Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
Hvernig hefur
bíllinn það?
Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi og smurningu
og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla.
Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði
og þú færð góða þjónustu
og vandað vinnu.
2012
Tímapantanir í síma
565 1090
Komdu sæll, Dagur
læknir. Þar sem þú
ert svo ófeiminn við
að afhjúpa vanþekk-
ingu þína varðandi
flugtengd málefni
langar mig að koma
þér ögn til hjálpar og
uppfræða þig smáveg-
is. Tilefnið eru um-
mæli þín á síðasta
borgarstjórnarfundi.
Áður en lengra er
haldið, hvers vegna telur þú fara
betur að kalla neyðarbrautina
„aukabraut sem notuð er í neyð“
frekar en hina þjálu og laggóðu
einföldun sem fest hefur sig í
sessi? En nú vitna ég í ummæli
þín um að brautin hafi „hverfandi
vægi í notagildi flug-vallarins“.
Hér er rétt að halda nokkrum lyk-
ilatriðum til haga. Þekkt er að stíf-
ar takmarkanir eru á notkun
brautarinnar og af því leiðir að
vitaskuld er notkun hennar lítið
hlutfall af heildarnotkun flugvall-
arins. En af sjálfu leiðir líka að sú
litla notkun sem um er að ræða
helgast af tilfellum sem nauðsyn-
lega þurfa á henni að halda. M.ö.o.
þá hafa hreyfingarnar á þessari
flugbraut talsvert meira vægi en
gengur og gerist, samanber t.d.
það þegar ég og kollegar mínir er-
um að koma suður í sjúkraflugi.
Vægið felst þess vegna ekki í hlut-
fallslegum fjölda hreyfinganna
heldur í hverju og einu tilfelli þeg-
ar neyðarbrautin er eina nothæfa
flugbrautin þarna syðra. Athugaðu
t.d. að þegar þau veður geisa sem
gera notkun þessarar brautar
nauðsynlega, þá er sjúkraflug ein-
göngu farið með þau tilfelli sem
flokkuð eru í forgang, þ.e. þau sem
þola ekki biðina eftir að komast
suður. Þar að auki er það krist-
altært að við þessi sömu skilyrði
er okkur hvergi annars staðar fært
að lenda á suðvesturhorni landsins.
Annað merkilegt tillegg þitt var
það þegar þú gerðir að umtalsefni
að „nýtingarstuðlar“ hafi ekki ver-
ið reiknaðir annars staðar á land-
inu en í Reykjavík og Keflavík, og
klykktir út með þessu: „Það hefur
enginn áhuga á því.
Út af hverju? Ef nýt-
ingarhlutföll valla þar
sem sjúkra-flugvél
þarf að lenda skiptir
svona miklu máli“. En
herra læknir, hefur þú
nokkurn tíma lent t.d.
á Akureyri eða Ísa-
firði? Þekkirðu nokk-
uð til staðhátta á
þessum stöðum? Ef
svo er, viltu hugleiða
aðeins hvernig þér
mundi líða ef þú værir
farþegi í Fokker sem
væri að rembast við einhvers kon-
ar aðflug til lendingar á þverbraut
á þessum stöðum? Ég hugsa að
það færi um þig og raunar flesta
þá sem slíkt þyrftu að upplifa.
Tvennt er það sem veldur því að
þverbrautir eru ekki lagðar við
þessar aðstæður. Annars vegar
landslagið, því aðflug til lendingar
og fráflug eftir flugtak á flugbraut,
sem liggur þvert í gegnum þrönga
firði og dali yrði að fara í gegnum
jarðgöng, sem mér er ekki kunn-
ugt um að hafi verið reynd í þessu
skyni. Hins vegar er það þannig að
þetta sama landslag, sem stýrir
legu flugbrautanna svo þær liggi
langsum eftir dölunum, stýrir
einnig vindáttum með sama hætti.
