Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Síða 6

Ægir - 01.02.2014, Síða 6
6 Fiskvinnsla er þemaefni þessa tölublaðs Ægis, þar sem rætt er við bæði aðila í vinnslufyrirtækjum, sem og sölu- og markaðsmálum. Það er enda við hæfi, svo náið sem fyrirtæki á þessum sviðum starfa saman og verða í raun að starfa saman, eigi hámarksárangur að nást. Eitt af þeim fyrirtækjum sem fjallað er um er Stormur Seafood í Hafnarfirði og í viðtali vekur Þorsteinn Magnússon, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, máls á stöðu sölu- og markaðsmálanna. Samkeppni innlendra framleiðenda á mörkuðum erlendis sé ógn fremur en tækifæri. „Það er eins og við höldum ennþá að þetta geri sig bara sjálft. Ég held að núverandi ástand sýni að greinin þurfi að hysja upp um sig brækurnar í markaðssetningu afurðanna og standa að einhverju leyti saman að henni í stað þess að innlendir framleiðendur séu að berjast innbyrðis úti á mörkuðunum. Það hlýtur að vera mjög gaman að vera evrópskur milliliður þessa dagana að kaupa fisk af sundruðum framleiðendum og söluaðilum frá Íslandi,“ segir Þorsteinn. Í Ægisviðtali blaðsins segir Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, að fyrirtækið ætli sér að auka samvinnu við fiskframleiðendur hér á landi og hann telur að almennt muni fjárfesting í markaðsstarfi fyrir sjávarafurðir fara vaxandi. „Við sjáum tækifæri til að gera þessa hluti enn betur en áður. Það er augljóslega ekki sjálfgefið að við fáum alltaf hæstu verðin fyrir þorsk frá Íslandi úti á mörkuðunum. Við þurfum að vinna fyrir því að skapa okkur þann sess og getum til að mynda horft til þess hvernig framleiðendum á laxi hefur tekist að ná markaðslegri stöðu með öflugu vörumerkja- og markaðsstarfi. Ég tel að við getum náð enn betri stöðu með þorskinn okkar og það gerum við með því að skapa honum aukna sérstöðu. Frá Noregi kemur mikið magn af þorski sem selt er í vinnslu annars staðar í heiminum þar sem hann er þýddur upp og fer þá tvífrystur út á afurðamarkaðinn. Þetta er tækifæri fyrir okkur. Við höfum að bjóða ferskan þorsk eða einfrystan í hæsta gæðaflokki. Ein leiðin af mörgum í þessari vinnu er að nota vörumerki, líkt og t.d. Icelandic, til að standa að baki þessari ímynd, uppruna og gæðum afurðarinnar.“ Engum sem fylgist með fiskvinnslu og markaðsmálum í dag blandast hugur um að Norðmenn hafa bitið í skjaldarrendur og náð umtalsverðum árangri með afurðir sínar úr laxi og þeir eru á fullri ferð í markaðsátaki með þorskafurðir og mæta til leiks á mörkuðum þar sem Íslendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta. Þeim þurfa framleiðendur og markaðsfyrirtæki að mæta af fullum þunga. Bjallan hringir. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Bjallan hringir Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar Hitastillar • Hitanemar Stjórnbúnaður með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður Hitaliðar • Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar R itstjórn a rp istilll

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.