Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 15
Annars vegar er það röntgentæknin sem greinir beingarðinn í fiskflökunum og hins vegar vatnsskurðartæknin. Röntgenskynjarar vélarinnar geta greint bein allt niður í 0,2 millimetra að þykkt og þegar flakið fer áfram eftir færibandi í vélinni tekur við vatnsskurður sem bæði ræður við bognar skurðarlínur og mismunandi halla. Þannig gerir þessi tækni kleift að skera beinin úr af meiri nákvæmni og í framtíðinni með betri hráefnisnýtingu en mannshöndin ræður við. „Þróun röntgentækninnar hefur verið hröð á síðustu árum og orðið æ betri valkostur í vinnslu sem þessa. Vatns- skurðinn þekkjum við frá gam- alli tíð í fiskvinnslunni en það má segja að á sínum tíma hafi tæknilausnir frá Marel rutt vatnsskurðartækn- inni til hliðar í hvít- fiskvinnslunni hér á landi. Núna erum við að sameina þessar tvær tæknilausnir, röntgentæknina og vatns- skurðinn, í einni vél bæði til að skera beingarðinn úr flakinu og hluta það niður,“ segir Kristján en í hefðbundinni vinnslu fara 6-10% af flaki þegar beinagarð- ur er skorinn úr en markmiðið með FleXicut vélinni er að bæta nýtinguna um 2-5 prósentu- stig. Það segir Kristján skapa fiskvinnslunni umtalsverð verð- mæti. Nýir möguleikar í bitavinnslu Eins og áður segir opnar FleX- icut vélin möguleika fyrir fram- leiðendur á þróun nýrra afurða. Það segir Kristján ekki síður áhugavert en það tæknilega skref að skera beingarðinn úr flökunum. „Með vatnskurðinum er hægt að skera flökin með roði og mæta þannig áhuga margra fiskkaupenda á að kaupa fiskbita með roði. Þetta eru gjarnan kaupendur sem eru á höttunum eftir hávirðishluta flaksins, þ.e. hnakkastykkjunum og þannig erum við að opna möguleika til að skapa enn meira verðmæti úr hverju flaki. Síðan getum við t.d. skorið flök- in á nýjan hátt, þannig að til verði svokallað bakflak. Þar er komin önnur vara sem getur orðið eftirsótt hjá kaupendum. Ég er því ekki í vafa um að þessi tækniþróun okkar getur, líkt og áður, hjálpað fiskvinnslunum úti á mörkuðunum og skilað þeim nýjum viðskiptavinum og auknum tekjum í framtíðinni,“ segir Kristján og leggur áherslu á að FleXicut vélin nýtist bæði stærri sem smærri vinnslufyrir- tækjum í hvítfiski, hvort heldur þau vinna í ferskar afurðir eða frosnar. Með fjölbreytileika í skurðar- og flokkunaraðferðum geti fyrirtækin mætt sérþörfum viðskiptavina. Vinnslurnar hungraðar í framfarir Þær flæðilínur sem fiskvinnslu- húsin eru með frá Marel nýtast áfram með nýju FleXicut vél- inni, að sögn Kristjáns. „Við er- um fyrst og fremst að horfa til hvítfiskvinnslunnar á Íslandi og í Noregi með þessari tækni en við höfum í þróunarvinnunni bæði átt samstarf við íslensk og norsk fiskvinnslufyrirtæki. Áhuginn er mjög mikill hjá vinnslunum í þessum löndum og við fáum mikið af fyrirspurn- um. Fiskvinnslan er orðin mjög hungruð eftir nýjum tækni- framförum og næstu skrefum inn í framtíð- ina í þessari grein. Þá braut erum við að marka jafnt og Nýja FleXicut vélin frá Marel. Hún verður kynnt í fyrsta skipti opin- berlega á sjávarútvegssýningunni í Brussel í næsta mánuði. Dæmi um þá möguleika sem nýja vélin skapar til skurðar á flökunum. 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.