Reykjalundur - 01.06.1954, Side 21

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 21
Skím heilags Marteins og krnjtaverk. hengja sig í friði. Og þannig var það einnig hér. Saga Marteins segir þannig frá: „Þá heyrði hann grát og háreysti og spurði hví það gegndi. En honum var sagt að einn þræll hefði hengdan sig. Þá gekk Martinus inn í luis það er líkið lá, og byrgði úti alha aðra, og var lengi á bæn hjá líkinu. En er hann reis af bæn þá lifnaði hinn dauði og leitaði við upp að rísa. Þá tók Martinus í hönd honum og setti hann á fætur og leiddi hann lifandi út úr húsinu í augliti alls lýðs.“ Ekki getur sagan neitt um \-iðbrögð mannsins, en ef rétt er frá hermt um kjör þræla á þeim tímmn, hefur maðurinn eflaust hengt sig aftur við fyrsta tækifæri. A næstu mynd (annarri í miðröðinni) sjáum við heilagan Martein vígðan til biskups í Turonsborg á Frakklandi. Helgi- athöfnin er hin virðulegasta: I miðjum reitnum stendur biskup með mítur og bagal, tveir kórdjáknar eru með' honum, og setur annar mítrið á höfuð Marteini, en guðshönd blessar hann úr skýjunum. Fremst í fletinum er kórdrengur og spennir sá greipar. Nú er það næst frá heilögum Marteini að segja, að' hann fer dag nokkurn til kirkju sinnar og mætir þá klæðlausum manni í miklu frosti. „Sá bað Martinus gefa sér klæði nokkurt. Þá heinrti Martinus þangað djákna sinn og bað hann selja klæði inum kalna. Síðan gekk Martinum inn í kirkju- skot og sat þar einn saman, sem hann var oft vanur á milli tíða, þá er aðrir kenni- menn fóru hver til sinnar sýslu. En er djákninn dvaldi að gefa klæði inum vol- aða, þá kom hann þangað í skotið, er Mar- tinus sat, og sagðist kalinn vera, en djákn- ann seinan að gefa honum klæðið.“ Eins og víðar, er myndskipunin í þessum reit frábær og þannig gerð, að eindirnar falla eðlilega inn í hringreitinn. Tréð hægra meg- in við þurfamanninn er ekki sett hér vegna frásagnarinnar, heldur einungis af list- rænni nauðsyn, — til þess að' vega á móti kirkjubyggingunni til vinstri, en hún er óhjákvæmilegt atriði í mvndsögunni. Slík REYK.TAUINDUR 19

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.