Morgunblaðið - 27.01.2015, Síða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
Ádagskrá Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands síðastliðiðfimmtudagskvöld voru tvösinfónísk ljóð frá mótunar-
árum tveggja tónskálda, Richards
Strauss og Jeans Sibelius. Hljóm-
heimur beggja tengist miðevrópskri
síðrómantík, blóði og sálarangist;
söguhetjurnar Kullervo og Macbeth
stigu upp úr raddskrám, gengu aftur
og styttu stundir með nokkrum
glundroða og geðshræringu. Kvöldið
var einnig eftirminnilegt fyrir þær
sakir að áheyrendur hlýddu á íslensk-
an frumflutning á rúmlega hundrað
ára tónverki Sibeliusar.
Tónskáldið sjálft stjórnaði fyrsta
flutningi í Helsinki í apríl 1892 er
vakti afar jákvæð hughrif áheyrenda.
Stundin markaði eins tímamót í
finnskri tónlistarsögu þar sem þá
hljómaði fyrsta sinni innborið finnskt
sinfónískt tónverk.
Strauss hafði þegar hér var komið
samið tvær sinfóníur er hann ákvað
að snúa sér að tónaljóðum hvar form-
ið er ekki aðeins knappara, heldur
einnig opnara fyrir nýjungum og til-
raunamennsku, en þangað stefndi
Strauss. Við flutning Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands á Macbeth mátti vel
skynja að um fyrstu atrennu var að
ræða, og þá eins hversu vel tón-
skáldið náði að þroska tónaljóða-
formið næstu árin sem liðu, t.d. í Till
Ugluspegill.
Helsta karaktereinkenni Richards
Strauss er ríkulegur málmblástur svo
nokkuð mæddi á málmblásarasveit-
inni hvar mátti greina m.a. bassat-
rompet. Minni háttar ónákvæmni
sólótrompets í upphafi gleymdist
strax. Hljómsveitin sótti vel á og und-
ir lokin var spilamennskan glansandi,
ef ekki sanserandi enda yfirgengileg
geðbrigði Macbeth undir en með of-
urmetnaði og ofsóknarbrjálæði gerð-
ist hann konungur Skotlands en
steypti loks sjálfum sér, drottningu
og þegnum í glötun. Allt á 18’30’’!
Eftir hlé gat að hlýða á samsvar-
andi tilraun. Flestir vita að Kalevala-
kvæðabálkurinn er samofinn finnskri
menningu líkt og Íslendingasögurnar
Íslendingum. Ófáir bera miðjunafn
úr Kalevala líkt og sá sem hélt um
tónsprotann, Petri Kullervo Sakari.
Þrátt fyrir hinn epíska söguþráð úr
Kalevala, er miðar djúpt á uppruna
og sjálfsvitund finnskrar þjóðarsálar,
gat Sibelius stuðst við harla fátt
heimafyrir er viðkom klassískri arf-
leið við gerð tónvefsins. Hann hóf á
námsárum í Vínarborg smíði á Kull-
ervo og lauk verkinu tveimur árum
seinna á mótunarskeiði sem tónskáld,
tuttugu og sjö ára gamall. Sú stað-
reynd skýrir að einhverju leyti til-
raunakennt handbragð, t.d. úrval
takt- og tóntegundaskipta sem og
sviptinga í geðslagi.
Heilt yfir kom á óvart óvenjulegt
tónmál er gaf Kullervo-sinfóníunni
ferskan en jafnframt fornfálegan
brag, jafnvel forspárlegan því hljóm-
ar og litir ómuðu ef til vill ókunnug-
lega við frumflutning árið 1892 hvar
ýmislegt í hljómvef gaf vísbendingu á
litapalletu tónskálda tuttugu árum
síðar. Sibelius hvarf þó frá þeirri leit-
an yfir í klassískari siði, t.a.m. við tón-
smíði sinnar fyrstu sinfóníu tíu árum
síðar. Sterk melankólísk taug og
sköpunarmáttur, helstu kennimerki
Sibeliusar, skildu eftir fingraför á
Kullervo.
