Ægir - 01.02.2014, Page 12
12
Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík veitir
um 50 manns vinnu í fisk
vinnslu en fyrirtækið byggir al
farið á hráefni frá fiskmörkuð
um, auk beinna hráefniskaupa
af útgerðum ef á þarf að halda.
Fyrirtækið hefur nokkra sér
stöðu meðal íslenskra fisk
vinnslna vegna fjölbreytni í
framleiðslu sinni, framleiðir
bæði frystar og ferskar fisk
afurðir úr yfir 15 fisktegund
um. Fiskiðjuna Bylgjuna stofn
aði Ívar Baldvinsson árið 1977
og þá um vinnslu á fisktegund
um sem lítið var þá hirt um að
koma í verð. Með tíð og tíma
jókst fjölbreytileikinn í vinnsl
unni og árið 1991 urðu nokkur
straumhvörf þegar tengsl sköp
uðust við viðskiptavini í Belgíu
og þangað flutti fyrirtækið
m.a. ferskan fisk. Árið 1997 tók
sonur Leifur Ívarsson, sonur
stofnandans, við keflinu og er
nú eigandi að 75% á móti
belgíska fyrirtækinu Marine
Harvest Pieters N.V.
Afhendingaröryggi er lykilatriði
„Við sérhæfum okkur ekki í
einni fisktegund umfram aðra,
vinnum allt okkar í frosið og
ferskt. Það má segja að við höf-
um tekið upp þráðinn aftur í
ferska fiskinum sem við vorum
að framleiða á árum áður og sá
hluti er alltaf að sækja á í fram-
leiðslunni,“ segir Leifur. Hann
segir að með lækkandi verðum
á frosnum afurðum hafi
áherslan færst yfir í ferska fisk-
inn.
„Það eru nánast allar fisk-
tegundir komnar yfir í ferskt í
dag og lykilatriði í þessu er að
ná að standa við afhendingu á
vörunni til kaupenda. Framleið-
endur eru fljótir að missa við-
skiptavini ef þeir ná ekki að
skila því sem þeir hafa samið
um,“ segir Leifur en framleiðsla
Fiskiðjunnar Bylgju fer að
stærstum hluta til Marine Har-
vest Pieters í Belgíu og dreifist
þaðan út til verslanakeðja og
veitingahúsa.
„Veturinn var mjög erfiður
fyrir okkur, gæftaleysi og óstöð-
ugleiki í hráefnisframboðinu.
Minna framboð á ýsu vegna
minni kvóta hefur líka áhrif á
okkur,“ segir Leifur en segja má
að Fiskiðjan Bylgja framleiði um
20 tonn af vörum að jafnaði á
viku yfir árið.
Hörð samkeppni við Norðmenn
Fiskiðjan Bylgja breytti fyrir
skömmu merki sínu og má
glöggt sjá á því nýja hversu rík
áhersla er lögð á hreinleikann,
ferskleikann og Ísland, m.a.
með fánalitunum.
„Stórkaupendur erlendis
horfa talsvert til hreinleikans og
upprunamála, m.a. MSC vottun-
arinnar og Iceland Responsible
Fisheries en neytendurnir sjálfir
eru, að minnsta kosti enn sem
komið er, uppteknastir af verði
vörunnar. Við seldum um tíma
til verslunarkeðju sem lagði
áherslu á að vera með íslenskar
vörur en þeir hafa lagt þá
áherslu til hliðar. Við finnum
glögglega fyrir því hve Norð-
menn hafa komist langt í sínu
markaðsstarfi að undanförnu
og við verðum að taka okkur
tak á þessu sviði. Það kostar
tíma, fé og fyrirhöfn og þarf að
gerast með sameiginlegu átaki
á landsvísu. Þetta er ekki verk-
efni sem er á færi einstakra fyr-
irtækja. Við heyrum kaupendur
okkar erlendis tala um vaxandi
sókn Norðmanna og til að
mynda er stutt síðan að kom al-
gjört stopp í markaðinn fyrir
okkur í Belgíu þegar Norðmenn
efndu til svokallaðrar skrei-viku.
Þá snerist allt um norskan
þorsk. Á meðan sitjum við á
hliðarlínunni en í hvert skipti
sem Norðmönnum tekst að
koma með svona átak inn á
markaðinn ná þeir nýjum við-
skiptavinum á sitt band. Þessu
verðum við að mæta af fullum
krafti og eigum að mínu mati
að keyra upp sérstöðu okkar
með hreinleikanum og gæðum
okkar afurða. Við eigum fyrir-
mynd í markaðsátakinu
Inspired by Iceland og getum
byggt á því.“
Brýnt að
efna til
kynningar-
átaks á
mörkuðum Leifur Ívarsson hjá Fiskiðjunni Bylgju í Ólafsvík segir Norðmenn sækja hart fram á mörkuðum fyrir íslenskar sjávarafurðir:.
Vinnsla hjá Fiskiðjunni Bylgju í Ólafsvík.
F
isk
v
in
n
sla