Þannig fer þetta í raun ljómandi
vel saman því flugbrautin liggur
ævinlega upp í vindáttirnar í daln-
um hvort heldur þær eru af landi
eða hafi. Þannig er það t.d. hér á
Akureyri, að vandræði eru með að
kenna flugnemum hliðarvindslend-
ingar því aðstæður til þess bjóðast
hreinlega ekki. Nýtingarhlutfall
Akureyrarflugvallar skerðist því
ekkert vegna hliðarvinds og svip-
aða sögu er að segja víðast annars
staðar þar sem svona hagar til
með landslag. Öðru máli gegnir
um borgina þar sem ríkjandi vind-
áttir eru nærri allan kompáshring-
inn. Þá er það staðreynd að
Reykjavíkurflugvöllur er endastöð
nánast alls innanlands- og sjúkra-
flugs, sem hlýtur að auka vægi
hans umfram aðra flugvelli og þar
með mikilvægi þess að nothæf-
isstuðull hans sé sem allra hæstur.
Aðeins um þá fullyrðingu þína að
nýtingarhlutfall Reykjavík-
urflugvallar sé yfir 97% með
tveimur flugbrautum. Það er mið-
ur að stjórnsýsla borgarinnar hafi
séð „sóma“ sinn í að notast við
bréf Björns Óla Haukssonar, for-
stjóra Isavia, frá 13. des. 2014, þar
sem forsendur útreikninga eru
falsaðar og langt frá þeim stöðlum
sem ber að nota skv. reglugerð um
flugvelli nr. 464 frá 2007 (sem
byggjast á lögum Alþjóða flug-
málastofnunarinnar, ICAO, sem
Ísland er aðili að). Vinsamlegast
reyndu ekki að halda því fram að
borginni hafi ekki verið kunnugt
um þessa ágalla, því innihaldið var
vitaskuld eftir ykkar óskum. Ekki
lagaðist það þegar fengin var heil
verkfræðistofa (Efla) til að rétt-
læta niðurstöður Björns Óla (sem
sjálfur er verkkaupinn þar í nafni
Isavia), með því að undanskilja í
útreikningum sínum mikilvæga
þætti eins og hemlunarskilyrði og
vindhviður, sem reglugerðin boðar
þó að taka skuli tillit til. Ofan í
kaupið fékk áhættumatsnefnd
Isavia ekki umbeðinn aðgang að
þeim útreikningum. Aðrir og vand-
aðir útreikningar hafa legið fyrir
um skeið, en raunar með allt öðr-
um niðurstöðum. Það hentar e.t.v.
ekki þínum málstað hr. borg-
arstjóri og læknir? Að síðustu eitt
smáatriði. Áðurnefnd reglugerð
kveður á um að greina þurfi
áhættu af öllum breytingum á
flugvöllum og þar sem þið í borg-
inni voruð nýverið að afgreiða
skipulag sem gengur út á að eyði-
leggja neyðarbrautina okkar, þá
liggur enn ekki fyrir niðurstaða
áhættumats þar um. Nefndin sem
ætlað var að skila þeirri nið-
urstöðu var leyst upp nú fyrir jól.
Bara svona til upplýsingar.
Opið bréf til borgarstjóra
Eftir Þorkel Á.
Jóhannsson » Aðrir og vandaðir út-
reikningar hafa leg-
ið fyrir um skeið, en
raunar með allt öðrum
niðurstöðum. Það hent-
ar e.t.v. ekki þínum mál-
stað?
Þorkell Á.
Jóhannsson
Höfundur er flugmaður hjá Mýflugi.
Mér skilst að Naustið hafi komið þorramatnum á kortið upp úr 1958. Þorra-
blótin þar voru vel sótt. Í dag er enginn maður með mönnum nema borða
þorramat svona einu sinni eða svo í góðra vina hópi. Mér finnst um að gera að
halda í þessa hefð.
Arnaldur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þorramatur
Þorrinn Þorramatur finnst mörgum vera hinn mesti herramannsmatur.
Ráðherra innanríkis
íslensku þjóðarinnar
tjáir sig í Frétta-
blaðinu 15. janúar sl.
Er þar haft eftir ráð-
herranum í feitletraðri
í yfirskrift: „Kemur
ekki til greina að rann-
saka múslima.“ Ef
þessi yfirskrift ráð-
herra er tekin úr sam-
hengi, og músl-
imagengi sem, vegna
hegðunar sinna er orðið illa vært í
Skandinavíu, gerir þessi sjónarmið
ráðherra útlendingamála á Íslandi
að leiðarljósi, má ætla að þeir fái sér
farseðla til Íslands, með eða án
vegabréfa. Ráðherra innanríkismála
ber að vanda orðaval sitt.