Á meðal söguhetja Kalevala er
Kullervo andhetjan, harmrænn og að
því best verður séð bölsamur mun-
aðarleysingi er þráir heitast að vitja
uppruna síns, gerist hugrakkur
stríðsmaður er leitar hefnda fyrir
hönd föður og móður en verður í þeim
erindum fyrir því óláni að lokka syst-
ur sína (sem var honum að öllu
óþekkt) til kynmaka. Þegar upp
kemst er skömmin svo yfirgengileg
að systirin drekkir sér og Kullervo
lætur sig falla á eigið sverð.
Hermt er að Sibelius hafi ákveðið
að hlífa kvensöngvurum í lengstu lög
við frásögn hinna hispurslausu tíð-
inda blóðskammar og víga. Hann
spennti því karlakór fyrir söguþráð-
inn í stað blandaðs kórs: „Mætti hann
þá meyju einni, / brjóstnælu hún bar
úr tini … Kullervo, Kalervos sonur, /
blásokkaður bur þess gamla, / tók nú
meyna og setti á sleðann, / upp í sleð-
ann henti hann henni, / lagði hana á
loðna feldi, / breiddi yfir ábreið-
urnar“.
Einsöngshlutverkin eru í raun
smáhlutverk (cameo) en mikilvæg
innan hinnar hröðu framvindu. Þau
Þóra Einarsdóttir og Jorma Hynn-
inen stigu fram og dróu upp skýrum
dráttum mynd af hinum ólánssömu
persónum, botnuðu frásögn kórsins á
atvikum og staðháttum og hægðu á
allri framvindu. Sérlega eftirminni-
legur var söngur Hynninens undir
lok þriðja þáttar: „Vei, mér örmum,
öllum dögum / ævi minnar, húsi og
frændum, / ég hef svívirt systur mína,
/ smánað dóttur móður minnar! Vei
sé föður, vei sé móður, / vei sé yður,
virtu áar!“
Þessi virðulegi bassabaritón mætti
vel einbeittur til leiks, markaður til-
finningaþrunginni dýpt er á hápunkti
léði hinum baldna Kullervo sársauka
og skömm. Þóra Einarsdóttir söng
sem rós meðal þyrna. Finnskan var
engin hindrun, þvert á móti var sem
hún gripi tækifærið og kannaði nýjar
lendur þjáningar og sakleysis.
Karlakórarnir tveir héldu friðinn
og gott betur. Þeir hófu fyrst upp
raust sína í þriðja kafla í samstiga
áttundum með taktboða í 5/4 sem
þessi rúmlega hundrað manna stór-
kór leysti farsællega. Karlarnir stóðu
keikir með innkomur réttar er gátu á
stundum reynst snúnir með hljóm-
sveitina í flóknum hendingum. Það
var ekki síður upplifun að heyra alla
þessa íslensku karlmenn syngja á
lýtalausri finnsku. Ein sólóinnkoma
undir lokin er hreint smotterí í hinu
stóra samhengi hlutanna.
Það tekur því varla að telja upp
ágalla. Heilt yfir gekk flutningurinn
hnökralaust fyrir sig þrátt fyrir
mannmergð og tilfinningavímu.
Áheyrendur voru flestir vel stemmd-
ir og réðu sumir vart við sig milli
þátta þegar þögnin ein ríkir alla
jafna. Það var Mahler sem fyrstur
tók að flytja heilu tónverkin til enda
án viðbragða hlustenda, en taka
mætti slíka fagurfræðivinkla til skoð-
unar.
Það var mikill fengur í að heyra
loks þetta sjaldheyrða tónverk.
