Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 39
JÓNAS GUÐMUNDSSON: 'Sveíni Víkíng svarað. Hafi nokkur maður áður verið í vafa um, hverskonar andrúmsloft það er, sem leiðtogar hinnar íslenzku þjóðkirkju lifa og hrærast í, hlýtur sá efi að hafa horfið með öllu þegar lesin var grein séra Sveins Víkings, biskups- skrifara, í Kirkjublaðinu 23. okt. s. 1. Ég hef átt í deilurn við ýmsa pólitíska andstæðinga bæði í ræðu og riti, og í þeim herbúðum er, svo sem kunnugt er, ekki æfinlega borin óþarflega rnikil virðing fvrir sannleikanum, en ég held þó, að þessi grein hins prestvígða manns taki fram flestu því, sem ég hef lesið — að skrifum kommúnista undanteknum — um óheiðarlega málsmeðferð, rangtúlkun og útúrsnúning. Það er gjörsamlega tilgangslaust að revna að rökræða mál við mann, sem ber svipaða virðingu h'rir sannleikanum og núverandi biskupsskrifari gerir. Hann lætur sig engu skipta hvort hann fer með rétt mál eða rangt, hvort hann rangsnýr og rífur úr samhengi orð andstæðings sins, ef hann aðeins getur sýnt nógu auðmjúka þjónustu þeinr hús- bónda, sem hann hyggur sig vera að þjóna. Fjarri sé það mér að lasta húsbóndahollustu því hún er dvggð, ef hún er sprottin af réttu hugarfari hins þarfa þjóns, en hjúarembingur allur er fremur leiðinlegur og því óskemmti- legri sem hjúið er ver fallið til þeirrar þjón- ustu, sem því hefur verið falin. Þegar ég hafði lesið grejn séra Sveins Vík- ings í Kirkjublaðinu 23. okt. — en hún á að vera svar af kirkjunnar hálfu við greinum, sem ég hef skrifað um bænadagsmálið — stóð ljóslifandi h'rir hugskotssjónum minum at- burður einn frá uppvaxtarárum mínum á Hvanneyri. Hvannevramautin voru flest mannýg, og á sumrin vom þau tjóðmð skammt frá túni eða engjum. Eitt kvöld bar svo við, þegar lokið hafði verið við að sæta upp í galta miklu heyi niðri á engjum, að einn þessara stórgripa losnaði úr tjóðri sínu og réðst með heift mikilli — og tilbærilegu bölvi á sína vísu — að sátunum og jós hevinu hátt í loft og linnti þessum atgangi ekki f\'rr en boli var handsamaður. Séra Sveini Víking ferst nú ekki ósvipað. Séra Sveinn Víkingur hnevkslast stórlega á framkomu minni í bænadagsmálinu og segir^ eins og hr. biskupinn og séra Jakob Jónsson, að ég hafi ekki fylgt því máli af heilindum. Mér er nákvæmlega sama um þennan dóm hinna drembilátu klerka, því þeirra er ekki að rannsaka „hjörtun og nýrun“. Hinu held ég enn frarn, og hefur sú skoðun nú styrkst mjög við tilkomu þessa nýja innleggs bisk- upsskrifarans, að ekki sé það ofmælt sem ég sagði fyr um afstöðu þjóðkirkjuleiðtoganna til þessa máls. Mestur hluti greinar séra Sveins Víkings er ekki svara verður sökurn hroka þess og rembilætis, sem gætir þar svo mjög, en ég tel þó rétt að taka hér til athugunar tvö eða þrjú atriði til þess að gera þessum kirkjunnar þjóni nokkra úrlausn. Séra Sveinn Víkingur segir í grein sinni: „Og svo heimskulegt ofurkapp leggur hann DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.