Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 20
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðurinn Gildi mun ekki taka þátt í Hagvaxtarsjóði Íslands. Forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa á síðustu misserum unnið að stofnun hans en honum er ætlað að fjárfesta í verkefnum sem tengjast innviðum samfélagsins, þar á meðal í orkumálum og bankaþjónustu. Höfðu þeir væntingar um að stærstu lífeyrissjóðir landsins yrðu þátttakendur í verkefninu en Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður lands- ins. Harpa Ólafsdóttir, stjórnarfor- maður Gildis, staðfestir að stjórn sjóðsins hafi komist að þeirri nið- urstöðu að taka ekki þátt. „Þeir komu og kynntu þetta fyrir okkur og okkur leist ekki á það,“ segir hún og ítrekar að sjóðurinn hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort og með hvaða hætti hann muni koma að innviðafjárfestingu á komandi misserum hérlendis. Sjóðurinn þriðjungi minni Upphaflega var gert ráð fyrir að Hagvaxtarsjóðurinn yrði 30 millj- arðar að stærð og þegar Þorkell Sig- urlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, var spurður af Morgunblaðinu í nóvember síð- astliðnum hvort vera kynni að sjóð- urinn yrði eitthvað minni í sniðum sagði hann: „við stefnum enn að því að hann verði 30 milljarðar.“ Nú, tveimur mánuðum síðar, er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn. „Það var metnaðarfullt af okkur að stefna að 30 milljarða sjóði í upphafi og við göngum núna út frá því að sjóðurinn verði 20 milljarðar,“ segir Þorkell og bætir við að það verði síð- an unnið áfram að því að stækka sjóðinn síðar. Ólík afstaða stóru sjóðanna Hægar hefur gengið að koma sjóðnum á fót en vonast var eftir á síðasta ári. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði fullfjármagn- aður fyrir áramót. Seinkunin mun helst hafa ráðist af því að erfiðlega hefur gengið að fá tvo af þremur stærstu lífeyrissjóðum landsins til að skuldbinda sig til þátttöku. Nú þegar Gildi hefur gefið út að ekki verði af þátttöku hans við stofnun Hagvaxtarsjóðsins á svar enn eftir að berast frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) um hvort vænta megi þátttöku hans eða ekki. Baldur Vilhjálmsson, forstöðu- maður eignastýringar LSR, segir að málið sé enn í skoðun hjá sjóðnum. Snemma í ferlinu barst vilyrði frá Lífeyrissjóði verslunarmanna (LV) um þátttöku sem næmi allt að 20% af heildarfjármögnun sjóðsins. Að- spurð segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður LV, að allt bendi til að hann leggi um 4 milljarða inn í Hagvaxtarsjóðinn. Ef fyrstu áætlan- ir hefðu gengið eftir hefði framlag LV þó orðið nær 6 milljörðum króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að sérstök áhersla sé lögð á aðkomu LSR að stofnun Hagvaxtarsjóðsins og að aðkoman verði með áþekku sniði og LV. Því má gera ráð fyrir að þátttaka LSR geti ráðið miklu um hvort Hagvaxtarsjóðurinn verði að veruleika í þeirri mynd sem lagt var upp með, þó að stærðin verði nokk- uð minni en væntingar stóðu til í fyrstu. Lífeyrissjóðnum Gildi leist ekki á Hagvaxtarsjóð Íslands Fjárfestingar Hagvaxtarsjóður Íslands verður minni en vonir stóðu til.  Ljóst að sjóðurinn nær ekki 30 milljarða króna stærð eins og að var stefnt Innviðasjóður » Hagvaxtarstjóðurinn verður rekinn af Framtakssjóði Ís- lands, sem er í eigu lífeyr- issjóða og Landsbankans. » Sjóðurinn mun einbeita sér að fjárfestingum í innviðum, þar með talið í bönkum, sam- göngum og orkutengdum verk- efnum. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á N1 greiddi hæsta arðinn í hlutfalli af upphafsgengi hlutabréfa í félag- inu á síðasta ári, eða 7,8%. Önnur fé- lög sem greiddu arð á síðasta ári voru VÍS, TM, Hagar, Icelandair, Eimskip og Össur. Jafnframt fóru N1 og Össur í stór einskiptiskaup á eigin bréfum á síðasta ári, auk þess sem VÍS, TM og Vodafone stunda regluleg endurkaup á markaði. Ís- landsbanki gerir ráð fyrir að þau fé- lög sem voru skráð á síðasta ári, Sjóvá og HB Grandi, muni fylgja yf- irlýstri stefnu um arðgreiðslur. Þau félög sem greiddu arð í fyrra munu væntanlega halda áfram að koma hagnaði til hluthafa í formi arðgreiðslna eða kaupa á eigin hlutabréfum í ár, segir í Morgun- korni Íslandsbanka. Mörg þeirra fé- laga sem nú eru á markaði séu hluti af grunninnviðum hagkerfsins og hafi lítil tækifæri til vaxtar á þeim mörkuðum þar sem þau starfa. Þau muni því skila hagnaði sínum áfram til hluthafa með arðgreiðslum eða endurkaupum á markaði, segir í Morgunkorni. Skila hagnaði áfram til hluthafanna  Lítil vaxtartækifæri skráðra félaga Morgunblaðið/Kristinn Arður Skráð félög munu áfram leggja áherslu á útgreiðslu hagnaðar. ● Smábátaeigendur í Skagafirði hafa stofnað með sér félagið Drangey – Smábátafélag Skagafjarðar. Félagið stefnir á að verða aðili að Lands- sambandi smábátaeigenda. Þá skoraði stofnfundurinn, sem fram fór á laug- ardag, á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að Skagafjörður verði áfram lokaður fyrir dragnótaveiðum. Vilja Skagafjörð lokað- an fyrir dragnótaveiðum                                       !"   # "$! $ $ % $%# &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $%     #%"  % # "" $# !$ !!!! $ %  $  !!  $ #" " $#% ! !% $$$  %! Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti lækkun vaxta á verð- tryggðum sjóðs- félagalánum fyr- ir helgi. Nú eru fastir vextir 3,7% en breyti- legir 3,99%. Til samanburðar býður Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins fasta vexti á sömu kjörum og LV en breytilegir vextir standa nú í 3,4%. Þá geta sjóðsfélagar Al- menna lífeyrissjóðsins sótt sér verðtryggð lán með 3,85% föstum vöxtum og 3,93% breytilegum. Gildi býður fasta vexti á verð- tryggðum lánum á 3,8% og breyti- lega á 3,35%. Misjöfn kjör lífeyrissjóða Lán Lífeyrissjóðir bjóða misjöfn kjör.  Vextir sjóðfélagalána LV taka breytingum Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Kaskur ehf., fjárfestingafélag í eigu Inga Guðjónssonar, hafa fjárfest í Kaptio fyrir um 120 milljónir króna. Hingað til hefur fyrirtækið verið fjármagnað af stofnendum og tekjustofni sem aðallega hefur byggst á tekjum af ráðgjafastörfum við innleiðingu á Salesforce CRM. Fjármögnun þessi, þar sem fagfjár- festar koma að uppbyggingu fyr- irtækisins, er liður í að byggja und- ir vöruþróun og vöxt í sölu á Kaptio Travel-lausninni sem gerir ferða- skrifstofum og ferðaskipuleggjend- um kleift að halda utan um tilboðs- ferli og bókanir viðskiptavina sinna á skilvirkan hátt. Nýir fjárfest- ar í Kapito Fjárfest Kapito fær nýja hluthafa. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.