Raunar er verkið svo sjaldan flutt að
Petri Sakari stjórnaði því nú öðru
sinni á yfir þrjátíu ára ferli. Í því sam-
hengi er athyglisvert að Sibelius
leyfði í sextíu og fimm ár aðeins flutn-
ing á öðrum og fjórða kafla verksins,
þ.e. aðeins þeim hljómsveitarköflum
sem hin hispurslausi sögutexti er víðs
fjarri. Petri Sakari stjórnaði afburða
vel og af mikilli yfirvegun. Hraðaval
hans í Kullervo var nokkuð hægara
en gengur og gerist sem gaf aftur
flutningnum næði og tóm. Petri er
fyrir löngu orðinn einn af „liðinu“ og
verður svo vonandi um ókomna tíð.
Kullervo fáum við hinsvegar tæpast
að heyra aftur.
Geðshræringar með Sinfóníunni
Harpa – Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbbn
Makbeð, sinfónískt ljóð eftir Richard
Strauss. Kullervo, sinfónískt ljóð eftir
Jean Sibelius. Einsöngvarar: Jorma
Hynninen og Þóra Einarsdóttir. Kórar:
Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn
Fóstbræður. Stjórnandi: Petri Sakari.
Fimmtudaginn 22. janúar 2015.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnandinn „Það var mikill fengur í að heyra loks þetta sjaldheyrða tónverk. Raunar er verkið svo sjaldan flutt
að Petri Sakari stjórnaði því nú öðru sinni á yfir þrjátíu ára ferli,“ skrifar rýnir um flutninginn á Kullervo.
Gríski söngvarinn Demis Roussos,
einn vinsælasti dægurlagasöngvari
áttunda áratugarins, er látinn 68
ára að aldri. Hann hafði glímt við
veikindi um tíma og lést á sjúkra-
húsi í Aþenu.
Um 60 milljón eintök af plötum
með söng Roussos seldust út um
heimsbyggðina. Meðal vinsælustu
laga hans má nefna „Forever and
Ever“, „Goodbye“ og „Quand je
t’aime“. Árið 1975 áttu sænska
hljómsveitin ABBA og Roussos flest
lög á vinsældalistum Vesturlanda.
Auk þess að koma fram undir
eigin nafni var Roussos um tíma
meðlimur rokkhljómsveitarinnar
Aphrodite’s Child ásamt tónlistar-
manninum Vangelis.
Árið 1978 ákvað Roussos að láta
fara minna fyrir sér og settist að í
Bandaríkjunum. Hann komst í
heimsfréttirnar sjö árum síðar þeg-
ar liðsmenn Hezbollah rændu flug-
vél sem hann var farþegi í og var
hann gísl þeirra í fjóra daga. Í kjöl-
farið fór Roussos aftur að koma
fram og naut mikilla vinsælda.
Söngvarinn Demis Roussos látinn
AFP
Vinsæll Frægðarsól Demis Roussos reis
hæst á áttunda áratug liðinnar aldar.
Óperan Spaða-
drottningin (Pi-
que dame) eftir
Tsjajkovskíj
verður sýnd
beint á netinu
frá Vínaróper-
unni á morgun,
miðvikudaginn
28. janúar. Út-
sendingin er
klukkan 18 til 21.15 en kynning á
verkinu hefst klukkan 17.15.
Sýningin er aðgengileg fram á
laugardaginn kemur og kostar
fjórtán evrur.
Barítónsögvarinn góðkunni,
Tómas Tómasson, er í tveimur
hlutverkum í uppfærslunni og
syngur þá Tomskí og Plútó. Mar-
jana Lipovsek, sem er að nálgast
sjötugt, er í hlutverki greifynj-
unnar.
Tómas hefur komið fram í fjölda
óperuhúsa á síðustu árum, austan
hafs og vestan.
Slóðin á útsendinguna er:
www.staatsoperlive.com/en/live/.
Tómas í netútsendingu Vínaróperunnar
Tómas Tómasson