Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Síða 33

Ægir - 01.02.2014, Síða 33
33 Landsins mesta úrval af viftum. Skoðaðu úrvalið á viftur.is Viftur ísvélar 1 T Framleiddu eigin ís 5 T Stærsti og virtasti framleiðandi heims Leitaðu tilboða! Ammoníak Frystiklefar Allt í kælikerfið á einum staðíshúsiðS: 566 6000 | Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur 30ára reynsla 198 3 - 2013 Hágæða kæli- eða frystiklefar. Hagstætt verð! tilboð Reiknaðu hagnaðinn: isvelar.is inu sama dag. Verðmyndun á fiski á Íslandi er því mjög gölluð svo vægt sé til orða tekið og ekki er eingöngu hægt að kenna „stóru“ fyrirtækjunum um það.“ Barningur í fiskvinnslunni Þá hafi gengisþróunin ekki verið jákvæð fyrir útflutnings- greinarnar undanfarið. „Fisk- vinnsla sem þarf að leita annað eftir hráefni en til eigin útgerðar er ekki öfundsverð í dag. Ég held að nær sé að segja að fisk- vinnsla sé barningur um þessar mundir.“ Þorsteinn segir að meintur virðisauki af meiri vinnslu á sjáv- arafurðum verði að mjög litlu leyti eftir á Íslandi. „Mér finnst oft eins og virðisaukinn sé mun meiri fyrir milliliði úti í Evrópu. Þeir geta selt vöruna áfram á svipuðu verði en fengið hana á lægra verði þar sem framboðið er stöðugt að aukast. Þarna kemur auðvitað að því hvernig við Íslendingar stöndum að markaðssetningu á afurðum okkar. Það er eins og við höld- um ennþá að þetta geri sig bara sjálft. Ég held að núverandi ástand sýni sig að greinin þurfi að hysja upp um sig brækurnar í markaðssetningu afurðanna og standa að einhverju leyti saman að henni í stað þess að innlendir framleiðendur séu að berjast innbyrðis úti á mörkuðunum. Það hlýtur að vera mjög gaman að vera evrópskur milliliður þessa dagana að kaupa fisk af sundruðum framleiðendum og söluaðilum frá Íslandi. Svo er það umræðan um fullvinnsluna sem mér finnst vera á reiki. Fyrir mér getur heill þorskur alveg eins verið fullvinnsla að því gefnu að kaupandinn óski eftir vörunni í því ástandi. Mér finnst það eiga við um flestar greinar fiskvinnsl- unnar að öfugur virðisauki sé bundinn í frekari vinnslu afurð- anna. Það virðist oftar en ekki gilda að eftir því sem varan er meira unnin því minna fæst fyrir hana. Verðbilið milli óunnin fisks og unninni vöru er ekki nógu mikið. Við fáum oftast mest fyrir þorskinn með því að skera af honum hausinn, pakka honum ofan í kassa og senda kaupanda,“ segir Þorsteinn. Ferskar afurðir komnar í kassa og tilbúnar í útflutning.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.