Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2014, Page 25

Ægir - 01.02.2014, Page 25
25 Reynslan af nýju M800 roð- dráttarvélinni sýnir góða nýt- ingu á hráefni og afburða góð flakagæði, ekki síst í vandmeð- förnu hráefni, s.s. ýsu. Benda notendur M800 um borð í frystiskipum á að t.d. séu sporðaklippingar áberandi minni en í samkeppnisvélum. Einnig er mikilvægt atriði að roðvélin er einföld, hljóðlát, einstaklega viðhaldslétt og er afar fyrirferðalítil sem þykir mik- ill kostur, ekki síst um borð í vinnsluskipum. Eins og í hönnun og smíði allra fiskvinnsluvéla Vélfags var í hönnun M800 roðdráttarvélar- innar lögð rík áhersla á að þrif væru auðveld og örverumeng- un þannig haldið í lágmarki. M700 flökunarvélar og M500 hausarar frá Vélfagi eru einnig í notkun hjá bæði öflugum land- vinnslufyrirtækjum og sjófrysti- skiskipum á Íslandi og erlendis og hafa þessar vélar hvarvetna hlotið lof fyrir afköst, endingu, lága bilanatíðni og góða hrá- efnisnýtingu. M800 roðdráttarvélin.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.