Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 32

Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Skór 20% afsláttur Sími 588 8050. - vertu vinur Smáauglýsingar Elsku mamma, það að setjast nið- ur og skrifa til þín minningarorð er mér frekar erfitt, ekki það að ég geti ekki fundið skemmtilegar minningar um okkar yndislega tíma, heldur er svo úr mörgu að velja. Það fyrsta sem kom í huga minn var Apavatn. Þegar við fjölskyldan vorum á Apavatni þá fórum út á bát til að veiða og nutum við lífsins til hins ýtrasta. Við tvö vorum stundum á einum bát, svo Siggi og pabbi á sínum bát. Veiðin gekk svona upp og niður, og þegar illa gekk þá byrjaðir þú að kyrja veiðivísuna þína „fiskur fiskur, bíttu á hjá mér“ og þessa vísu endurtókstu í margar mínútur. Stundum virk- aði vísan og stundum ekki. Við reyndar veiddum yfirleitt meira því hann Siggi átti það til að týna veiðistönginni og fór góður tími hjá þeim feðgum í að leita að stönginni. Aflinn var svo grillaður þegar heim var komið. Ætli það hafi svo ekki verið seint um sumarið 1997 sem við fórum saman í sumarbústað austur á Kirkjubæjarklaustur og áttum þar notalega viku. Við brölluðum ýmislegt þessa vik- unna. Við fórum til dæmis í golf og þegar ég ætlaði að fara að borga vallargjaldið spurði starfsmaðurinn mig hvort kona mín vildi ekki spila með og horfði á þig. Þetta leiddist þér nú ekki og fékk ég að heyra þetta hjá þér með reglulegu millibili. Á heimleiðinni úr sumarbú- staðnum ákváðum við að keyra inn í Eldgjá og svo inn í Land- mannalaugar. Áður en við kom- umst inn í Laugar þurftum við að fara yfir á og ég man að þú spurðir „heldur þú að bíllinn geti farið yfir?“ Að sjálfsögðu svaraði ég og lagði af stað. Okk- ur var nú ekki farið að lítast á blikuna þegar vatnið var farið að sullast yfir húddið á bílnum, og þá kom þessi gullna setning frá þér: „Óli minn, þetta er bíll en ekki bátur.“ Já mamma mín, við vorum góð saman. Elsku mamma mín, nú hefur síðustu ilmvatnsgusunni verið sprautað allavega hérna megin og mér finnst þetta alveg hund- fúlt, að vera að skrifa minning- arorð til þín því ég hefði þurft að segja þér svo margt núna síðustu dagana og sýna þér nýja húsið mitt og bíða svo eftir sím- hringingunni frá þér með spurningunni: „Hæ elskan, hvernig sváfuð þið svo fyrstu Björg Sigurðardóttir ✝ Björg Sigurð-ardóttir fædd- ist 7. desember 1949. Hún lést 14. janúar 2015. Útför Bjargar fór fram 22. janúar 2015. nóttina ykkar?“ Svo átti ég eftir að segja þér frá nýju vinnunni minni. En ég er ekki í nokkr- um vafa um að þú sért að fylgjast með hvað sé í gangi hjá okkur. Þú varst alltaf tilbúin að koma og hjálpa til, hvort það var að vera með barna- börnin eða bara taka spjallið. Mig langar svo til að þakka þér, elsku mamma mín, fyrir að hafa valið frábæran pabba handa mér því annan eins öð- ling og vin er ekki hægt að ímynda sér. Sama vil ég segja um hann Sigga bróður minn. Hann er búinn að sýna það og sanna í gegnum veikindin þín að annan eins klett hefðir þú ekki getað haft við hliðina á þér, elsku mamma mín. Nú áður en lyklaborðið eyðileggst alveg út af tárum mínum vil ég bara að þú vitir að ég mun hugsa vel um barnabörnin þín og varðveita minningu þína til hins ýtrasta. Að lokum vil ég vitna í þig. „Það stendur hvergi að lífið eigi að vera auðvelt.“ Hvíl í friði, elsku besta mamma mín. Óli B. „Hæ hæ, ég var á undan.