Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 39

Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Árlegir tónleikar til heiðurs W.A. Mozart verða haldnir á Kjarvals- stöðum í dag kl. 18 á fæðingardegi tónskáldsins. Á efnisskránni eru tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu sem og sönglög, en tónleikunum lýkur með flutningi á Exultate Jubilate. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Jónsson tenór, Alad- ár Rácz á píanó og Laufey Sigurð- ardóttir á fiðlu, sem jafnframt er umsjónarmaður tónleikanna. Atli Heimir Sveinsson tónskáld fjallar um Mozart og tónlistina sem flutt verður. Aðgangur er ókeypis. Ungur Mozart fæddist í Salzburg 27. janúar árið 1756 og lést í Vín 5. desember 1791. Tónleikar á fæðingardegi Mozarts Þrátt fyrir hvimleiðan vestan-garra fóru næstsíðustu tón-leikar Kammermúsík-klúbbsins á þessum vetri fram fyrir fullum Norðurljósasal s.l. sunnudagskvöld. Bryndís Halla Gylfadóttir lauk þar með seinni helm- ingsúttekt sinni á sex sellósvítum Bachs eftir að sögn vel heppnaðan fyrripart fyrir réttu ári á sama vett- vangi, og hafði sá flutningur eflaust sitt að segja um aðsóknina. Fyrir nú utan ævarandi gæði og orðspor þess- ara nafntoguðu meistaraverka frá hirðmúsíkárum tónskáldsins hjá Leo- pold fursta af Anhalt-Köthen 1717-23, er standa enn einstök meðal merk- ustu tónsmíða fyrr og síðar fyrir knéf- iðlu án undirleiks. Það er að sama skapi fæstum sell- istum léttvægt mál að takast á við því- líka helgidóma, hvorki í hljóðriti né í lifandi túlkun. Samanburðurinn við fremstu snillinga heimsins er löngu orðinn það nærtækur og miskunnar- laus að flestir hugsa sig um tvisvar áður en þeir voga sér í slaginn. Vand- anum hefur m.a. verið lýst sem að fara í opinbera gegnlýsingu. Og engin furða. Aðild og réttur hvers hljómlist- armanns afhjúpast bókstaflega í einu vetfangi við meðferð hans á þessum dýrgripum. Þó að ekki búi ég yfir tæmandi vitneskju af heildarflutningi svítn- anna hér á landi mætti kannski rifja upp þann sem ég hef orðið vitni að í starfi, og eru flytjendur fljóttaldir: Sigurður Halldórsson í Skálholti (að líkindum fyrstur Íslendinga, nema aðrir viti betur) og síðan Gunnar Kvaran í Salnum 2005. Meðal smærri skammta frá erlendum flytjendum á sama stað mætti síðan nefna framlag Erlings Blöndal Bengtsson (nr. 1 & 6, 2006) og Nataliu Gutman (nr. 1-3, 2009). Það er því varla hægt að segja að svíturnar hafi beinlínis riðið húsum á okkar fjörum. Því eftirtektarverðara var að upplifa nálgun Bryndísar Höllu umrætt sunnudagskvöld – ekki aðeins í ljósi 25 ára reynslu sem sellóleiðara SÍ heldur einnig fyrir viðamikla þátt- töku hennar í kammerleik. Bryndís virtist nokkuð sveimhuga í Forleik 3. Svítu í C-dúr ef marka mátti flögrandi yfirbragð þáttarins, þrátt fyrir stöðugu sextánduparts- runurnar er minnt hafa suma á saumavél. Kúnstin er auðvitað að draga úr ,mekanismanum‘ þegar Bach er í þeim móð með hæfilegu rúbatói og álíka, en þetta verkaði að- eins um of. Allemandan var hins- vegar dansandi létt, og þó að Kúr- antan væri ögn losaraleg í rytma, hélzt Sarabandan syngjandi mjúk. Eftir á að hyggja virtust einmitt sara- böndurnar liggja bezt fyrir Bryndísi, og kúrönturnar einna sízt – svona í grófustu dráttum. Bourrée I & II, með ferskum keimi sínum af sveitadansi franskra fjalla- bænda í Auvergne, eru með vinsæl- ustu þáttum svítnanna að verðleikum og bryddaði Bryndís upp á skemmti- legum rúbatóandstæðum í II. Pilsa- sviptandi lokagikkurinn minnti síðan beinlínis á bon mot Ellingtons – „Það merkir ei neitt ef það sveiflar ei greitt!