Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 27
27 inn og enginn skilur neitt í því að við skulum ekki fá að veiða meira þegar það er svona mikil fiskgegnd og það vantar aura í ríkiskassann. Ég get ekki betur séð en að hafið sé morandi í fiski. Margar lagnir hafa verið að skila á milli 20 og 30 tonnum. Það hefðu einhvern tíma þótt ágæt aflabrögð,“ segir Guðjón. Kópur er nú kominn í slipp og er verið að útbúa hann fyrir væntanlega makrílvertíð. Menn bíði nú eftir að komast á makríl og eftir nýju fiskveiðiári. „Það er dálítil bið í nýtt fisk- veiðiár en biðin er samt ekki eins löng og maður upplifði hana eftir jólunum í gamla daga. Nú hellast jólin yfir mann áður en maður veit af því. Það sama á við um nýtt fiskveiðiár.“ Þegar kvótastaðan er ekki betri en þetta sækir Guðjón á fiskmarkaðina til að halda fisk- vinnslunni í gangi. „Svo fer nú strandveiðin að hefjast hver sem árangurinn af henni verð- ur. Í fyrrasumar klikkaði skak- vertíðin alveg hjá okkur. Ég man ekki til þess að það hafi gerst áður. Það var mokafli fyrir norðan Djúp en bara erfiðleikar hjá okkur. Nokkrir beittu á krók- ana og þeim gekk betur. Það var fiskur þarna en af einhverj- um ástæðum gaf hann sig ekki.“ Selt til Evrópu og Kanada Þórsberg er mest í vinnslu á þorski, ýsu og steinbít. „Það er búið að minnka svo stein- bítskvótann að það er svo sem ekki eftir miklu að slægjast. Og ýsan er bara meðafli en það er ekki reynt að veiða hana. Á grunnslóð er mikið af henni en það er auðveldara að forðast hana á fjærmiðum. Grunnið og allir firðir virðast fullir af ýsu. Þegar hún kemur sem meðafli höfum við reynt að leigja kvóta og nýta Hafróheimildirnar. En þá fæst líka lítið fyrir hana,“ seg- ir Guðjón. Þórsberg flytur út ferskan, frosinn og saltaðan fisk, mest til Evrópulanda en einnig til Kanada. „Þar er ágætur markað- ur og þangað hefur mest farið ferskt og frosið. Þessi viðskipti hafa frekar aukist. En að öðru leyti er staðan ágæt og svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og öðru- vísi er ekki hægt að vera í þessari grein,“ segir Guðjón. Kvótinn er búinn en þá er fiskur keyptur á markaði til að halda uppi fiskvinnsl- unni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.