Ægir - 01.02.2014, Page 21
21
segja að við séum í vaxandi
mæli að horfa til vara úti á
mörkuðunum þar sem fiskur er
í aðalhlutverki. Við höfum verið
með framleiðslu á tilbúnum
réttum í Grimsby í Bretlandi
sem við munum hætta á þessu
ári í samræmi við þessa
stefnumörkun okkar. Sjávar-
fang er okkar sérgrein og út frá
þeim punkti er okkar
aðal áhersla,“
segir Magn-
ús.
Sérstöðu íslenskra þorskafurða á
að auka
Vörumerkið Icelandic á að baki
sér áratuga sögu á afurðamörk-
uðum víða um heim en annað
aðal vörumerki Icelandic Group
er „The Saucy Fish Co“. Vörur
eru seldar undir hinu síðar-
nefnda í flestum stórmörkuð-
um í Bretlandi og nýverið hafa
yfir 400 verslanir á austurströnd
Bandaríkjanna tekið þessar vör-
ur í sölu. Það er til marks um ár-
angur af uppbyggingu vöru-
merkisins The Saucy Fish Co að
í árlegri skoðanakönnun um
vörumerki í Bretlandi þótti það
með þeim svölustu á breskum
markaði og skipaði sér á lista
með ekki ómerkari vörumerkj-
um en Apple, Facebook og
Nike.
Magnús er ekki í vafa um að
tækifæri felist í uppbyggingu
beggja vörumerkjanna og fjár-
festingum á þessu sviði. „Við
sjáum tækifæri til að gera þessa
hluti enn betur en áður. Það er
augljóslega ekki sjálfgefið að
við fáum alltaf hæstu verðin fyr-
ir þorsk frá Íslandi úti á mörk-
uðunum. Við þurfum að vinna
fyrir því að skapa okkur þann
sess og getum til að mynda
horft til þess hvernig framleið-
endum á laxi hefur tekist að ná
markaðslegri stöðu með öflugu
vörumerkja- og markaðsstarfi.
Ég tel að við getum náð enn
betri stöðu með þorskinn okkar
og það gerum við með því að
skapa honum aukna sérstöðu.
Frá Noregi kemur mikið magn
af þorski sem selt er í vinnslu
annars staðar í heiminum þar
sem hann er þýddur upp og fer
þá tvífrystur út á afurðamarkað-
inn. Þetta er tækifæri fyrir okk-
ur. Við höfum að bjóða ferskan
þorsk eða einfrystan í hæsta
gæðaflokki.
Ein leiðin af mörgum í
þessari vinnu er að nota vöru-
merki, líkt og t.d. Icelandic, til
að standa að baki þessari
ímynd, uppruna og gæðum af-
urðarinnar,“ segir Magnús.
Þurfum að taka þátt í þróun
Asíulanda
Icelandic Group er stærsti
útflytjandi á sjávarfangi frá Ís-
landi og selur á markaði víða
um heim. Tækifærin eru víða en
ekki hvað síst í Asíulöndum.
„Þar erum við að fara dýpra inn
á markaðinn, ef svo má segja,
auka vitund hans fyrir gæðum
þeirra vara sem við erum að
selja frá Íslandi. Styrkleiki okkar
Allt til línuveiða
www.isfell.is
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.isNýfiskur í Sandgerði er nú í eigu Icelandic Group og þar með er fyrirtækið orðið
beinn þátttakandi í fiskvinnslu og útgerð.
Forstjóri Icelandic Group telur að marka þurfi íslenskum þorskafurðum meiri
sérstöðu á mörkuðunum. Í því felist tækifæri til sóknar með þessar dýrmætu af-
urðir.