Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 2
Þingflokksfundur Sjálfstæðismenn ræddu stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í kjölfar álits umboðsmanns á þingflokksfundi í gær. Viðar Guðjónsson Hallur Már Hallsson „Það er algjörlega í hennar höndum að koma aftur til þingsins og halda áfram sínum stjórn- málastörfum,“ sagði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is í kjölfar þingflokksfundar flokksins í gær. Á hon- um voru málefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og álit umboðs- manns Alþingis rædd. Bjarni telur engu að síð- ur að traust þingflokksins til Hönnu Birnu sé óskorað. „Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að hún hefur borið skaða af þessu máli og hún gerir sér grein fyrir því sjálf. Það breytir því ekki að réttur hennar til að starfa sem þingmanns er óbreyttur,“ sagði Bjarni að fundi loknum. Viðurkenndi mistök Þetta er í fyrsta skipti sem formaður flokks- ins tjáir sig eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit sitt á föstudag. Þar kom m.a. fram að um- boðsmaður teldi samskipti Hönnu Birnu sem þáverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra vera óeðlileg í ljósi rannsóknar lögreglunnar á birtingu minnisblaðs um flótta- manninn Tony Omos sem kom frá ráðuneytinu. Hanna Birna viðurkenndi í bréfi til umboðs- manns Alþingis 8. janúar sl. að það hefðu verið mistök að sinni hálfu að eiga samskipti við lög- reglustjóra meðan á rannsókninni stóð. Ekkert um stöðuna að segja Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nið- urstaða þingflokksfundarins hafi verið sú að flokkurinn hafi ekkert um stöðu Hönnu Birnu innan flokksins að segja. „Né heldur stöðu hennar sem þingmanns. Hún sækir umboð sitt til að sitja á þingi til kjósenda. Svo hefur hún sótt umboð til landsfundar Sjálfstæðisflokksins til að vera varaformaður flokksins,“ segir Ragn- heiður. Hún segir að samhugur hafi verið um þessi sjónarmið innan flokksins. „Það er algjörlega í hennar höndum“  Telur Hönnu Birnu enn hafa traust innan Sjálfstæðisflokksins  „Hefur borið skaða af þessu máli“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við getum ekki annað en lýst von- brigðum okkar með kröfur Starfs- greinasambandsins,“ segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Samninganefnd Starfsgreinasam- bands Íslands afhenti Samtökum at- vinnulífsins í gær kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Meginkröfur eru þær að miða krónutöluhækkanir á laun við að lægsti taxti verði þrjú hundruð þús- und krónur á mánuði innan þriggja ára. „Það er farið fram með kröfu um tæplega 50% hækkun lægstu launa. Jafnvel enn frekari hækkanir gagn- vart útflutningsgreinum á borð við sjávarútveig og ferðaþjónustu. Að baki þessum kröfum liggur engin greining eða mat á því svigrúmi sem kynni að vera fyrir hendi, né heldur mati á þeim áhrifum sem þetta myndi hafa á verðbólgu eða hag- kerfið í heild,“ segir hann og bætir við að slíkar hækkanir myndu hafa gífurleg áhrif á hagkerfið í heild. Ábyrgðarlaus kröfugerð „Þarna er verið að tala um að hækka launakostnað samfélagsins um um það bil fimm hundruð millj- arða á ári. Það verður ekki tekið út öðruvísi en með einhverjum boða- föllum í hagkerfinu. Í raun og veru finnst okkur þetta vera afskaplega ábyrgðarlaus kröfugerð og með öllu óraunhæf. Þessar kröfur geta aldrei orðið grundvöllur að einhverjum viðræðum á milli aðila, þær eru ein- faldlega svo langt út fyrir það sem raunhæft gæti talist,“ segir hann. „Við höfum ítrekað að líkt og í ná- grannalöndum okkar þurfum