Sagt var um kommúnista á síð-
ustu öld að þeir væru bæði bernskir
og auðtrúa. Þeir sem muna fyrri
tíma og hafa viðmið, segja í dag:
kommúnistar voru ekki eins bernsk-
ir og auðtrúa og núverandi ráða-
menn og þjóðarleiðtogar. Þjóð-
arleiðtogar Íslands virðast vera
bæði blindir og heyrnarlausir. Þeir
sjá ekki vandamálin í höfuðborgum
frændþjóða okkar, Ósló og Stokk-
hólmi. Þeir heyra heldur ekki raddir
íbúa þessara borga. Aðvörunarorð
sem sett eru fram til íhugunar fyrir
þjóðina af hugsandi manni, Ásmundi
Friðrikssyni alþingismanni, eru for-
smáð og maðurinn úthrópaður.
Tveir af ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar segja þingmanninn Ásmund
hafa farið fram úr sér og honum beri
að gæta orða sinna, og heyrst hefur
sagt, að honum beri að biðjast afsök-
unar.
Ráðherra innanríkismála nefnir í
viðtalsgrein sinni gildi
frelsis og mannréttind-
inda. Hver eru mann-
réttindi Íslendinga?
Um aldir hafa konur og
menn mátt bera krossa,
sem mörgum þykir gott
af trúarlegum ástæð-
um, en í dag mun það
vera bannað að þeir
sem koma fram í sjón-
varpi allra landsmanna
beri kross. Ennfremur
sagt að ekki megi gefa
börnum og ungmennum sem eru í
skólafæði svínakjöt. Fyrir síðustu jól
var eitthvað amast við því að börn
heimsæktu kirkjur.
Sagt er að múslimar á Íslandi séu
um 1500 og virðast áhrif þeirra mik-
il. Niðurlæging Íslendinga er gerð
algjör af þeim sem virðast vera
blindir og heyrnarlausir en hafa
völd.
Ekki er enn fyrirséð hvernig vald-
stjórn landsins afgreiðir vopnaend-
urnýjun löggæslunnar. Heyra mátti
frá sölum alþingis, að ekki væri
ástæða til þess að löggæslan hefði
yfir að ráða vopnum sem hún metur
að þurfi að vera tiltæk til að geta
varið sig og þjóðina á viðsjárverðum
tímum. Eftir er að koma í ljós hvort
blindir og heyrnarlausir ráði úrslit-
um í vopnaendurnýjun löggæslu
landsins.
Hvenær rasisti og
hvenær ekki rasisti?
Eftir Eðvarð Lárus
Árnason
Eðvarð Árnason
» Þjóðarleiðtogar Ís-
lands virðast vera
bæði blindir og heyrn-
arlausir.
Höfundur er fv. lögreglumaður.
Þrettán borð
hjá eldri borgurum í Rvík
Mánudaginn 19. janúar var spil-
aður tvímenningur á 13 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 368
Jón Hákon Jónsson – Sigtryggur Jónss. 358
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 332
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 327
A/V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 399
Guðbjörn Axelss. – Matthías Helgason 398
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 355
Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarss. 347
Fimmtudaginn 22 . jan. var einnig
spilað á 13 borðum.
Efstu pör í N/S
Björn E. Péturss. –
Valdimar Ásmundss. 360
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 359
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 358
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 353
A/V
Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 382
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 376
Friðrik Jónsson –
Jóhannes Guðmannss. 344
Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 343
Hrólfur og Birkir unnu fyrstu
keppni ársins 2015
Þriggja kvölda Monrad-tvímenn-
ingi Bridsfélags Kópavogs lauk sl.
fimmtudag með sigri Hrólfs Hjalts-
sonar, Birkis Jóns Jónssonar og
Kristjáns Blöndal. Helstu úrslit
urðu.
Birkir Jón – Hrólfur/Kristján Bl. 174,2
Júlíus Snorras. – Eiður Mar Júlíuss. 166,3
Björk Jónsd. – Jón Sigurbjörnsson 165,0
Halldór Einarsson – Guðm. Pálsson 163,5
Bernódus Kristins. – Ingvaldur Gúst. 162,5
Fimmtudaginn 29. janúar er frí
vegna Bridshátíðar en síðan hefst
aðaltvímenningur BK hinn 5. febr-
úar.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is