Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 20. febrúar vinnur heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. Verulegir annmarkar voru á rann- sókn embættis sérstaks saksóknara í Al-Thani-málinu og sömu sögu er að segja um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í desember 2013. Þetta kom fram í máli verj- enda við málflutning í Hæstarétti sem hófst í gær. Saksóknari vill hins vegar sjá þyngri dóma falla. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður bankans, Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson hlutu allir þunga dóma í héraðsdómi. Voru þeir sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í um- boðssvikum og fyrir markaðs- misnotkun, með þætti sínum í sölu á 5,01% hlut til Mohameds Al-Thanis, sjeiks frá Katar, rétt fyrir hrun. Björn Þorvaldsson saksóknari hóf málflutninginn í Hæstarétti í gær. Hann vill að Hæstiréttur þyngi fangelsisdómana og krafðist þess þeir Hreiðar Már og Sigurður yrðu dæmdir í sex ára fangelsi og þeir Magnús og Ólafur í fjögurra ára fangelsi, í stað fimm og hálfs árs og þriggja ára dóms sem þeir fengu. Krefst sýknu Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, tók fyrstur verjanda til máls í gær. Hann krafðist þess að málinu yrði vísað frá, dómurinn ómerktur eða skjólstæðingur sinn sýknaður. Hann kom víða við í ræðu sinni, ræddi um annmarka á rann- sókn sérstaks saksóknara, gagn- rýndi símahlustun embættisins á trúnaðarsamtölum sakborninga við verjendur og takmarkað aðgengi sakborninga að málsgögnum. Einnig gagnrýndi Hörður mat á trúverðugleika vitna í dómi héraðs- dóms. Vitni sem hafi gerið skýrslu sem hafi verið Hreiðari Má í hag hefðu verið metin ótrúverðug. Hins vegar hefði skýrsla Halldórs Bjark- ar Lúðvígssonar, fyrrverandi við- skiptastjóri hjá Kaupþingi, verið metin trúverðug en sakfelling Hreiðars Más byggist á framburði Halldórs sem hafði upphaflega rétt- arstöðu sakbornings. Þá sagði Hörður að víða vantaði rökstuðning og úrlausnin í dómi hér- aðsdóms. Hörður dró ennfremur óhlutdrægni meðdómara í héraðs- dómi í efa, en hann hefði orðið fyrir skakkaföllum í gegnum félög sem hann átti í vegna falls bankanna. Ólögmæt handtökuskipun Síðdegis tók Ólafur Eiríksson, verjandi Sigurðar Einarssonar, til máls. Hann sagði að engin sönn- unargögn væru fyrir hendi sem gætu sýnt beina aðkomu Sigurðar að lánveitingunni auk þess að taka und- ir málflutnings Harðar um ann- marka á rannsókninni. Þá vék Ólafur að því þegar Int- erpol lét lýsa eftir Sigurði eftir að héraðsdómur hafði gefið út hand- tökuskipun á hendur honum í maí 2010. Ólafur sagði að þarna hefðu menn ekki vandað til verka, m.a. hefði rökstuðningurinn verið byggð- ur á upplýsingum um lýsingar á háttsemi Hreiðars Más. Einsdæmi væri að slíkt væri gert. Hann sagði að þetta hefði verið ólögmæt handtökuskipun, en emb- ætti sérstaks saksóknara hefði kraf- ist þess að láta lýsa eftir Sigurði sem sakamanni. Sigurður hafði á þessum tíma hvorki verið ákærður né verið höfðað sakamál á hendur honum. Þarna hefði saksóknari ekki farið rétt með sínar heimildir, því þarna hefði einfaldlega átt að taka skýrslu af Sigurði. Hins vegar hefði verið lýst eftir honum sem flóttamanni. Gefnar hefðu verið upp rangar upp- lýsingar til að ná fram ólögmætri handtöku. Málflutningi lauk um kl. 16 í gær. Seinni dagur málflutnings Al-Thani-málsins í Hæstarétti held- ur áfram klukkan í dag. Þá munu verjendur Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar taka til máls, að því búnu verður málið dóm- tekið. Vill að Hæsti- réttur þyngi refsidómana  Annmarkar á rannsókn voru miklir að mati verjenda í Al-Thani-málinu Morgunblaðið/Þórður Hæstiréttur Hreiðar Már Sigurðs- son og Sigurður Einarsson í gær. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta gekk alveg eins og í sögu, hér voru allir sáttir og sælir með að hafa skjól í skálanum. Við höfðum birgt okkur vel upp og áttum nóg til af öllu. Hér í sveitinni eru engin vanda- mál, bara lausnir,“ segir Svanhildir Hlöðversdóttir, stöðvarstjóri N1 Staðarskála, um annríkið á sunnu- dagskvöld þegar Holtavörðuheiðin lokaðist vegna óveðurs. Ófærð og leiðindaveður var víða um land á sunnudag og fleiri fjall- vegir lokuðust; eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Um 340 fengu gistingu Talið er að á bilinu 400-450 manns hafi verið í og við Staðarskála þegar mest var og um kvöldið þurfti að út- vega gistingu fyrir um 340 manns, að sögn