við að horfast í augu við það að svigrúm til launahækkana á hverjum tíma er alltaf takmörkunum háð. Í öllum ná- grannalöndum okkar er horft til launabreytinga á bilinu 2% til 4% á ári. Það er alveg ljóst að það er tak- markað svigrúm í augnablikinu, framleiðniaukning hefur verið lítil og aukin verðmætasköpun, mæld í landsframleiðslu á mann, verið tak- mörkuð. Við teljum að það sé ekkert sem bendi til annars en að hækkanir geti í besta falli verið einhvers staðar á því bili. Það er líka svipað og Seðla- bankinn hefur talað um,“ segir hann. „Við skoruðum á Starfsgreinasam- bandið að leggja sjálfstætt mat á efnahagsleg áhrif krafnanna fyrir hagkerfið í heild,“ kveður Þorsteinn. Óskar eftir samningaviðræðum Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, er á öðru máli en hann segir menn þurfa að ræðast við. „Við ætlumst til þess að það fari fram samningaviðræður. Það virð- ist vera sem svo að þeir telji að þeir þurfi ekki að tala um þetta við okk- ur en einhvern tímann þurfum við að ná kjarasamningi,“ segir hann en kveður þó að næsti fundur hafi ekki enn verið boðaður. „Við erum að reyna að stuðla að því að fólk geti einhvern veginn lif- að af dagvinnulaunum sínum. Við teljum þetta því ekki óraunhæft. Ýmsir hópar hafa verið að fá gríð- arlegar hækkanir, til að mynda kennarar og læknar. Ekki fór sam- félagið á hliðina þótt þeir fengju góða hækkun. Ég get því ekki séð að þetta fari með okkur á hausinn,“ segir hann. „Það virðist alltaf vera til pen- ingur þegar þeir sem eru á hærri launum ná sér í launabætur. Það virðist aldrei vera til peningur þeg- ar fólkið á lægstu laununum ætlar að fá launahækkun,“ segir Björn en þess má geta að núverandi kaup- taxtar Starfsgreinasambands Ís- lands eru 201 til 238 þúsund krónur. Himinn og haf á milli SGS og SA  Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að lægstu laun verði 300 þúsund krónur innan þriggja ára  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerðina vera ábyrgðarlausa og óraunhæfa Morgunblaðið/Eggert Kröfur lagðar fram Samninganefndir SGS og SA komu saman í gær. Sjöundubekk- ingar í Flata- skóla liggja margir í rúm- inu þessa dag- ana, en 60% tilkynntu sig veika í gær. Ólöf Sigurð- ardóttir, skóla- stjóri Flata- skóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að krakk- arnir í sjöunda bekk hefðu verið í skólabúðum á Reykjum í Hrúta- firði í fimm daga í síðustu viku, og þegar þau komu til baka á föstu- dag hafi sum verið orðin lasin, ým- ist með hálsbólgu eða einhverja flensu. Einhver pest í gangi „Sennilega hefur einhver verið orðinn lasinn þegar farið var í búðirnar. Það er að ganga einhver flensa,“ sagði Ólöf í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólöf leggur áherslu á að veik- indin hafi ekki haft neitt að gera með aðbúnaðinn í skólabúðunum – hann hafi verið til fyrirmyndar. „Það er bara einhver pest í gangi, og eðlilegt að einhverjir smitist við svona nána samveru,“ sagði Ólöf. agnes@mbl.is 60% veik- indaforföll Fyrsta malbikun ársins fór fram við nýbygg- ingar í Stakkholti í gær. Verktakafyrirtækið Fagverk var þar að verki og að sögn eins starfs- manna fyrirtækisins gafst í gær í fyrsta skipti í tvo mánuði tækifæri á að malbika. Að sögn hans er vel gerlegt að malbika þegar úrkoma er lítil og hæglætisveður eins og var í gær. Almennt er hins vegar ekki malbikað á veturna sökum þess hve jarðvinna er erfið vegna frosts í jörðu. Fagverk malbikaði í Stakkholti í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta malbikun ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.