnaðist ekki að leggja éitt kotríkið enn undir hið mikla rússneska höfuðból. En reyndar er vafasamt, að það hafi verið hinn raunverulegi tilgang- ur þeirra. Sennilegast er að Rússum komi það einmitt ekki illa að svo fór sem fór í Kóreu, því nú fá þeir enn betri aðstöðu til að etja Kínverjum gegn Bandaríkjunum, og það er áreiðanlega mesta áhugamál Rússa þessa stundina, að gera Bandaríkin svo hrædd við Kína, að þau þurfi að binda mikið- 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.