“ Enn betur tókst til í 4. svítu í Es- dúr. Fyrst með glæsilegri Prelúdíu, svo með vaggvakurri Allemöndu er bauð upp á smitvæna spennu undir afslöppuðu yfirborði. Þó að Kúr- antan, líkt og sú fyrsta (og sú síðasta), væri svolítið stressuð, þá var Sara- bandan dúnmýktin uppmáluð, nánast líkt og konungborin ævintýradís væri að raula barnagælu. Aftur sópaði uppljómað áreynsluleysi af tveim Bo- urré-þáttum, trúlega meðal sönghæf- ustu lagperlum Bachs í öllum bálk- inum – að vísu með umdeilanlegu stakkatói í II sem þótti óvenjulegt hér áður fyrr. Gikkurinn í enda hefði sómt sér með glans undir fínustu fót- mennt á góðmenntu þorrablóti, þó vottaði fyrir stöku smágösli í annars óaðfinnanlegri tækni. Þegar hér var komið sögu var ljóst að Bryndís gætti ávallt endurtekn- ingarmerkja. Var það fagnaðarefni, enda hafa margir oft sleppt þeim, einkum í seinni hluta þátta. Aftur á móti saknaði maður stundum skýrara p -„bergmáls“ í styttri endurtekn- ingum, þótt kæmi t.a.m. fram í Bour- rée I í nr. 4. Eftir hlé var komið að 5. Svítunni í c-moll. Hún forskrifar sérstillingu (scordatura) með lækkun efsta a- strengs niður um heiltón, er ljær verkinu dekkri tónblæ og alvöru. Mögnuð Prelúdían hófst með hægt íhugulum inngangi er leiddi yfir í hraða „sýndar“-fúgu ef svo má segja, og gerði Bryndís öllu hin beztu skil. Allemandan var né heldur afleit, en þó að Kúrantan hefði mátt fljóta að- eins betur í hrynjandi var Sara- bandan aftur á móti frábær – gædd seiðandi dulúð er Bryndís dró enn betur fram með markvissu píaniss- issimói við nærri kosmíska kyrrð. Hin skoppandi Gavotta I og dill- andi eftirdansinn (II) geisluðu af þokka, og margt var líka vel gert í Gikknum þó að hann „sæti“ ekki 100% sem skyldi, e.t.v. vegna tilhneig- ingar til flýtinga. Allt um það var fáum blöðum um að fletta að Bryndís Halla hafði hér lokið myndarlegu dagsverki. Hljóta því margir að bíða spenntir eftir hljómdiskum hennar með upptökur á þessum ódauðlegu meistaraverkum er kváðu í vændum. Vonandi tekst þá ekki verr til með hljómgæði en gat að heyra í Norður- ljósasalnum, þar sem eðalfagur selló- tónninn ljómaði hunangshlýr í sam- ræmi við kjörfurstalegan purpuralit veggjalýsingar, þakklátum hlust- endum til ljúfrar endurminningar um ókomna tíð. Norðurljósum í Hörpu Einleikstónleikar bbbbn J.S. Bach: Sellósvítur nr. 3-5 í C, Es og c. Bryndís Halla Gylfadóttir selló. Sunnu- daginn 25. janúar kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Ómar Bryndís Halla „… var fáum blöðum um að fletta að Bryndís Halla hafði hér lokið myndarlegu dagsverki,“ skrifar rýnir um flutning hennar. Konungborin ævintýradís Rafmagnað samband við áskrifendur Þann 20. febrúar stingur einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf í samband. Vinnur þú straumabílinn? Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Mið 28/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 29/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Mið 11/2 kl. 20:00 Aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.