“ Þannig hófust símtölin okkar þegar við heyrðumst á kvöldin og fórum yfir daginn okkar og hvernig okkur hafði liðið. Það eru 14 ár á milli okkar Bobbu. Í byrjun passaði hún mig og leiðbeindi en þegar ég fullorðnaðist breyttist samband okkar í vinskap. Eitt af því sem okkur þótti gaman að gera saman var að fara í göngutúra. Við gengum bæði út í náttúrunni eða um Reykjavík. Bobba var alltaf tilbúin að hlusta á allt sem mér lá á hjarta án þess að dæma mig eða flækja málið. Við hlógum að þessu hjá okkur og gerðum okkur grein fyrir hvað þessi dýrmæti tími væri okkur mik- ilvægur. Við Palli eigum svo margar kærar minningar um yndislegar samverustundir með Bobbu bæði hér á landi og eins þegar hún kom og heimsótti okkur til Spánar. Það að ég skuli sitja hér og gráta yfir lyklaborðið og skrifa minningarorð um hana elsku Bobbu mína skil ég ekki. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Soffía, Páll, Kristján og Daníel. Kæri bróðir, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Eysteinn Jóhannes Viggósson ✝ EysteinnJóhannes Viggósson fæddist 20.8. 1931. Hann lést 30. nóvember 2014. Útför Ey- steins fór fram 11. desember 2014. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Þín minning lifir. Þín systir, Kolbrún Viggósdóttir (Kollý). ✝ Garðar Jó-hann Guð- mundarson fædd- ist 29. apríl 1944. Hann lést 21. júlí 2014. Foreldrar hans voru Hulda Sig- urðardóttir og Guðmundur Ágúst Jóhannsson. Garðar Jóhann kvæntist Þórunni Kristinsdóttur, f. 1. desember 1949. Sonur þeirra er Gunnar Garð- arsson, f. 30. júlí 1980, eiginkona hans er Hoshi Garðarsson. Útför Garðars Jóhanns var gerð í kyrrþey frá Laug- arneskirkju 6. ágúst 2014. Þegar líður að jólum fer fólk að huga að vinum og vandamönnum. Senda jólakort og koma jóla- kveðjum og knúsum til þessara allra sérstöku. Einn af þeim var Garðar. Við kynntumst fyrst er ég opnaði verslunina Jólahúsið í Kópavogi árið 1998. Hann var mikið jólabarn og komst ég í sam- band við hann í gegn um inter- netið og fékk hann til að hjálpa mér með að koma upp heimasíðu fyrir búðina. Ekki leið á löngu áð- ur en við vorum orðnir perluvinir enda sameinuð í jólaáhuganum. Eftir að ég seldi búðina héldum við góðu sambandi sem m.a. inn- leiddi þá jólahefð að gefa hvort öðru gjöf um jólin. Hann hafði einnig þann sið að færa mér hýas- intuskreytingu á Þorláksmessu. Skreytingunni hefur alltaf verið komið fyrir í öndvegi á heimilinu til marks um vináttu okkar. Síð- ustu jól vantaði skreytinguna en ég mun hugsa með hlýhug til mannsins sem gekk með cowboy- hatt í hvaða veðri sem er og geisl- aði af glaðlyndi og kátínu. Þín Þóra. Garðar Jóhann Guðmundarson Þann 6. janúar síð- astliðinn andaðist elskulegur vinur okkar, Andri Fannar. Mikið finnst okkur þetta sárt og ósanngjarnt. Við áttum það öll sameiginlegt að hafa á einn eða annan máta end- að ofan í gluggalausum, loftlitlum og myrkum kjallara Odda í sál- fræðinámi okkar við Háskóla Ís- lands. Þeir sem þvældust þangað niður komu alla jafna ekki upp aft- ur fyrr en að námi loknu. Eins og gengur og gerist þá myndaðist all- sérstök stemning hjá þessum hópi fólks sem deildi litlu þröngu rými í lengri tíma, og kallaði sig Kjallar- arotturnar. Með tímanum fjölgaði í hópnum en „viðbæturnar“ voru þó einatt spunnar upp úr ríku ímyndunar- afli Andra Fannars. Þar má helst nefna álfinn sem iðulega var kennt um allt sem illa fór. Aukapersónur voru margar og Andri lék þær Andri Fannar Guðmundsson ✝ Andri FannarGuðmundsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1981. Hann lést á Triemli- sjúkrahúsinu í Zürich 6. janúar 2015. Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju 20. janúar 2015. gjarnan með miklum tilþrifum (enda átti hann ekki langt að sækja leikhæfileika sína). Andri gerði grín að öllu og öllum en þó sérstaklega sjálfum sér. Þótt alltaf hafi verið stutt í húmor- inn þá tók Andri al- varlega það sem hon- um fannst skipta máli. Hann var einn metnaðar- fyllsti maður sem við höfum kynnst og við vitum að fleiri tækju heilshugar undir það. Hann var afburða námsmaður og sökkti sér ofan í bækur og fræði. Raunar skaraði hann fram úr í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var nám eða vinna. Hann tók líka vináttu okkar mjög alvarlega, passaði upp á okk- ur og reyndi að sjá til þess að við fengjum alltaf allt sem honum fannst við eiga skilið. Hann hvatti okkur til dáða og gladdist yfir sigrum okkar, litlum sem stórum. Hann var einlægur og góður vin- ur. Við söknum hans. Við vottum fjölskyldu Andra okkar innilegustu samúð. Heiða María Sigurðardóttir, Sigurveig Helga Jónsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir. Mér brá, þegar ég las á vef Morg- unblaðsins á gaml- ársdag, að Eggert Þór væri allur, og trúði því varla í fyrstu. Ég sendi honum hamingju- óskir í sambandi við útkomu síð- ustu bókar hans í byrjun desem- bermánaðar, þar sem ég sagðist hlakka til að lesa bókina um sveitina í sálinni eins og bragga- bókina hans, þar sem þetta var Eggert Þór Bernharðsson ✝ Eggert ÞórBernharðsson fæddist 2. júní 1958. Hann lést 31. desember 2014. Út- för Eggerts Þórs var gerð 13. janúar 2015. mér kunnuglegt efni og sagði honum hvers vegna, og fékk svar frá hon- um til baka. Nokkr- um vikum síðar var hann farinn yfir móðuna miklu. Saga Reykjavík- ur virtist vera sam- eiginlegt áhugamál okkar. Hann vakti strax athygli mína, þegar ég stundaði nám í sagn- fræði veturinn 2001-2002, þar sem hann skar sig töluvert úr hópi kennara deildarinnar. Hann kenndi þá inngangsfræði sagnfræðinnar, og það fór ekki framhjá manni, að þarna fór kröfuharður fræðimaður bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hann sýndi okkur dæmi um óvandaða heimildavinnu, sem hann krítiseraði mjög hart, og lét okkur vita, að hann vildi helst ekki sjá svona vinnubrögð hjá fólki, og hvatti okkur til að láta ekkert frá okkur fara nema það væri hundrað prósent. Ég hef reynt að fara eftir því síðan. Þegar hann gerði okkur grein fyrir muninum á formála og inn- gangi, þá leyfði ég mér að spyrja hann, hvort ég gæti haft inn- ganginn að bókinni, sem ég hafði þá í smíðum, eins og ég sagði, að ég ætlaði að hafa hann. Hann hélt það nú. Þá vissi ég, að ég var á réttri leið, því að maður fann það fljótt, að orðum hans var óhætt að treysta. Strax þá varð maður var við áhuga hans á fjölmiðluninni, sem síðar varð hans aðalviðfangsefni, því að hann kom oft inn á það efni í tímunum, og sagði okkur frá verkefnum, sem honum hafði verið falið að sjá um vegna sýn- inga í bænum. Það hefði verið fróðlegt og skemmtilegt að vera í tímum hjá honum um það efni, eins hugmyndafrjór og hann var á því sviði. Ég sá þau hjónin, Þórunni og hann, oft á málfundum Félags um átjándu aldar fræði. Það var líka sérstakt tilhlökkunarefni, þegar hann var auglýstur þar sem fyrirlesari, enda enginn svikinn af þeim fyrirlestrum, eins skemmtilegir og fróðlegir og þeir voru. Það verður eftirsjá að Eggert Þór þar í framtíðinni. Þegar ég nú kveð hann hinstu kveðju mjög svo ótímabærri, þá þakka ég honum kærlega fyrir góða viðkynningu og allan þann fróðleik og fyrirmæli, sem hann lét í té, þegar ég sótti tíma hjá honum um árið og skildi okkur nemendur hans rík eftir. Þórunni og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning einstaks fræðimanns og rithöfundar, sem skilur eftir sig stórt, vandfyllt skarð. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Númi Magnússon ✝ Númi Magn-ússon fæddist 8. apríl 1982. Hann lést 2. janúar 2015. Útför Núma fór fram 14. janúar 2015. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Hartans þakkir fyrir allt, Númi, þín verður sárt saknað. Við sjáumst seinna. Egill og Hulda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.