Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2014, Side 28

Ægir - 01.02.2014, Side 28
28 Sveinbjörn Sigmundsson verksmiðjustjóri segir að breytingin miðist fyrst og fremst við afkastaaukningu. „Aukningin fer eingöngu fram með rafmagni og varaafl með olíu verður ekki til staðar. Ef við lendum í skerðingum þá er stækkunarhlutinn fyrstur út,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að það sé ekki bjart framundan hvað varðar afhendingu á ótryggri orku. „Í mínum huga er ástandið býsna alvarlegt, ekki hvað síst þegar kemur að flutningsgetu á raf- orku út á land. Það er rætt um að flytja út raforku til annarra landa um sæstreng en svo virð- ist sem við getum ekki flutt ork- una á milli landshluta. Flutn- ingskerfið er að liðast í sundur og þetta er háalvarlegt mál,“ segir Sveinbjörn. 25 til 30 tonn af olíu á sólarhring Fiskmjölsverksmiðja HB Granda hefur undanfarin ár nýtt raf- skautaketil til framleiðslunnar í stað hinna gömlu olíukatla og hefur það haft í för með sér sparnað á orkukostnaði og dregið úr innflutningi á erlendu jarðefnaeldsneyti. Sveinbjörn Sveinbjörn Sigmundsson verksmiðjustjóri segir raforkuflutningskerfið vera að liðast í sundur. Afkasta- geta aukin um 300 tonn á sólarhring Stækkun á fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði hófst strax í lok loðnuvertíðar. Verksmiðjan afkastar núna 850 tonnum af hrá­ efni á sólarhring en eftir stækkun verður afkastagetan 1.150 tonn. Stækkunarhluti verksmiðjunnar verður einungis knúinn raforku þannig að komi til skerðingar á afhendingu á raforku verður af­ kastagetan áfram óbreytt 850 tonn. Fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði. F isk v in n sla

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.