Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 8
helst í Indlandi. Árásin á Kóreu mis- tókst eingöngu vegna þess að Bandaríkin voru með mikinn her og ágætan hershöfð- ingja svo að kalla við bæjardyr Kóreu — 1 Japan. Hefði það ekki verið væru örlög Kóreu nú ráðin á sama veg og ýmsra Evrópuríkja. Það er aðeins gagnvart Mulianreðstrúarríkj- unurn í Vestur-Asíu, og Finnlandi, sem Rússar geta ekki rekið umboðsstyrjaldir, en yrðu sjálfir að grípa til hcrnaðaraðgerða ef þeir teldu Sovietríkjunum „ógnað“ af „heims- veldissinnum“ í þessum ríkjiun. Athyglis- verðasti bletturinn á jörðinni nú, þegar þetta sjónarmið er haft í huga, er spildan frá Persa- flóa að Kaspíahafi, eða Irak og Iran — hin foma Persía. Ef Rússar legðu þau ríki undir sig, eða „frelsuðu þau undan áþján heims- veldissinna“ eins og það heitir nú á þeirra eigin máli, væri hægt að skilja hreinlega á nrilli Austurs og Vesturs, og Rússar mundu þar með loka Asíu að fullu og öllu eins og Kína hefur nú verið lokað. Ekki er ólíklegt að Rússar ráðist í þetta fyrirtæki þegar þeir verða búnir að binda verulegan hluta af her Bandaríkjamanna í Kóreu, Formósu, Filips- eyjum og Japan, stóran hluta af her Frakka og Bandaríkjanna í Indo Kína og nokkum hluta af her Breta í Indlandi, en nú er röðin komin að því, eins og best mun koma í ljós nú eftir að kommúnistar hafa náð Tibet á sitt vald. Þegar kínverskir kommúnistar hafa tek- ið Tibet, skapast þar svipuð aðstaða gagnvart Indlandi eins og var gagnvart Kína rneðan Rússar réðu aðeins Ytri-Mongoliu. Þaðan gátu þeir rekið þann lævíslega áróður, sem allsstaðar er undanfari kommúnismans. í Tibet munu kommúnistar setja á stofn áróð- ursmiðstöð fyrir Indland, bæði Hindustan og Pakistan, auk þess sem þeir rnunu víggirða landið og safna þar saman hersveitum, sem þeir geta fyrirvaralítið látið flæða inn í Ind- land til aðstoðar hinni öflugu fimrntu her- deild þar, til þess að „frelsa“ Indverja undan oki Nehrus og annara „heimsveldissinna". Alveg nýlega hefur sendiherra Indverja í Bandarikjunum, Pandit Nehru, systir hins Indverska þjóðarleiðtoga, lýst því yfir, að Indland vilji halda sér hlutlausu í átökunum milli þeirra, sem nú deila um völdin í heim- inum — Austurs og Vesturs. Ungfrúin sagði, að Indverjar vildu standa utan við og leitast við að koma á sáttum. En Indverjar munu fá að revna tvennt. Annað það, að um sættir milli Austurs og Vesturs getur aldrei orðið að ræða, vegna þess að kommúnistarnir, sem stjóma Austr- inu, hyggja á heimsyfirráð og sættast þess vegna aldrei af heilindum, og hitt, að þegarað lokaátökunum kemur getur enginn verið hlutlaus, því hlutleysi er ávalt stuðningur við málstað árásarríkisins eða málstað þann, sem verri er. I sambandi við þá atburði, sem nú taka að gerast á næstunni er athvglisvert að rifja upp eftirfarandi ummæli úr heimsveldis- áætlun Péturs mikla, sem Stalin fylgir dyggi- lega. Þar segir: „Vér verðum að sækja fram eins og oss er unt í áttina til Konstantinopel og Indlands. Sá senr getur náð eignarhaldi á þessum stöð- um er raunverulegur stjórnandi heimsins. Með þetta fvrir augum verðum vér sí og æ að stofna til illdeilna við Tyrki og Persa.- Vér verðum að flýta fyrir liruni Perzaríkis, (það er nú hrunið), þoka oss inn í Persa- flóann------og brjóta oss braut inn i Ind- land, senr er bvrgðaskemma heimsins. Þegar vér erirm þangað komnir getum vér verið án enska (nú ameríska) gullsins." í síðari hluta þessarar greinar í næsta hefti mun ég ræða nánar um þessa atburði alla í ljósi spádóma Biblíunnar. 6 ' DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.