Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 20
20 Viljum aukið samstarf við framleiðendur „Þær áherslubreytingar í rekstrinum sem við höfum gert að undanförnu miða að því að einfalda félagið og styrkja jafn- framt samband okkar og sam- starf við fiskframleiðendur hér heima á Íslandi. Þær einingar sem Icelandic Group hefur látið frá sér að undanförnu, svo sem Selmer í Frakklandi og Picken- pac í Þýskalandi, höfðu í sjálfu sér ekki þörf fyrir íslenskan fisk og því má segja að jafnt og þétt séum við með þessum breytingum að hækka hlutfall á íslenskum fiski sem fer í gegn- um okkar kerfi. Mikilvægi hrá- efnis frá Íslandi er þannig að aukast og við undirstrikum enn frekar áherslu okkar hér heima með kaupum á fyrirtækinu Ný- fiski í Sandgerði. Þar erum við að koma inn í bæði landvinnslu og útgerð sem skilar okkur margháttuðum ávinningi. Bæði erum við með þessu að taka þátt í vöruþróun, auka okkar færni í virðiskeðjunni í heild og svara þannig kalli sem við heyr- um frá neytendum á öllum okk- ar mörkuðum. Framleiðsla Ný- fisks er ekki stór hluti af því heildarmagni sem fer í gegnum okkar kerfi en bæði þessi kaup og nánara samstarf við fiskframleiðendur á Íslandi undirstrika þann ásetning okkar að vinna á öllum sviðum virðis- keðjunnar,“ segir Magnús. Ekki eru áform um frekari beina þátttöku í landvinnslu eða út- gerð enda leggur Magnús áherslu á að að innkoma fyrir- tækisins í Nýfisk hafi þann til- gang að mæta ákveðnu ákalli á afurðamörkuðunum. Lykilatriði er að Icelandic Group sé mark- aðsdrifið fyrirtæki. „Okkar stoðir í rekstrinum eru þrjár. Í fyrsta lagi að vera markaðdrifið fyrirtæki sem fjár- festir í sínum vörumerkjum og öðrum þáttum í markaðsstarf- inu. Í öðru lagi að búa yfir öflug- um innviðum sem hafa burði til að koma vörunni frá auð- lindinni og inn á markaðina og í þriðja lagi að hafa aðgengi að auðlindinni, þ.e. eiga hið nána samstarf við framleiðendur bæði erlendis og í auknum mæli á Íslandi,“ segir Magnús en um helmingur þess magns sem Icelandic Group selur kem- ur frá framleiðendum á Íslandi. Vökul augu neytenda Markaðir eru síbreytilegir og það á að sönnu við um afurða- markaði í fiski, ekki síður en aðra neytendavörumarkaði. Gagnsæi og ábyrgð eru stóru atriðin sem fiskafurðamarkaðir leggja áherslu á í dag. „Krafan er um 100% gagnsæi og að í virðiskeðjunni sé aðili sem beri ábyrgð á vör- unni frá upphafi til enda. Ef við tökum sem dæmi okkar starf- semi í Bretlandi og Belgíu þá er- um við í samstarfi við leiðandi verslunarkeðjur sem vilja að við berum fulla ábyrgð á vörunni alla leið inn á gólf til þeirra. Þetta er almennt mjög vaxandi krafa og sú uppákoma sem varð fyrir rúmu ári síðan þegar upp komst um notkun á hrossakjöti í lasagna þrýsti enn frekar á um þessa ábyrgðar- kröfu. Neytendur gera þá kröfu í dag að þeir fái örugga vit- neskju um hvað þeir eru að borða og geti treyst vörunni. Krafa þeirra um þessa þætti er meiri en áður var en um leið er þetta tækifæri fyrir okkur vegna þess hversu mikið gegnsæi við höfum á allri keðjunni frá auð- lind til neytanda. Krafan um aukna skilvirni er líka áberandi og henni mætum við með nánara samstarfi við okkar lykilbirgja og loks má The Saucy Fish Co. er annað aðal vörumerki Iclandic Group og er í mikilli sókn, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Leiðin til að hámarka verðmæti í framleiðslu fiskafurða er að skilja markaðina og uppfylla þarfir þeirra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.