Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Síða 34

Ægir - 01.02.2014, Síða 34
34 „Verkið gengur samkvæmt áætlun og því á að vera lokið þann 1. júní,“ segir Ingólfur Árnason hjá Skaganum hf. en nú stendur sem hæst uppsetn­ ing búnaðar í nýrri uppsjávar­ verksmiðju hjá Skinney­ Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Settir verða upp 10 frystar með tilheyrandi vinnslu­ og frysti­ kerfum en Kælismiðjan Frost annast frystikerfi verksmiðj­ unnar. Samningur Skagans hf. við Skinney-Þinganes er sá stærsti sem Skaginn hefur gert hér á landi en uppsjávarverksmiðjan er í öllum meginatriðum hlið- stæð þeim sem fyrirtækið hefur þegar sett upp á Suðurey í Fær- eyjum og mun setja upp í Fuglafirði í Færeyjum í sumar. „Afköst verksmiðjunnar á Höfn verða um 700 tonn á sól- arhring en í henni erum við að koma fram með nýjungar í vigtun og pökkun sem bæði skila meiri gæðum afurða og auknum afköstum. Þær lausnir munum við líka nota í verk- smiðjunni í Fuglafirði,“ segir Ingólfur en samkvæmt samn- ingum á að skila því verki þann 1. ágúst. Uppsetning búnaðar er ekki hafin í Færeyjum en nú er verið að ljúka smíðum fryst- anna og tilheyrandi vinnslu- kerfa á Akranesi og fer þá mannskapur frá Skaganum og Kælismiðjunni Frost utan til að setja verksmiðjuna upp. Auk uppsjávarverksmiðj- unnar á Höfn annaðist Skaginn einnig breytingar á vinnslukerfi í bolfiskvinnslu Skinneyjar- Þinganess og var þeim hluta verkefnisins lokið fyrr í vetur. Þar er um að ræða nýtt inn- mötunarkerfi fyrir slægingu og flatningu. „Það kerfi er komið í fullan gang og afkastaði um 13 tonnum á klukkustund núna á vertíðinni og við erum mjög sáttir við þann árangur,“ segir Ingólfur. Saltkaup hf. • Cuxhavengata 1 • 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 • www.saltkaup.is Uppsetning frytiskápa Skagans er í fullum gangi. Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði: Ný uppsjávar- verksmiðja á áætlun F isk v in n sla

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.