Svanhildar. Holtavörðuheiði lokaðist upp úr klukkan fjögur á sunnudag en það varð ekki endanlega ljóst fyrr en um ellefu um kvöldið að heiðin yrði ekk- ert opnuð. Því var gengið í það að út- vega strandaglópunum gistingu og fengu þeir inni á nokkrum stöðum í grenndinni, eins og í Reykjaskóla, Borðeyrarskóla, Gauksmýri og á Staðarflöt, gistihúsi á Borðeyri, Laugarbakka, Hvammstanga og sveitabæjum. Ferðalangar voru af ýmsu tagi: háskólanemar í skíðaferð, íþróttafólk, þorrablótsgestir, erlend- ir ferðamenn og ráðherrar, en menntamálaráðherra og utanríkis- ráðherra voru á meðal þeirra sem ekki komust leiðar sinnar. Að sögn Svanhildar hefur líklega ekki skapast sambærilegt ástand frá því að nýr Staðarskáli var opnaður árið 2008. Heiðin hafi oft lokast áður en ekki þegar jafn margir voru á ferðinni og á sunnudaginn. „Við vorum vel undirbúin eins og við þurfum að gera þegar von er á hverju sem er í veðrinu. Það var nægur matur til handa öllum og heiðin hefði getað verið lokuð ein- hverja daga í viðbót. Helst voru það samlokur og skyr sem kláruðust. Það var nóg til af ástarpungum og pylsum, við höfðum varla undan við að steikja fleiri punga,“ segir Svan- hildur en ræsa þurfti út aukamannskap á sunnudaginn. Vaktir annarra lengdust og allt gert til að koma fólkinu til aðstoðar. Strandaglópar Fjöldi ferðalanga varð að dvelja í Staðarskála á sunnudag, m.a. háskólanemar í skíðaferð. „Það var nóg til af ást- arpungum og pylsum“  Hátt í 450 strandaglópar voru í Staðarskála þegar mest lét „Það má segja að Staðarskáli hafi breyst í félagsheimili. Menn tóku í spil og það gekk vel á spilastokkana hjá okkur. Fólk fékk sér osta og með því og hafði það bara huggulegt,“ seg- ir Svanhildur stöðvarstjóri um stemninguna á sunnudaginn. „Síðustu ferðalangar fóru héðan út um eittleytið í nótt [fyrrinótt] og okkar starfsmenn hættu um tvöleytið. Við vorum síðan mætt hérna kl. hálfátta í morgun [gærmorgun] og um leið og heiðin var opnuð þá jókst traffíkin á ný. Fólk kom hérna við og fékk sér nýbakað með kaffinu, áður en það fór yf- ir heiðina. Við urðum að halda áfram að steikja pungana,“ sagði Svanhildur við Morgunblaðið um há- degisbil í gær. Breyttist í félagsheimili FJÖR Í STAÐARSKÁLA Svanhildur Hlöðversdóttir Ljósmynd/Gísli Viðar Eggertsson Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við erum algjörlega á móti því að setja rúmar tvö hundruð milljónir í það að þrengja Grensásveg og Háa- leitisbraut með þessum hætti,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en til stendur að þrengja Grensásveg sunn- an Miklubrautar og gera þar hjóla- stíg til að auka umferðaröryggi veg- farenda. Umferðarmódel nauðsynlegt „Fækkun akreina og þrengingar á tveimur götum, Grensásvegi og Háa- leitisbraut, mun kosta borgarbúa 205 milljónir króna. Á sama tíma standa margir tónlistarskólar í Reykjavík frammi fyrir gjaldþroti en borgar- fulltrúar meirihlutans finna enga peninga í sjóðum borgarinnar til að tryggja framboð á tónlistarnámi svo dæmi sé tekið um verkefni sem ætti frekar að hafa for- gang. Önnur lög- mál virðast gilda um tilgangslausar þrengingar á gatnakerfinu,“ segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. „Við verðum að horfa til þeirrar staðreyndar að umferð er að aukast. Því er það undarlegt ef við ætlum á sama tíma að þrengja að umferðinni og setja í það mikinn pening eins og þarna stendur til,“ segir Júlíus Vífill. „Það er vel þekkt að þegar verið er að þrengja eina götu þá færist um- ferðarþunginn yfir á aðrar götur og oft á tíðum inn í íbúðarhverfi. Þetta getur því skapað enn meiri hættu fyr- ir vegfarendur,“ segir hann og nefnir þrengingarnar í Hofsvallagötu sem dæmi. Júlíus kveður nauðsynlegt að gera umferðarmódel áður en farið verður í framkvæmdir og að slíkt hafi ekki verið gert. Þá leggja sjálfstæðis- menn til að miðeyjan á götunni verði mjókkuð. „Með því móti er hægt að koma fyrir hjólastíg án þess að það hafi áhrif á umferðarflæði götunnar. Aðal- atriðið er að tryggja öryggi gangandi vegfarenda af yngri kynslóðinn sem eiga þarna leið um. Við höfum lagt fram tillögur um hvernig það er hægt t.d. með ljósastýrðum gangbrautum. Okkar tillögur til að auka umferðar- öryggi á þessum spotta hafa einfald- lega allar verið felldar,“ segir hann en fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þá tillögu. Vilja ekki þrengja Grensásveg  Segir 205 milljónum króna betur varið í tónlistarskóla Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.