Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, verður gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við há- tíðlega athöfn í Höfða á morgun. „Ég er afskaplega snortinn yfir því að vera sýnd þessi virðing,“ segir hann. Stórmeistarinn hélt upp á áttræð- isafmælið í gær og var að vonum hinn kátasti. „Dagurinn er ekki til mæðu,“ sagði afmælisbarn gærdags- ins og bætti við að aldursbreytingin væri rétt eins og að stíga yfir lágan þröskuld. Úr bæ í borg Friðrik er mikill Reykvíkingur og segir að sér þyki vænt um þessa við- urkenningu. „Mér þykir vænt um Reykjavík og ég hef alist upp með Reykjavík samfara því að hún breyttist úr bæ í borg. Það eru svo margar minningar sem tengjast borginni,“ rifjar hann upp. Bætir við að margt hafi breyst frá því sem áð- ur var og margt sé horfið, en minn- ingarnar gleymist ekki. Ungur hóf Friðrik taflmennsku. Hann var 11 ára þegar hann tefldi fyrst á Skákþingi Íslands. Hann varð fyrst Íslandsmeistari 17 ára, Norðurlandameistari 18 ára og sigr- aði á sterku skákmóti í Hastings um áramótin 1955-56. Friðrik varð stór- meistari 1958 og var um tíma á með- al bestu skákmanna heims. Með heiðursborgaratitlinum vill Reykjavíkurborg þakka Friðriki fyrir árangur hans og afrek á sviði skáklistarinnar. „Ég er hreykinn af því að lífsferill minn verðskuldi svona nafnbót og ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir það.“ Friðrik Ólafsson er sjötti ein- staklingurinn sem gerður er að heið- ursborgara Reykjavíkurborgar. Hinir eru séra Bjarni Jónsson 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir 1975, Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, 2010, Guð- mundur Guðmundsson myndlist- armaður, öðru nafni Erró, 2012 og Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennons, 2013. Friðrik segir að sér mikill sómi sýndur og ekki síst af því að vera tekinn inn í góðan félagsskap. „Ég get ekki hafnað þessu,“ segist hann hafa sagt þegar honum voru flutt tíðindin. Meistarinn afskaplega snort- inn vegna sýndrar virðingar  Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, gerður að heiðursborgara Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafntefli Friðrik Ólafsson var með vænlegri stöðu en bauð Agnari Tómasi Möller jafntefli í afmælisskák gærdagsins. Í gær var nýtt merki Reykjavíkur- skákmótsins afhjúpað og við sama tækifæri undirrituðu Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Agnar Tómas Möller, fyrir hönd Gamma, samstarfs- samning vegna Reykjavíkur- skákmótsins til fjögurra ára. Í gær höfðu 25 stórmeistarar í skák skráð sig á Reykjavíkur- skákmótið sem fer fram í Hörpu 10. til 18. mars nk. Friðrik Ólafsson var viðstaddur undirskrift samstarfssamnings Skáksambandsins og Gamma og tefldi skák við Agnar Tómas Möll- er. Sá síðarnefndi þáði jafntefli þegar það bauðst. Samstarf við Gamma NÝTT MERKI REYKJAVÍKURSKÁKMÓTSINS AFHJÚPAÐ Raforkuvinnsla með jarðhita Í grein Jónasar Elíassonar prófess- ors um raforkuvinnslu með jarðhita sem birtist í blaðinu í gær átti að birtast skýringarmyndin sem hér er. Vestan við byggðina Í dálkinum Myndagáta, sem birtist í Sunnudagsmogganum um helgina, sagði að Systrastapi væri austan við byggðina á Kirkjubæjar- klaustri. Rétt er að stapinn er vest- an við byggðina. Stjórnarformaður Samskip Holding Í frétt um samstarfssamning Au- rora velgerðarsjóðs í Síerra Leóne var annar stofnenda sjóðsins, Ólaf- ur Ólafsson, sagður stjórnar- formaður Samherja. Hið rétta er að Ólafur er stjórnarformaður Samskip Holding. Er beðist vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Meiri lækkun á útsölu 20% aukaafsláttur af útsöluverði Tíska & förðun PÖNTUN AUGLÝSINGA, fyrir kl. 16 mánudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir, sími: 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 13. febrúar 2015 Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Veiðivöruverslun Til sölu ein vinsælasta veiðivöruverslun landsins. Verslunin hefur verið rekin um nokkura ára skeið og notið mikilla vinsælda. Hafa eigendur lagt áherslu góða þjónustu og hágæða vörur fyrir vandláta veiðimenn. Verslunin nýtur sérstöðu meðal annars vegna góðra umboða í veiði- og útivistarvörum, sérstaklega tengdum fluguveiði. Reksturinn hefur gengið vel, er í stöðugum vexti og hefur skilað góðum hagnaði. Spennandi tækifæri fyrir áhugamenn um veiði og útivist. Stærsti sölutíminn framundan. H a u ku r 0 1 .1 5 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.