Morgunblaðið - 27.01.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Hópferð með
Fúsa á Brekku
7. árið í röð
16. - 21. september
Færeyjaferð með Fúsa á Brekku
og Svenna frá Hafursá. Skoðunar-
ferðir, skemmtun, gisting í
4 nætur á Hótel Færeyjum.
Hálft fæði og íslensk fararstjórn.
Verð á mann í tveggja
manna herbergi . . . kr. 145.900
Miðað við 2 saman.
Verð á mann í eins
manns herbergi. . . . kr. 164.900
Bókaðusnemma!
Uppseltöll árin
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gera þarf bragarbætur ágöngubrautinni upp á Úlf-arsfell, segir Ólafur Stein-ar Björnsson, Grafarvogs-
búi og göngugarpur. Fjallið sem er
áberandi kennileiti í borginni og sést
víða frá, er 295 metrar á hæð. Auð-
gengt og fjölfarið er þangað upp, en
hægt er að velja um nokkrar leiðir.
Margir fara úr skógræktarsvæðinu í
Hamrahlíð við Vesturlandsveg, sem
er innan landamerkja Mosfells-
bæjar. Jafnvel fleiri binda þó á sig
gönguskóna og taka fram stafina á
bílastæði sem er við nýbygginga-
svæðið í Úlfarsárdal og leggja þar á
brattann upp fjallið sunnanvert.
Fyrir fólk sem er að stíga sín
fyrstu skref í fjallamennsku er Úlf-
arsfellið upplagt til æfinga. Hægt er
að koma sér í form; það er að „ganga
sig í gang“ ef svo mætti segja.
Einstigi og stiklað á steinum
Fyrir vant fólk er um hálfrar til
einnar klukkustundar gangur á Úlf-
arsfellið. Ágætt er þó að gefa sér
einn til einn og hálfan tíma í ferðina,
en úr nýbyggðinni í dalnum er góð
og greið leið. Þó ber að taka fram að
þegar komið er í urðir í suðvest-
urhlíðum fjallsins verður að príla í
einstigi og stikla á steinum. Þar er
til dæmis nánast ómögulegt fyrir
fólk að mætast nema leggja ein-
hverskonar lykkju á leið sína.
„Þarna þyrfti að mínu mati
setja upp tröppur til að auðvelda
fólki uppgönguna. Ég legg til að
menn fari þarna upp með haka,
skóflu, sleggju og nokkra járnteina
sem reknir yrðu niður og fjalir sett-
ar við þá. Þannig er hægt að búa til
Vill tröppur fyrir
sáralítinn pening
Úlfarsfellið er útivistarparadís. Ólafur Steinars Björnsson er kominn vel
á áttræðisaldur og heldur sér frískum og fjörugum með fjallgöngum.
Hann segir leiðina á fjallið þó vera varasamt einstigi sem þarf að bæta.
Fjallafólk Á sumrin má hjóla upp á Úlfarsfell, eins og gert var í fyrra. Frá
vinstri Arnbjörg Hafliðadóttir, Pétur Óli Hafliðason og Bragi Reynisson.
Útsýni Af Úlfarsfelli er víðsýnt. Borgin er fyrir fótum fólks og hér sést
Staðarhverfi í Grafarvogi og Geldinganesið, sem teygir sig út á Kollafjörð.
Fyrir áhugafólk um flug er vefsíðan
flugheimur.is algjörlega ótæmandi
fróðleiksbrunnur. Þar er meðal ann-
ars að finna skrá yfir allar íslenskar
flugvélar, uppruna þeirra, eigenda-
sögu og fleira slíkt. Þá eru tengingar
af síðunni inn á timarit.is þar sem
finna má fréttir sem tengjast t.d. við-
komandi flugvél. Einnig eru á síðunni
skrár yfir alla flugvelli landsins svo
og tenglar á ýmis önnur vefsetur um
þetta sama efni.
Á Facebook eru einnig ágætar og
vinsælar flugsíður. Margir fara á Allt
um flug, sem er fréttaveita flugtíð-
inda á heimsvísu. Flugnördar er önn-
ur síða í svipuðum anda. Þar skiptast
bæði atvinnu- og einkaflugmenn á
skoðunum og miðla upplýsingum og
er óhætt að segja að umræður í
þessu starfræna samfélagi þeirra séu
oft og tíðum allt í senn: líflegar, fræð-
andi og skemmtilegar.
Vefsíðan www.flugheimur.is
Morgunblaðið/Þórður
Piper Flogið á 69 ára gamalli vél yfir Borgarfjörðinn á fallegum degi í janúar.
Flogið um í stafrænni veröld
Í dag, þriðjudaginn 27. janúar klukk-
an 16, verður upphafi árs ljóssins á
Íslandi og stórafmæli Sameinuðu
þjóðanna fagnað með samkomu í há-
tíðasal Háskóla Íslands. Þar verður
dagskrá ársins kynnt meðal annars
og ráðherrar mennta- og utanríkis-
mála flytja ávörp.
Markmið SÞ með ári ljóssins er að
bæta skilning almennings á því
hvernig ljós og tækni sem byggist á
ljósi snertir líf okkar allra og að ýta
undir frekari þróun þar til vistvænnar
framtíðar. Helstu áherslusvið þessa
átaks verða á sviði orkumála, mennt-
unar, landbúnaðar og heilbrigðis.
Dagskrá árs ljóssins hefst í dag
Hluti af vist-
vænni þróun
Morgunblaðið/Rax
Sólmyrkvi Ljósið er langt og mjótt.
Hinum ólíklegustu brögðum er beitt
til að draga næturgesti að her-
bergjum sem í boði eru fyrir ferða-
menn úti í hinum stóra heimi.
Í dýragarðinum La Fleche í Frakk-
landi er til dæmis hægt að gista í her-
bergi þar sem ein rúðan gefur sýn út í
sundlaug þar sem hvítabjörninn
Taiko syndir og leikur sér. Kona þessi
hefur greinilega kosið að njóta
félagsskapar þessarar stóru og tign-
arlegu skepnu á gististað sínum og
ekki annað að sjá en hún skemmti sér
ágætlega við að spjalla við bangsa og
máta smáan lófa sinn við stóra
hramma hans.
Fyrir þá sem kjósa félagsskap dýra
Í Frakklandi er hægt að gista
með syndandi hvítabirni
AFP
Spjall Ætli hún skilji bangsamál?
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.